Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 2
Síra Einar Guðnason ! | prófastur í Reykholti Reykholt i Borgarfirði er einn af sögufrægustu stööum þessa lands. Ekki er það vegna þess að Reykholt, þótt góð jörð sé, sé með beztu jörðum landsins eða hafi verið það, ekki sizt á nútima mælikvarða vegna jarðhitans, heldur vegna þess, að þar bjó stór- mennið, skáldjöfurinn og visindamað- urinn Snorri Sturluson, og þar var hann veginn hinn 12. september 1241. Súsagaersönnun fyrir þeirri pólitisku baráttuaðferð, sem þá var notuð. Þeirri leið, að ryðja andstæðingum úr vegi með þvi að leggja þá að velli. En þrátt fyrir það, að Snorri Sturlu- son var veginn árið 1241, lifir hann enn, ekki eingöngu með islenzku þjóð- inni, heldur og i veraldarsögunni, vegna þeirra afreka, sem hann vann. Skáldið Steinn Steinarr: segir um þessa aðför að Snorra Sturlusyni: Og þó. Sú böðulshönd, sem höggið greiðir, hún hæfir aldrei það, sem mest er vert, þvi hvert eitt skáld itil sigurs lif sitt leiðir, hve lengi og mjög, sem á þess hlut er gert. Erindi þetta færir okkur heim sann- inn um það, aö lifinu er ekki lokið, þótt dauðinn komi til, vegna þess að verk þeirra, sem vel vinna, standa af sér hinnslynga sláttumann,dauöann, með hvaða hætti sem hann kann þá heim að sækja. Reykholt i Borgarfirði á sér lika aðra og merkilega sögu i lifi islenzku þjóðarinnar. Sex hundruð og niutiu ár- um eftir vig Snorra var stofnaður i Reykholti héraðsskóli, sem þar hefur starfað siðan. Skólastofnun þessi var mikill og merkilegur atburður, sem haft hefur mikil áhrif, ekki eingöngu i Borgarfjarðarhéraði, heldur og um landið allt. Ekki er að efa það, að þátt- ur héraösskólanna i menntasögu og menningu islenzku þjóðarinnar er verulegur og raunar mun meiri en hægt er að gera sér grein fyrir. Ástæð- an til þess hve gifturikur Reykholts- skóli hefur verið er sú, að t,il skólans hafa valizt sem kennarar, frá þvi starf 2 hans hófst, sérstakt.úrval manna, val- inn maður i hverju rúmi, að segja mætti. Tilefni þess, að þessa er hér getið er það, að einn úr hópi þeirra kennara, er fyrstir störfuðu við Reykholtsskóla, séra Einar Guðnason, fyrrverandi prófastur, lézt þann 14. janúar s.l., en hann starfaði lengur sem kennari við Reykholtsskóla en nokkur annar mað- ur. Þeim fækkar nú óðum, sem voru i þessum brautryðjendahópi kennara við Reykholtsskóla, en við, sem kennslu þeirra nutum, munum geyma minningu um þá i hugum okkar með hlýju og sérstakri virðingu. Enda þótt um séra Einar Guðnason hafi allmikið verið skrifað, langar mig að færa honum og aðstandendum hans nokkur kveðju- og þakkarorð vegna kynna minna af honum og okkar sam- skipta. Séra Einar Guðnason var kennari i Reykholtsskóla þau ár, sem ég var þar við nám. Séra Einar var, svo sem ikunnugt er, mikilhæl'ur maöur. Hann var vel gefinn, hafði notið góörar menntunar og sótt nám sitt af dugnaði ogkraíti, einsog hans var von og vísa. Sagan var honum sérstaklegá kær. Hann var hafsjór af söguþekkingu, og var nokkurn veginn öruggt til hans að leita, hvort sem i hluti átti mannkyns- sagan eða aðrir þættir sögunnar. Séra Einar kunni ávallt þar skil á. Frá minum bæjardyrum séð var hann einnig ljúfur og skemmtilegur maöur. Á þeim árum, sem ég var nemandi i Reykholti, var séra Einar mjög áhugasamur um islenzk stjórn- mál,og reyndar stjórnmál á veraldar- visu, þvi hann var vel að sér i hvoru tveggja. Oft bar þvi til á kvöldin, er ég taldi mig hafa lokið lestri námsefnis til næsta dags, að ég fór i heimsókn til séra Einars. Aldrei bar mig svo að garði, ef ekki voru gestir þar fyrir, að séra Einar gæfi sér ekki tima til að tala við mig, unglinginn, bæði um þau málefni sem ég bryddaði upp á, en þó fyrst og fremst um þau, sem hann hóf máls á og vakti áhuga minn á, ef hann var ekki til staðar fyrir. Ég minnist jafnan viðtala minna við séra Einar i Reykholti með sérstakri hlýju og þakklæti. Það var ánægjulegt viðhann að ræða, njóta fróðleiks hans og áhuga, og ég tel þvi, að ég hafi ekki einungis notið fræðslu hans og leið- sagnar i kennslustundunum, heldur einnig og ekki siður i þessum samtöl- um. Að sjálfsögðu ræddum við séra Einar þá oft um islenzk stjórnmál , enda vorum viö samherjar, og hafði ég mikla ánægju af að heyra álit hans á mönnum og málefnum á þvi sviði. En það var ekki aðeins þetta, sem séra Einar tók til meðferðar i þessum sam- talsstundum okkar, heldur fræddi hann mig jafnframt um ýmsa þætti veraldarsögunnar og annað það, sem hefur komið mér aö miklu haldi i lifs- baráttunni si'ðar meir. Ég er sann- lærður um, að ég gerði mér ekki grein fyrir þvi’ þá, hvemikils virði sú fræðsla var, er hann þá lét mér i té, en ég geri mér það ljóst nú. Séra Einar Guönason var mikill pré- dikari og gat oft flutt ræður af miklum eldmóði. Segja mátti um hann eins og aöra prédikara, og reyndar þá, sem beztir eru, að honum gátu verið mis- lagðar hendur, cn cg hygg, aö þugar a heildina er litiö, verði þaö almanna- islendinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.