Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 16
Vilhelmína Jónsdóttir og Eðvald Sigurjónsson frá Bakkagerði Meö örfáum oröum langar mig aö minnast þeirra elskulegu hjóna Eövalds frænda mins Sigurjónssonar og konu hans Vilhelminu Jónsdóttur, sem lézt mánudaginn 15. marz s.l. Eövarð lézt hinsvegar 14. mai 1974. Ég á svosannarlega margs að minn- ast og margt aö þakka þeim bæöi sem barn og fulloröin. Hjartans þökk og virðingu færi ég þeim báöum. Vilhelmina var fædd á Hrafnsgerði i Fellum 8. jan. 1902 Foreldrar hennar voru þau hjónin Rósa Hávarðardóttir frá Dalatanga og Jón Pétursson frá Bessastööum. Arsgömul var hún tekin i fóstur af hjónunum Guöriði Guðmundsdóttur ljósmóöur og Siguröi Höskuldssyni bónda á Múlastekk i Skriðdal. Með þeim fluttist hún á Reyöarfjörð 1908, en þau hjón buggu á Ösi. Eðvald fööur- bróðir minn var fæddur 3. marz áriö 1900 i Bakkagerði, en þar bjuggu for- eldrar hans, þau hjónin Anna Stefáns- dóttir og Sigurjón Gíslason bóndi þar. bar ólst Eðvald upp og þar var heimili hans lengstum. Þau Vilhelmina giftust 25. ágúst 1923, bjuggu fyrst á Ösi i nokkur ár, en siöan i Bakkagerði eins og áöur sagði. Þeim var ekki barna auðiö, en einn fósturson tóku þau, Gisla Arnfinnsson, sem lézt ungur. Eövaldfrændiminn stundaöi sjó, vann algenga verkamannavinnu auk nokk- urs búskapar. En lengst starfaði hann sem vélgæzlumaður hjá Rafveitu Reyðarfjaröar. Bæöi voru þau hjónin unnendur ljóöa og laga. Eövald dáöi Káinn mjög og haföi stökur hans jafnan á hraðbergi. Hann var mikill söngmaöur, hrein og djúp bassarödd hans hljómaöi i Reyðarfjaröarkirkju um áratugi. Hann var einnig safnaöarfulltrúi og i sóknarnefnd um fjölda ára. Hann var mikill áhugamaöur um verkalýösmál, einn af stofnendum Verkamannafélags Reyöarfjaröar- hrepps og fyrsti formaöur þess. Þaö sópaöi aö þeim hjónum i sjón og raun og bæöi voru þau prýöilega greind. Vilhelmina var hin lifsglaða kona, vin- föst og trygg. Hún var mikil dugnaöarkona, sér- staklega stundaði hún mikið prjóna- skap og til hennar var leitaö mikið áöur fyrr og þá var ekki alltaf spurt um verkalaunin. Yndi hennar var aö gera fólki greiöa. Hún var ein af stofn- endum Kvenfelags Reyöarfjaröar, var þar áhugasamur félagi, sem lagði fram mikiö og fórnfúst starf. Heiöurs- félagi kvenfélagsins var hún seinni ár- in. En minnisstæöust eru þau mér bæði fyrir hin sérstöku barngæði þeirra. Hins elskulega og ljúfa viömóts þeirra viö börn nutum viö systkinin i rikum mæli og fyrir þaö ber aö þakka alveg sérstaklega. Þetta átti aldrei aö vera nein minn- ingargrein i þeirri merkingu og svo sem vert væri. Ég kann ekki aö þakka svo sem ég vildi. Aðeins einlæg hjartans þökk fyrir allt, sem þau voru mér og ekki siður börnunum minum. Þau elskuðu Valda frænda og Villu ekki siöur en ég, enda voru þau þeim einstaklega góö. Ég veit að nú er hlýtt og bjart hjá þeim eins og ævinlega, meöan þau voru hér og allra góðu stundanna er ljúft aö minnast nú aö leiöarlokum meö hjartans þakklæti fyrir allt. Birna Maria Gisladóttir. f Nú eni þau hjónin i Bakkageröi, Eövarö og Vilhelmina bæöi horfin okkur, Vilhelmina lézt 15. mars s.l., en Eðvald fyrir tæpum tveim árum. bessara hjóna vildi ég mega Framhald á bls. 15 16

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.