Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 2
ánægjulegur vinnuskóli, og mun þa6 samdóma álit jafnaldra minna, er þar unnu þessi ár. Ari6 1936 flutti Kristinn aö Mosfelli i Mosfellsdal og hóf búskap á hluta af jöröinni, fyrst móti séra Hálfdáni Helgasyni, si6ar móti séra Bjarna Sigurðssyni. A Mosfelli haf6i Kristinn frekar litiö en gagnsamt bú og litil umsvif i eigin þágu. Eftir að Kristinn settist aö i Mos- fellssveit hóf hann mjög virkan þátt i hvers konar félagsllfi þar, enda að eölisfari félagslyndur og haföi ánægju af að blanda geði viö aöra. Fyrir sveit sina og héraö gegndi Kristinn margháttuöum félagsstörf- um. Hann sat i hreppsnefnd i tvo ára- tugi, var formaöur Búnaðarfélags Mosfellssveitar i rúm þrjátiu ár og formaöur Búnaöarsambands Kjalar- nesþings i rúman aldarfjóröung. A Búnaðarþingi sat Kristinn 1947-1966 og alloft var hann fulltrúi á aöalfundum Stéttarsambands bænda. Fleiri trúnaöarstörf fyrir sveit sina vann Kristinn þó þau veröi eigi talin hér. 011 þau störf sem Kristni var trúaö fyrir rækti hann af fyrirhyggju og vandvirkni. Ekki er mér grunlaust um aö á stundum liafi Kristinn sett félags- málastörf ofar eigin hag, slik var trú- mennska hans. Auði safnaöi Kristinn aldrei enda enginn kröfumaður um fjármuni og alla tiö nægjusamur. Kristinn var kvæntur Halldóru Jóhannesdóttur, borgfirzkrar ættar. Halldóra var manni sinum mjög sam- hent, dugnaðarforkur, gestrisin og góösöm. 1 mörg ár mátti bóndinn á Mosfelli, fyrrum þessi mikli gönugarpur, þola þá raun að geta ekki borið sig milli herbergja nema i göngugrind, likt og barn. Þá annaöist Halldóra bónda sinn af stakri alúð og nærgætni og dæma- fárri þollund. Ekki varö þeim barna auöiö. Kjörsonur þeirra er Sverrir, bifreiöa- stjóri, en fósturdóttir Helga Þóröar- dóttir, bankaritari, bæði búsett i Reykjavik. Þá dvaldi Magús Bene- diktsson, sonur Helgu, lengst af á Mos- felli. Kristinn á Mosfelli var frekar hár maöur vexti, mikill um herðar og bar sig vel, feitlaginn á efri árum. Hann var svipmikill og löngum alvarlegur i bragði en hýr og léttur i máli og frá- sagnarglaður þegar svo bar undir og höföingi heim að sækja. Alla tiö var Kristinn gæddur miklu öryggi, hreinsskiptinn geörikur og átti erfitt með aö láta hlut sinn. Fastheld- inn var hann á fornar dyggöir og dómharður á alla fordild. Þegar ég kvaddi hann siöast fáum dögum áöuren hann fór á sjúkrahúsiö var handtak hans fast og traust. Svo var og maðurinn allur. Páll A. Pálsson. f Kristinn Guömundsson á Mosfelli er horfinn af þessum heimi til annarrar tilveru. Ég kynntist honum fyrst fyrir rúmlega 50 árum, þegar ég kom til náms viö Bændaskólann á Hólum. Þá var Páll Zópóniasson þar skólastj., en á vegum hans kom Kristinn úr Borgarfiröi syöra til þess að gerast ráösmaöur á Hólabúi 1920. Það starf rækti Kristinn aöeins fá ár, en geröist svo mikilvirkur jaröræktarmaöur i Skagafiröi næstu árin, þaö var hans sumarvinna en heima á Hólum dvaldi hann á vetrum, hirti hross sin og stundaöi leöurvinnu. Kristinn var aöeins fáum árum eldri en elztu nemendur skólans og átti samleiö meö þeim, ekkert siöur en hinum, er eldri voru. Hann var góöur og ágætur félagi, þátttakandi i iþrótt- um, söng og fundahöldum meö okkur. Svo var hann lika kennari ýmissa viö ræktunarstörf, en þá var verklegt nám skylda um skeiö, án vitnisburöar. Þvi var þaö, aö ýmsum fannst hann til- heyra kennarahópnum, sem og rétt var, enda var enginn ágreiningur um þaö, meöal þeirra, er héldu hátiölegt 25 ára búfræöingsafmæli á Hólum 1950, aö Kristni skyldi boöiö þangaö ásamt kennurum, honum til mikillar gleöi, þaö veit ég af tilvitnunum hans til þess atburðar mörgum sinnum siöar. Jaröyrkjumaöurinn Kristinn Guö- mundsson var 1 broddi fylkingar meðal islenzkra jaröyrkjumanna um langa áraröö. Hann hóf verklegt nám á þvi sviöi hjá Einari Helgasyni, i Garö- yrkjustööinni i Reykjavik, áriö 1911, geröist svo starfsmaöur viö umferða- plægingar og aöra jarövinnslu um Borgarfjörö og Mýrasýslu um áraröö og seinna um Norðurland, og vafa- samt er hvort nokkur annar hefur numið á brott fleiri þúfur eöa brotiö meira land til ræktunar meö hestum og plógi, en einmitt hann. Hann vann um nokkurra ára skeiö um gjörvallan Skagafjörð og komst alla leiö i Svarfaöardal meö nema sina, hesta, plóga og herfi til aö „gera aö túni alla jörö, einnig holt og blásin börö” eins og Guömundur Friöjónsson, skáld, oröaöi slikt atferli i ljóðum. Nemendur Kristins áttu varla nógu sterk orö til aö lýsa athöfnum hans og árangri starfanna meö hesta og verk- færi viö jaröyrkjuna og sjálfur átti Kristinn til hins siöasta djúpstæðar minningar frá löngum starfsferli á þessu sviöi á framangreindum lands- svæðum, og einnig frá jarðvinnslunni á Garösskaga á styrjaldaárunum fyrri. 1 blaöaviötali viö Kristin, nokkrum dögum fyrir andlát hans, láðist honum aö minnast athafna sinna norðanlands ogharmaöi þaömjög, þvi aö vissulega átti hann þar mörg spor og djúp i ræktunarframkvæmdum margra sveita, sem oröstir fór af, enda mikil útgerö og stórverk af hendi leyst sem forverk enn meiri athafna. Bóndi i MosfellssveitTuttugu ár liöu frá þvi við sáumst siöast á Hólum unz fundum okkar bar saman aftur, eftir langar fjarvistir minar erlendis. Þá var Kristinn kvæntur maöur og starf- andi bóndi i Mosfellssveit. Haföi hann þá um skeiö veriö ráösmaður á búi Thors Jensens á Lágafelli og auövitaö unniö þar stórfelld ræktunarstörf ásamt venjulegri bústjóm. Enn voru þaö ræktunarmálin og svo félagsmál af fjölbreyttu tagi, sem gagntóku huga Kristins og hann hlaut aö rækja viö hliö eigin bústarfa. Var bæöi eölilegt og sjálfsagt aö hann fengi hlutverk aö rækja sem for- maöur búnaöarfélags sveitarinnar, sem formaöur Búnaöarsambands Kjalarnesþings, og um áraröö skipaöi hann einnig sæti á Búnaðarþingi sem fulltrúi sama umdæmis. Hvert þaö starf, sem honum var fal- iö til forsjár, rækti hann af alúð og mikilli umhyggju og enginn þurfti aö efast um, aö þar væri fyrirhyggjuleysi um aö kenna ef eitthvað fór úrskeiöis. Kristinn skóp sér skoöun i hverju máli og frá henni hvarflaöi hann eigi nema sérlega sterk rök væru fram færö til annars viöhorfs og öruggari árangurs, en hann haföi eygt. Hann gat veriö þungur á bárunni ef boðum hanseöa banni var eigi hlýtt, en á hina sveif var hann sá öruggi brimbrjótur, sem öldurgátu gnauöaö um án þess aö hann kiknaöi, og engar veit ég þær hol- skeflur svo krappar að Kristinn stæö- ist eigi. Kristinn á Mosfelli var glaövær I góöra vina hópi og rúmum 50 árum eftir okkar fyrstu kynni hittumst viö stöku sinnum og þá var alltaf efst I huga aö rekja gamlar minningar, en þær átti hann margar og djúpstæöar frá löngum starfsferli og viöskiptum viö fjölda manna úr flestum landshlut- um. Og allt til hinztu stundar fann ég hug hans léttast viö aö láta hann reika á vit gamalla kunningja um fornar 2 islendingaþætTir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.