Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 7
Alfreð Guðmundsson Mig langar með örfáum orðum að ^innast látins vinar og starfsbróður, ^lfreðs Guðmundssonar, en hann lézt P- 21. des. 1975. Þetta er e.t.v. siðbúin j^Ve&ja, en það er ekki aðalatriðiö neldur hitt, að góðs manns sé minnzt, j’Ve að einhvers staðar sjáist að þar náfi farið maður, sem markaði spor i Svörðinn, og ennfremur má það koma ‘ram, að það hafi ekki verið á allra æri að stiga þau spor. Eins og menn tlér um slóðir vita, þá hófst ferill Alla ten svo var hann alltaf kallaður hér) á j'kálum á Langanesi, sem þá var um- alsverður útgerðarstaður, þar sem ^Sja má að allt hafi snúizt um fisk. ^nna sleit hann barnsskónum innan am fisk, liföi bernskuárin innan um isk og til fullorðins ára. Það er þvi að v°num að hann hafi mótazt af þessu nmhverfi, enda stundaði hann ýmist sJómennsku eða vann við fisk í landi. Síðan fluttist hann til Þórshafnar og élt þar afram við sin fyrri störf. Það °m þvi i ljós þegar fram i sótti að ann hafði kynnzt vel þeim störfum, Sem hann ólst upp við, þvi önnur eins vinnubrögð hef ég varla séð i fiskinum ng hef ég þó sjálfur verið með fisk i nndunum siðan ég man eftir mér, og a° sjálfsögðu unnið með ágætum n'Önnum bæði á sjó og landi. rePP og keyptu Lyngberg, þvi þar var aöstaða til að hafa skepnur. Mikið af börnum þeirra búa á eykjavikursvæðinu, svo barnabörnin nutu þess að heimsækja afa og ömmu a Lyngbergi. Aldrei heyröust nein æðruorð um Psðaðþurfa aðyfirgefa sveitina sina, Pflr sem þau voru búin að eyða öllum s,num beztu árum. En tengdaforeldr- ar minir eru einir af þessum hljóðlátu eg æðrulausu manneskjum, sem taka 0 'u með ró, og þannig fólki er þrosk- andi og gott að kynnast og vera i návist við. lokum þakka ég þér allar þær 8°ðu minningar, sem við getum öll Snymt i hugum vorum. Og tengda- °mrnu minni óska ég góðra ævidaga, heilsan sé farin að bila, þá verður rUn alltaf jafn sterk og dugleg i hverri aun. Minningarnar geta li'ka yljað enni um hjartarætur, þvi hjónaband Pe'rra varsvo farsælt og gott að aldrei bar skugga á. Kristln Sveinsdóttir is|endingaþættir Svo mikil hamhleypa var Alli við fiskflatningu að maður stóð undrandi og horfði á þegar hann var að fletja og þannig vann hann öll sin störf. Ég átti þvi láni að fagna þegar ég kom til Þórshafnar og tók að mér rekstur fiskiðjusamlagsins þar, að kynnast Alla fljótlega, ég skýri ekki frá þvi, hvernig þau kynni hófust, en það var okkur siðar óblandið ánægju- efni að rifja það upp, ekki sizt ef við höfðum fengið okkur i glas. Þar sem við unnum óslitið saman frá þvi ég kom til Þórshafnar og þar til hann lézt, er mér skylt og ljúft að viðurkenna það, aö hann var alltaf mín hægri hönd og vel það, hvort sem litiö eða mikið var að gera, og það þurfti ekki að hafa áhyggjur af þvi, sem hann tók að sér, þvi það var alltaf leyst óað- finnanlega af hendi, jafnvel þó manni fyndist það illmögulegt. Þær eru ótald- ar næturnar, sem við vöktum að miklu eða öllu leyti og biðum eftir skipum, sem áttu að taka fisk eða koma með salt o.fl. Þá ókum við kannski margar ferðir út á Langanes, ef það var þá hægt, oft i misjöfnum veðrum, til að hafa tima til að kalla fólkið út áður en skipiö væri komið upp að bryggju. Þá skruppum við oft hvor heim til annars til að drekka kaffi og búa til nýtt. Þess er þó ógetið, sem var hans aðalstarf, en það var, að hann var verkstjóri við allan saltfisk og skreið og annað, sem að þessu laut, annað en það, sem viökom frystingu. Hann tók yfirleitt á móti öllum fiski sem að landi kom eða stjórnaði því, hann var ferskfiskmatsmaður, hann afgreiddi báta með beitu og stampa þegar róið var með linu. Það var sem sagt sama hvað á bjátaði með allt nema það, sem viðkom frystingu fiskj- arins. Þá var farið til Alla og hann leysti hvers manns vanda, enda voru skrefin hans ótalin suma daga, þvi aldrei ók hann bil. Þrátt fyrir allt þetta vafstur hafði hann alltaf 30 til 40 ær sér til búbótar og yndisauka, þó að sú vinna kæmi oft niður á hans duglegu og ágætu konu þegar mest var að gera hjá honum. Það var mjög gestkvæmt á heimili Alla og Sigrúnar, enda gestrisin með eindæmum, og þá var ekki mælt það sem úti varlátiö.Þaö var oger sérlega gottaðkoma, þar held ég aö hverfinni sig heima. Alli var gleöimaður mikill, haföi gaman af aö gleöjast með glöö- um og var þá hrókur alls fagnaðar og óspar á veitingar og nutu þeirra marg- ir. Hann hafði mikla ánægju af söng og mun fleira af hans fólki hafa haft hæfi- leika I þá átt en ekki notiö þeirra eins og skyldi. Alli hugsaði vel um sitt heimili, enda vantaði þar aldrei neitt og þurfti þó oft mikils með. Það væri ekki rétt af mér að láta þess ógetið, að menn, sem vinna sam- an svo til dag hvern i 11 ár geti ailtaf verið á sama máli, enda væri það með ólikindum. Þaö kom lika fyrir þó sjaldan væri, aö okkur varö sundurorða, og stundum allvel, en þar sem samstarfið var svo náið og óhjákvæmilegt, þá held ég aö sjaldan hafi liðið meira en 2 til 3 timar þar til við þurftum aö hittast aftur og þar með var það úr sögunni og oft hlegið á eftir, enda engum til lofs aö vera skaplaus og langrækinn. Svo miklu afkastaði Alli oft að með ólikindum var þar sem ekki eru nema 24 stundir i sólarhring. Það var eins og hann hefði vaknað með hið endurnær- andi spakmæli á vörunum: Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.