Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 8
Jóhanna Margrét Magnúsdóttir frá Núpum Laugardaginn 3. janúar sl. var til moldar borin Jóhanna Margrét Magn- úsdóttir Núpum, ölfusi. Hún andaðist á heimili sinu þann 27. desember eftir langvarandi vanheilsu og þráða hvíld. Hún var Skaftfellingur, fædd að Hörgslandi á Siðu þann 14. nóvember 1889. Foreldrar hennar voru Ingigerð- ur Jónsdóttir og Magnús Þorláksson hreppstjóri. Ung að árum fluttist hún með for- eldrum sinum að Fossi i sömu sveit og ólst þar upp til fullorðinsára. Þau syst- kin voru fjögur auk Jóhönnu: Helgi, sem dó i blóma lifsins, Rannveig, sem nú er ein á lifi þeirra systkina og býr i Reykjavik, Þorfinnur, siðast bóndi i Hæðargarði og Sigurveig sem mörg siðustu árin var á Núpum. Á Fossi var margbýli og ólst þar upp margt ungmenna. Jóhanna minntist jafnan uppvaxtaráranna þar með mikilli hlýju og virtist i minningunni einsog þar hefði verið um einn stóran systkinahópað ræða.Frá Fossi lá leið- in til Reykjavikur en þar stundaði hún saumaskap o.fl. En leiðin lá aftur til æskustöðvanna. Vorið 1916 hafði ein leiksystirin frá Fossi Ragnheipur Helgadóttir gifzt Jó- hanni Sigurðssyni frá Breiðabólsstaö og hafið þar búskap, en þau voru for- eldrar minir. Við fæðingu mina veikt- ist móðir min, Ragnheiður af barns- fararsótt, sem þá var Varla læknan- legur sjúkdómur. Kom þá mamma, eins og ég kallaði Jóhönnu alltaf, á ^eimilið til hjálpar. Móðir min lézt eftirnokkurra mánaða leguoggekkþá Jóhanna mér þegar i móðurstað. Ég tel það mitt mikla lán að hún gerðist svo siðari kona föður mins. Þau bjugguá Breiðabólsstað til ársins 1923 en þá urðu þau að flytja þaðan, þar sem sú jörð var þá læknissetur og læknirinn settist þar að búi. Fluttust þau að Kirkjubæjarklaustri, og bjuggu þar i sambýíi við móðurbróöir minn, Lárus Helgason. En með ört vaxandi fjölskyldu þurfti rýmra jarðnæði, en jarðir lágu ekki á lausu eystra um þær mundir. Þau keyptu þvi Núpa i ölfusi árið 1927 og fluttust þangaö um vorið. Áreiðanlega var þeim báðum óijúft að yfirgefa æskustöðvarnar, en börnin voru þá orðin sex, frá 1—11 ára, svo að um nóg var að hugsa. Ferðasagan frá Klaustri er sem ævintýri á nútima- mælikvarða. Hestarnir voru farartæk- in og allar ár óbrúaðar. Á Núpum var landrými nóg og rækt- unarskilyrði góð og þvi hagstætt vax- andi fjölskyldu. Vélaöldin var að ganga i garð, verkefnin óþrjótandi og þörf vinnandi handa úti og inni. Vinnu- aflið brást ekki. Með okkur að austan fluttust tvö systkini mömmu, Þorfinnur og Sigur- veig, maður Sigurveigar, Guðmundur Ölafsson, ásamt ungum fóstursyni Sigmundi Bergi Magnússyni, móðir hennar Ingigerður og ungmenni, þ.á.m. Lilja Björnsdóttir sem var lengi á Núpum og tengdist heimilinu traustum böndum. Þetta fólk hjálpaði á frumbýlisárunum, lengur eða skemur eftir þörfum. En Þorfinnur þráði æskubyggðina og hélt þangað aftur áður en langt um leið. Ingigerður andaðist árið 1930. En árið 1935 dregur skjótlega ský fyrir sólu, faðir minn veiktist af blóð- eitrun og lézt innan fárra daga. Stóð nú ekkjan uppi með niu börn, það yngsta fjögurra ára og fjárhagurinn eins og var hjá flestum barnmörgum fjöl- skyldum á kreppuárunum. Aimanna- tryggingar voru þá ekki til. En með guðs hjálp og góðra manna blessaðist allt. Hallgrimur Jónsson, nú húsvörður hjá Sláturfélagi Suðurlands, æskuvin- ur föður mins kom strax til hjálpar og dvaldist á Núpum til næsta hausts. Slikt gleymist ekki og skulu honum hér hjartans þakkir færðar og hans góðu konu. Sigurveig og Guðmundur, sem þá bjuggu i Reykjavik, komu svo um haustið ásamt Bergi fóstursyni sinum. Þau urðu okkur systkinunum sem aðr- ir foreldrar og Bergur sem einn bróð- irinn. Þær systur voru alla tið mjög samrýmdar og var Sigurveig mömmu mikill styrkur á allan hátt. Sigurveig og Guðmundur áttu svo heimili á Núp- um til dauðadags en hann lézt árið 1941 og hún árið 1961. Systkinin á Núpum eru þessi: Ragn- heiður, stjúpdóttirin, gift Engilbert Hannessyni, bónda á Bakka i ölfusi, Helgi, bóndi á Núpum, kvæntur Jónu Mariu Hannesdóttur, Siggeir, bóndi á Núpum kvæntur Vilnýju Bjarnadóttur, Magnús Ingólfur, bifreiðastjóri i Reykjavik, kvæntur Álfheiði Unnars- dóttur, Gunnlaugur, bóndi á Núpum, kvæntur Agústu Þorgilsdóttur, Hjört- ur Sigurður, kennari i Hveragerði, kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur, Gyðriður Rósa, gift Lúðvik Einars- syni, býr i Reykjavik, Ingigerður Svava, ógift, dvelst á sjúkrahúsinu i Stykkishólmi. Yngsti bróðir minn, Lárus, andaðist tveim ur árum eftir lát föður mins. Það var mömmu mikið áfall þvi hann var mikill sólargeisli. Við þetta bættist að yngri systir min, Ingigerður, missti heilsuna á unga aldri og er ævisjúk- lingur. Mamma var heilsutæp mikinn hluta ævinnar. Hún þjáðist af magaveiki og siðustu árin var hún næstum blind. Það var henni erfitt, þvi að hún vann mikið ihöndunum og svo var bóklestur 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.