Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 15
baeinn, og fljótlega slæddist eitthvað úr hópnum niður eftir túninu og alla leið hingað heim. Tókst fljótt ágætur kunn- ingsskapur milli bæjanna. En það átti enn eftir að fjölga i bað- stofunnii Gullbringu.þvi að á næstu 12 árum bættust hvorki meira né minna en 7 börn við þau 6, sem úr Fljótunum komu. Það er ekki að orðlengja það, þessi 13barna hópur, 7 synir 6 dætur, runnu upp eins og fiflar og sóleyjar i túni og var ekki á þeim árum, og liklega ekki siðan heldur, þvilikt barnaval á nokkr- um bæ i Svarfaðardal. Enn er það á orði haft i dalnum, hve Gullbringu- börnin voru heilbrigð jafnt á sál sem likama og frjálsleg i fasi. Systkinin urðu mikil náttúrubörn i beztu merkingu, enda var hið náttúru- lega umhverfi þeirra lika ákjósan- legur leikvangur barna. Frá þvi snemma vors og langt fram á haust voru þessi börn eitthvað að sýsla úti við. Á hólum og i giljum, upp um allar hllðar voru þau eitthvað að dunda sér og sjást enn i dag leifar af mannvirkjagerð þeirra i grjóthrúgum og veggjabrotum. Ellegar að þau iögðu leið sina undan brekkunni, niöur i mýrarnar eða að tjörninni, þar sem þau gösluöust berfætt i hinum margvislegustu tiltækjum sumarlangan daginn. Og á vetrum var ekki heldur kúrt inn i bæ meir en nauðsynlegt var. Skiöa- brekkúrnar voru allt I kring og svellin á næsta leiti. t svo stórum systkinahópi uppi i sveit eru litil skilyrði fyrir uppeldis- vandamál nútfmans. Foreldrarnir hafa hreint og beint ekki tima til að dekra við eitt og eitt barn og ala öviljandi upp i þeim eigingirni og sjálfsmeðaumkvun. Það reynist þeim oftast nóg verkefni að sjá hópnum fyrir frumþörfum likams og sálar: mat, klæðnaði, hæfilegum skammti umhyggju og aga og góöu fordæmi til orðs og æðis. Það sem á kann að vanta bæta börnin hvort ööru upp með innbyrðis félagsskap og gagnkvæmum uppeldisáhrifum þeirra eldri og yngri i hópnum. Þannig var þetta i Gullbringu eins og það kemur mér nú fyrir sjónir, er ég lit til baka. Það má nærri geta að foreldrar þessa stóra barnahóps hafa ekki mátt hggja á lötu hliðinni öllum stundum ef allt átti að blessast og heimilið ekki komast á vonarvöl. Blessun fylgir barni hverju, segir gamalt máltæki og nú liklega gjörsamlega úrelt. En hjá Gullbringuhjónunum virtist þaö vera i fullu gildi. Aldrei var á þeim að heyra að ómegðin væri þungbær, öðru nær. Sigurbjörg hafði hlotið I vöggugjöf islendingaþættir dýrmæta eiginleika, sem komu henni frábærlega vel i hennar margfalda móðurhlutverki: gott skaplyndi og góða likamsheilsu. Hvorttveggja entist henni að segja má til æviloka. Sama má pegja um útlitið, en hún var kona sérlega svipfriö og yfirbragðið finlegt. Æðruleysihennar var aðdáunarvert, hún lét aldrei bugast, þrátt fyrir þrot- laust annrikið. Ég held að enginn geti vitnað um það að hafa hitt hana i döpru skapi eða heyrt hana gefa til kynna aðhlutskiptihennar væri þungt. Ekki kvartaði hún undan þvi að hana skorti eitt eða neitt og hafi hún stund- um borið kviðboga fyrir komandi degi þá duldi hún það’a.m.k. vel undirglað- legu yfirbragöi þegar gest bar að garði. Eitt sinn seint um haust var nágranni gesikomandi i Gullbringu. Þótt snjóhrafl væri á jörðu voru sum börnin að ærslast berfætt útivið, og hafði gesturinn orð á að þetta væri nú varhugavert. Þá mælti Sigurbjörg: „Þau koma inn ef þeim verður kalt” og lýsir þetta einfalda tilsvar þvi trausti á heilbrigða eðlisávisun og þeirri heimspeki róseminnar, sem sveif yfir vötnunum þar á bæ. Þá er ótalinn hlutur húsbóndans. Ekki treysti ég mér til að gera upp á milli hvort hjónanna bar þyngri hluta byrðarinnar af framfærslu heimilis- ins. Hitt er alveg vist að hlutur beggja varð léttbærari af þvi að sambúð þeirra og samlyndi var I bezta lagi. Guðmundur var góður granni og skemmtilegur maður, sem hafði miklu aö miðla öðrum, ekki sizt unglingum, i fróðleik og frásögnum af æskustööv- unum i Fljótum og af lifsreynslu sinni á sjó og landi. Hann haföi t.d. næmt auga og vakandi áhuga á fyrirbærum náttúrunnar og lagði i sum þeirra sinn eigin skilning, sem ekki var alltaf i samræmi við viðteknar skoðanir. Af sama toga spunninn var veiðiáhugi hans, sem var mikill og raunar borinn uppi af nauðsyn öðrum þræði. Ekki veitég hvort kalla má að hann væri góður bóndi. Hann hafði ekki á sinum beztu árum þess háttar jarðnæði undir höndum að hann gæti sýnt mikil tilþrif i þeim efnum. Þó held ég að hann hafi farið vel með allt það, sem hann hafði i höndunum og haft gott gagn af sinu örsmáa búi i Gullbringu, oft 3kúm og nálægt 60ám. Annað mun honum þó hafa verið hugleiknara viðfangsefni en búskapur þ.e.a.s. grúsk i vélum ailskonar og tæknibúnað svo og smiðar. Hann var vist einn þessara manna sem eins og af sjálfum sér og fyrirhafnarlaust skilja á svipstundu eðli og byggingu hinna flóknustu tækja og hafa sérstakt yndi af að sökkva sér niður i gangverk þeirra. Þessa hæfileika sina og smiða- náttúru gerði Guðmundur að lifibrauði sinu að öðrum þræði. 1 Gullbringu var frá fyrri tið smiðja við bæinn og notaði hann hana vel og dyggilega við ný- smiðar 1 járni og viðgerðir allskonar. Skeifur smiðaði hann t.d. óteljandi og mörg voru brennijárnin, sem hann gerði fyrir fjáreigendur út og fram um alla sveit og á Dalvik. (1 Þjóðminja- safninu I Reykjavik getur að lita sýnis- horn af brennimörkum, sem Guð- mundur og fyrri smiðir I Gullbringu gerðu. Þeir prófuðu nefnilega jarnin á smiðjuhurðinni, sem nú hangir á vegg i safninu.) Þá voru það viðgerðirnar. Allt málmkyns, sem bilaði, saumavélar, byssur, stykki úr heyvinnuvélum svo eitthvað sé nefnt var sent til Guð- mundar I Gullbringu og allt kom heilt til baka. Enn eru ótaldar úrviðgerðirnar. Við þá iðju sat hann margar, langar stund- ir i stofu sinni I framhúsinu, við glugg- ann, sem bezta bar birtuna. Oft kom maður að honum þar með stækkunar- glerið fyrir auganu rýnandi I eitthvert bilað úrverk. Ég hef það fyrir satt, að hann hafi verið hinn ágætasti úrsmið- ur þótt tækjakosturinn hafi sjálfsagt verið næsta fábrotinn og aðstaöan léleg i kaldri, óraflýstri stofunni. Þannig drýgðust tekjurnar. Og svo bar bóndinn sig eftir hverri björg, sem gafst, bæði á sjó og landi. Rjúpur skaut hann og fleiri fugla til búdrýginda. Meira munaði þó um fiskiriið. Vel man ég mina fyrstu sjóferð meö handfæri frá Dalvlk. Þá fékk ég að fljóta með Guðmundi og sonum hans, sem voru á aldur við mig þeir elztu. Við drógum marga fallega stúfa, bæði þorsk og ýsu og einstaka steinbit, og varð sú ferð öll hin ágætasta og ó- gleymanleg með öllu. A þennan hátt dró Gullbringu- bóndinn, og siðan synir hans hver af öðrum eftir þvi sem þeir komust á legg, marga björg I bú. 1 sama mæli komu eldri dæturnar móður sinni til aðstoðar við umsjá yngri systkinanna þegar þær uxu úr grasi, og er allt þetta auðvitað aðeins það sem gengur og gerist i stórum fjölskyldum a.m.k. til sveita. Ella gengi dæmið hreinlega ekki upp, eins og sagt er. Ariö 1947 uröu þáttaskil i lifi þessarar fjölskyldu. Þá réðust hjónin i að kaupa jörðina Karlsá á Upsaströnd þremur km noröar við Dalvik. Liggur Ólafsf jarðarvegur nú þar um hlaðið og þekkist bærinn vel af málmskipi undir fullum seglum, sem sett hefur verið upp við veginn rétt sunnan við bæinn til minningar um fræga skipasmiði, 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.