Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 12
Ólöf Sigurjónsdóttir Fædd 21.5. 1904. Dáin 10.1. 1975. Þau hverfa eitt af öðru yfir móðuna miklu leiksystkinin frá Bæ i Hrútafirði er þar voru að alast upp á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar. Frá þeim timum er mér Lóa, eins og hún var venjulega kölluð, minnisstæð 'sem litil skolhærð telpuhnáta með óstýriláta lokka er vildu hrislast um andlit i gleðileikjum bernskuáranna. Lóa var alltaf létt og kát. Ég hef allt- af haft gaman af dansi og ég minnist þess er við Lóa æfðum dans i stofunni hjá pabba og mömmu. Músikin var vist eitthvað ófullkomin, liklega hár- greiða, en þarna var dansað af miklu fjöri og sennilega hefur Lóa verið min fyrsta dama. Ólöf var fædd að Kjörseyri i Hrúta- firði. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónasson og kona hans Sigriður Gisla- dóttir, er þá voru þar i húsmennsku. Siðar fluttu þau að Bæ og voru þar i skjóli Sigurbjörns Jónssonar og Mariu Jónasdóttur er þá bjuggu þar á hluta jarðarinnar. Þar dvöldu þau til ársins 1916 að þau fluttu ásamt Sigurbirni og fjölskyldu hans að Kvislum i sömu sveit. Þaðan lá leiðin vestur i Laxár- dalinn fyrst að Sólheimum en árið 1920 kaupir Sigurjón jörðina Svalhöfða og sér alltaf tima til að sinna börnum. Nokkur börn ólust úpp hjá henni að meira eða minna leyti, auk þess sem hún átti fjögurbörn sjálf. Dætur minar tvær eiga góðar endurminningar frá þvi þær voru tima og tima i Sólheima- tungu á sumrin. Á haustin biðu þær með óþreyju eftir boði frá Siggu frænku um að koma upp eftir i réttirn- ar og það brást ekki að skilaboðin komu. Sigga frænka var mjög hreinskilin, sagði það sem henni bjó i brjósti án þess að hika, getur verið að ekki hafi öllum likaö það, en þeir sem þekktu hana vel firrtust ekki við. Hún var stórbrotinn persónuleiki. Minningarn- ar sækja að, þegar fólk hverfur, sem mótað hefur lif manns frá bernsku til fullorðinsára. Nú eru öll systkinin frá Stórafjalli 12 þar bjuggu þau hjón til ársins 1932 að Sigurjón lézt og Gisli sonur hans tók við jörðinni. Lóa fylgdi foreldrum sinum á þeirra bústaðaskiptum en eftir fermingar- aldur var hún oft tima og tima annars staðareinkum hjá Sigurbirniog Mariu sem hún mat mjög mikils og taldi sina aðra móður. Um tvitugsaldur réðst hún að Sól- horfin héðan og er mikill sjónarsviptir að þeim. Þau voru glæsiiegur hópur, eins og sjá má af myndum sem þau létu taka af sér saman, þegar það voru ung og hittust i höfuðstaðnum. Þegar faðir minn lézt, fyrir rúmlega tveim árum heimsótti ég Siggu frænku. Mér fannst ég hafa þörf fyrir að hitta hana, þvi frá henni streymdi einhver styrkur án margra orða. Hún leit mjög raunsæjum augum á lifið og dauðann. Hún hræddist ekki dauðann og var löngu tilbúin i ferðina yfir móð- una miklu. Eflif ereftirþetta lif, á hún aftur eftir að heilsa mér með sömu orðunum og á hlaðinu i Sólheima- tungu. Hún andaðist aðfaranótt 13. nóv. i Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, 82ja ára að aldri. Blessuð sé minning hennar. Frænka. heimum til hjónanna Eyjólfs Jónas- sonar ogSigriðar ólafsdóttur. Sigriður var þá orðin mikill sjúklingur og lézt skömmu siðar. Þau hjón áttu ung börn og kom það þvi i hlut unglingsstúlk- unnar að annast þau og koma þeim I móðurstað eftir þvi sem unnt var. Þessu hlutverki skilaði hún með ágæt- um. Hún var að eðlisfari glaðlynd og með ástúð og umhyggju fékk hún börnin til þess, þrátt fyrir raunir þeirra, að lita björtum augum á lifið á ný. Yngsta telpan, sem þá var aðeins 4 ára, hefur tjáð mér að hún hafi i raun og veru gleymt móður sinni og segir það allt sem segja þarf um það hvernig sam- bandi þeirra var háttað og það hélzt óbreytt alla tið. Arið 1928 giftist hún eftirlifandi manni sinum Böðvari Eyjólfssyni frá Sámsstöðum i Laxárdal, hraustum og dugmiklum manni en fátækum. Þó að þau væru bæði ung og hraust var frek- ar þungt fyrir fæti hjá þeim fyrstu ár- in. Á þessum timum voru möguleikar til sjálfstæðis og efnahagslegrar af- komu mun lakari en 'nú á timum og má segja að þar sé enginn samjöfnuður. Það varð þvi hlutskipti ungu hjónanna að vera i húsmennsku allmörg fyrstu hjúskaparárin og raunar I hálfgerðum hrakningi þvi bústaðaskipti urðu all- tið. Arið 1938 flytja þau að Kjörseyri og eru þar þrjú ár. Þau voru þar á minum vegum og höfðum við margháttað samstarf og samvinnu á ýmsum sviðum, meðal annars um heyskap. Böðvar var góður verkamaður og ekki var Lóa siðri. Brennandi áhugi og kraftur fylgdi henni aö hvaöa verki sem hún gekk. Viö hjónin eigum margar góðar minningar um veru Lóu og Böövars á Kjörseyri. Þau reyndust lipur I sam- búð og gott til þeirra að leita ef ein- hvers þurfti með. Dvöl þeirra i Hrútafirði varð allt til ársins 1954 að þau fluttu i Kópavoginn. Flest árin eftir að þau fóru frá K jnrseyri voru þau að Bæ og Borðeyri. Þau höfðu aldrei mikið umleikis en komust vel af og ég held að efnahagur h'drra 11• 11'i liatnað löluvert við veru íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.