Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 24.04.1976, Blaðsíða 6
r Asgeir Magnússon Fæddur 24. nóvember 1923. Dáinn 28. nóvember 1975. Gr Hel i fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. S.f.H. Við andlát vinar mins Asgeirs Magnússonar stend ég frammi fyrir þeim vanda sem ég hafði aldrei ráð fyrir gert um dagana: að hafa ástæðu til að minnast hans látins. Af nógu er þó að taka frá nærfellt hálfum fimmta áratug óslitinna kynna; varvdinn er sá að greina i sem stytztu máli frá stað- reyndum án þess að láta undan þeirri freistni að rekja langa sögu, jafnvel margar og margvislegar, sem fyllt gætu bækur; sögur jafnt gleði og sorg- ar og alls þar á milli svo sem tilefni væri þó til. Viö fráfall hans er sem enginn endir vilji verða á þeim straumi minninga sem flæðir fram, allt frá fyrstu samskiptum okkar sem drengja innan við barnaskólaaldur, en á þvi bemskuskeiði höguðu atvikin þvi svo til, að við urðum nágrannar; það lá aðeins gróskumikill kálgarður milli húsanna, bannsvæði á sumrum, leik- vettvangur á vetrum. Við vorum þegar á bemsku- og æskuárum ólikir um margt, og segi ég það sizt sjálfum mér til hróss. Hann var öllu félagslyndari en ég og hefur að likindum veriö gæddur þvi sem nú- timasálfræðingar nefna aðhverfa hugsun fremur en sundurhverfri, þar sem þessu var vist gagnstætt farið með mig. Hann var sömuleiðis betri námsmaður i skóla en ég, framtaks- samari út á við, á flestan hátt betur i stakk búinn aö mér sjálfum fannst, og beinlinis til foringja fallinn. En aldrei olli þetta vinslitum, miklu fremur aö það drægi okkur nær hvorum öðrum, enda þótt vissulega kastaðist i kekki stöku sinnum. Ekki minnistégþess, að við höfum nokkru sinni slegizt alvar- lega á þessum hamagangsárum bernskubrekanna, en hitt man ég glöggt, að við tókum nokkuö snemma upp á þvi að skrifa hvor öðrum mergj- uö skammabréf i fullri alvöru og af- hentum þau hátiðlega og án milli- göngu póstþjónustunnar; töluðumst þá 6 ekki við i nokkra daga, jafnvel vikur; svo lagaðist allt. Þannig leið bernskan og æskuárin fyrstu. Og i mætu ljóði er komizt svo að orði, að endurminningin merli æ i mánasilfri hvað sem var; minnist ég þess þá um leið, að það var einmitt Asgeir sem fyrstur vakti at- hygli mina á þvi Ijóði. Atvikin höguðu þvi svo, að við urð- um aldrei skólabræður. En strax á unglingsárum áttum við langt og gott samstarf i fleiru en einu félagi, og á ég þá ekki aðeins við þá félagshópa, sem við stofnuðum til að eigin frumkvæði með öðrum strákum úr hverfinu, sum- part upp á grin, heldur einkum innan Góðtemplarareglunnar, þar sem viö störfuðum af alvöru og áhuga i nær- fellt áratug; töldum það jafnan gæfu okkar að hafa verið friir frá slagtogi viö Bakkus á unglingsárunum og kunnum vel að meta kynnin við þann félagslega aga sem Reglan veitti okk- ur á sinni tið, þótt leiðir skildu við þau samtök siðar. Um árabil, eitthvað frá tiu ára aidri og vel fram á fermingarár, áttum við það sameiginlega tómstund að gefa út blöð. Það voru að visu aðeins skrifuð blöð og útgáfan ekki viðameiri en svo, að upplagið samanstóð af einu eintáki, sem við létum hvor annan lesa, en sýndum engum öðrum fremur en við værum að drýgja glæp. En í tómstundi þessu, sem óefað var undir áhrifum þess, að faðir Asgeirs var ritstjóri, brauzt fram viss löngun til sköpunar og að sinu leyti vottur af þjóðmálaá- huga, þó svo að höfuð-fyrirmyndin væri skopblaðið Spegillinn, sem að okkar dómi var þá snjallastur allra blaða, liklega rétt ályktað. Og þá er ekki úr vegi að ég minnist þess, að einmitt á sömu árum var ég tekinn að basla við yrkingar og skrif- dútl. Það fór að sjálfsögöu mjög leynt. Enginn fékk að hnýsast inn i þann heim — nema Asgeir Magnússon. Ég var fljótur að finna, að athyglisgáfa hans, ágætur smekkur og um leið miskunnarlaus hreinskilni, það voru vissulega eðliskostir sem gerðu gagn- rýni hans eftirsóknarverða — og svo náttúrlega þagmælskan. öllum þykir vist lofið gott, og á þessum árum var mér hrós frá Ásgeiri mikils virði, þvi ég vissi að það var falslaust. Hinu er ekki að leyna, að fyrir kom að mig gat sviðiðundan gagnrýnihans, þeim mun fremur sem hún var ósjaldan blandin marksæknu og gegnumnistandi háði, sem égstóðeinatt berskjaldaður gegn án þess að geta goldið fyrir mig svo teljandi væri. En oft hefur mér orðið hugsað til þess siðar, hversu sú hlifð- arlausa kritik og striðni Asgeirs gerði mér i rauninni gott —- og kom á réttum tima. Hún varð mér sá skóli, að ég held, sem gerði mig upp i lifstið brynj- aðri en ella hefði orðið gegn hverskyns hvatskeytslegum ummælum svo i ræðu sem riti, og þótt ekki væri fyrir annað má ég vera honum þakklátur; mér finnst jafnvel að ég hafi aldrei fengiö neina kritik siðar meir, hvorki vonda né góða, sem nokkurt mark sé takandi á. Við nánari yfirvegun, þegar ég hafði jafnað mig eftir umsögn hans hverju sinni, reyndist afstaða hans og álit lika hafa geysilega mikið til sins máls. Og ekki má heldur gleyma þvi, að jafnan hvatti hann mig dyggilega til áframhaldandi ritstarfa, ekkiaðeins á þessum bernsku- og unglingsárum, heldur alla stund. Löngu eftir að ég var farinn að láta almenning sjá i bók- arformi það sem ég var að klóra, þá var Asgeir mér jafnan innanha'ndar um einarða gagnrýni bona fide; og þekkingaratriðin sem ég hef sótt til hans um dagana eru ófá, reyndar fleiri og f jölbreytilegri en ég geti gert sjálf- um mér eða öðrum grein fyrir. Þar islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.