Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 3
slóöir þar sem menn, hestar og verk- f®ri unnu saman að ræktunarstörfum, eöa á mannfundum i önn dagsins. t Mosfellssveit var þátttaka hans i felagsathöfnum örugg um langt skeið, °g þar var hann sami trausti aðilinn i hvivetna. Jafnvel eftir að hann mátti eigi fætur hræra var honum ekið á Hafravatnsrétt til þess að vera þar réttarstjóri, enn einu sinni, og þar stjömaði hann athöfnum með sama skörungsskap og gert hafði haust hvert um langa áraröð. Kristinn var vanur að stjórna og hann stjónaði með traustri hendi og hjörfum huga. Hann var búinnandleg- úni og likamlegum þrótti, sem lengi entist, en atgjörvi likamans varð að lúta um sið svo að göngugrindin varð hans hreyfingartæki siðustu árin. Góð- ur félagi er gengin. Heiðursmerki Kálkaorðunnar hlaut hann fyrir störf i þágu ræktunarmála og félagsmála. Honum sé þökk tjáð frá samferða- mönnurn fyrir vegleg og varanleg ævi- störf. Gisli Kristjánsson. f p®ddur 17. apríl 1893 Háinn 23. marz 1976 Héraðshöfðinginn og búnaðar- frömuðurinn Kristinn Guðmundsson á Mosfelli lést að kvöldi dags þann 23. marz s.l. Með honum er genginn einn merkasti bóndi i Kjalarnesþingi og á aÖ baki giftudrjúgan starfsferil i þágu 'andbúnaðar- og félagsmála. Skapgerð Kristins heitins var á þann Veg að hann hvorki æðraðist yfir þvi sem miður fór, né hlustaði á hól um af- rek sin. Hann leit ávallt fram á veginn °g taldi sitt mikla starf aðeins vera eðlilegt lif hins starfandi islenzka bónda. Ég gerist ei að siður svo djarfur nú eð leiðarlokum að rekja stuttlega feril hans þau fimmtiu ár sem hann dvaldi hér i Mosfellshreppi. Þar er af miklu að taka og engin leið að koma öllu til skila i orðum sem vert væri og verðugt að minnast á. Kristinn var Dalamaður að ætt, faeddur þar og uppalinn. Ætterni hans verður ekki rakið hér enda ýmsir aðrir færari mér i þvi efni. t æsku var Krist- 'an aldrei i vafa um hvað gera skyldi að ævistarfi en hann dreymdi stóra örauma, og margir rættust en ekki all- ir- Ýmis atvik og aðstæður gripu þar ir>n i en leiðin lá á Bændaskólann á Hvanneyri þegar efni og aldur leyfðu. Að námi loknu hófust jarðræktar- og •slendingaþættir ráðunautsstörf i Borgarfirði við vin- sældir borgfirskra stórbænda. Siðan lá leiðin i Skagafjörð að Hólum með Páli Zóphóniass. er hann varð skólastjóri þar. Milli þessara manna skapaðist gagnkvæm virðing og vinátta sem aldrei bar skugga á meðan báðir lifðu. Kristinn hafði orð á þvi að enda þótt hann væri að uppruna Dalamaður vildi hann einnig telja sig Borgfirðing eöa jafnvel Skagfirðing svo góðar væru minningarnar úr þessum héruðum báðum. Þar eignaðist hann fjölda vina og velunnara, sem hann hélt tryggö við alla tið. Plægingar lærði Kristinn hjá Einari Helgasyni i Gróðrarstöðinni i Reykjavik 1911 og stundaði jarð- ræktarstörf með hestaverkfærum allt þar til hann flytur sem bústjóri til Thors Jensens að Lágafelli i Mosfells- sveit 1926. Jarðræktarstörf og plægingar voru á þessum árum mjög krefjandi og reyndi þar á likamsþrek, þolgæði og verklagni. Viðhald á tækjum og öllu er laut að búnaði á hestana, varð að vinna i fristundum með frumstæðum tækjum. Fóðrun, meðferð og tamning- ar á hestum voru þar einnig snar þátt- ur og ekki spurt um mat, kaffi eða svefn. öllu varð að sinna af kostgæfni. Landbrot með hestaverkfærum var Kristni lifsfylling og samveran við is- lenzka gróðurmold var honum sann- kölluð nautn. Með bústjórn að Lágafelli hefst nýr þáttur i lifi Kristins i samstarfi við Thor Jensen sem rak þá stórbúskap á mörgum jörðum i nágrenni Reykja- vikur á þessum árum. Bústjórar hans voru einvalalið og var Kristinn sjálf- kjörinn i þann hóp með menntun sina og atorku enda var Kristinn þar i mikl- um metum. Á Lágafelli voru mikil umsvif og margt hjúa og naut Kristinn sin vel þarna við nautgripabúskap og enda þótt honum væri sauðkindin hug- stæðari kom það ekki að sök. Eftir tiu ára samstarf við Thor fluttist hann að Mosfelli og bjó þar með sæmd til dauðadags. Eftir að Kristinn kom að Lágafelli var hann brátt kvaddur til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir kirkju sina og sveit. 1 stjórn Búnaðarfélagsins er hann kominn 1928 og formaður þess verður hann 27. febrúar 1933 en biðst undan endurkjöri 30. april 1964. Þarna var hans óskavettvangur þar sem aöal stjórnarstörfin beindust að vélavinnu fyrir bændur. Fordson-dráttarvélin úr Þerney var komin i land og var gerö út á vegum búnaðarfélaganna og var þetta upphaf' þess sem varö i ræktunarmálum eftir striðið. 1 hreppsnefnd var Kristinn kosinn 1938 og sat hann þar meðan hann gaf kost á sér til 1958. Formaður stjórnar Búnaðarsambands Kjalarnesþings var hann frá 1933 til 1960 og sæti á Búnaðarþingi frá 1947 til 1966 er hann sagði þeim störfum lausum. Kristinn var stofnandi og fyrsti formaður Söng- félagsins „Stefnis” i Mosfellssveit og heiðursfélagi var hann kosinn á aðal- fundi félagsins 13. marz s.l. Rettar- stjóri var Kristinn i Hafravatnsrétt i yfir 40 ár og starfaði á langri ævi i alls konar nefndum að ólikum verkefnum. Hann var virkur þátttakandi og braut- ryðjandi i öllum framfaramálum sem eitthvað kvað að i sveitarfélaginu. Reglumaður var Kristinn svo af bar i öllu sinu lifi og störfum og hélt allar skýrslur og reikninga með afbrigðum vel og samviskusamlega. Það var hlýtt hjartað i þessum stóra og sterka manr.i, hann hafði dálæti af börnum og hjálpsamur þeim er minna máttu sin. Hann umgekkst búfé sitt með natni og umhyggju en hann var lika kröfuharð- ur við sjálfan sig og þá einnig um- hverfi sitt og gat verið hrjúfur við þá sem áhugalitlir voru til starfa. Hann gekk á gleðifund með sama þrótti og til starfa, dansaði og söng allra manna best og var i orðsins fyllstu merkingu hrókur alls fagnaðar. Kristinn bjó aldrei stóru búi á Mos- felli en að sama skapi var það gagn- samt og afurðagott. Hirðing búfjárins góð, tún og engi vel umgengin og nytj- uð af hagsýni og snyrtimennsku. Við sveitungar hans og samstarfs- menn sendum honum hinstu kveöju með þakklæti og virðingu, er hann nú hefir kvatt og haldiö á vit almættisins. Kristinn var kvæntur Halldóru Jó- hannesdóttur, mætri dugnaðarkonu, og henni sendum við samúðarkveðjur. Þau áttu tvö kjörbörn, Helgu Þórðar- dóttur og Sverri Kristinsson, sem einnig fá kveðjur ásamt öðrum skyld- mennum. Magnús Benediktsson, sonur Helgu, dvaldi löngum á heimili afa og ömmu sér til gagns og þeim til ánægju. Þau mæðgin voru Kristni mikil stoð i ell- inni og sá sólargeisli sem yljaði göml- um manni um hjartarætur. Kristinn Guðmundsson var fæddur að Skerðingsstöðum i Dalasýslu þann 17. april 1893. Hann var heiðursfélagi Búnaðarfélags íslands og Búnaðar- félags Mosfellshrepps. Forseti íslands sæmdi hann hinni is- lenzku Fálkaorðu fyrir kennslustörf að Hólum og störf að landbúnaðarmálum þann 17. mai 1965. Útför Kristins fór fram miðvikudaginn 31. marz. Deyr fé, deyja frændur, en orðstirr deyr aldrei, hveims sér góðan getur. Jón M. Guðmundsson Reykjuin 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.