Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 2

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 2
vegageröin og framfarir i samgöngu- málum áttu hug hans allan, eftir aö hann kom af sjónum. V. Valdimar var fæddur aö Hábæ á Akranesi 19. ágúst 1891. Eyjólfur faöir hans var frá Melshúsum á Seltjarnar- nesi, en siöari kona Eyjólfs og móðir Valdimars, var Hallbera Magnúsdótt- irfrá Efri-Hrepp I Skorradal. Þau hófu búskap á Akranesi og eignuðust 11 börn. Af þeim dóu 4 i æsku, en 7 kom- ust upp — 6 synir og 1 dóttir. Stofnuðu 5 systkinin heimili á Akranesi, sem voru auk Valdimars: Arthur, Felix, Eyvör og Leó, en 2 bræðranna fluttu til Reykjavikur — Jón og Helgi. Afkom- endur þeirra hjóna eru orðnir margir hér á Akranesi og viðar. Mesta dugn- aðar- og atorkufólk. Valdimar kvæntist 1915, Rannveigu Þóröardóttur frá Leirá. Hún lézt 1925. Þau eignuðust 3 börn. Þau eru þessi: Þórður bifreiðarstjóri á Akranesi, kvæntur ólafiu Sigurdórsdóttur, Jóna, gift Þóröi Egilssyni pípulagninga- meistara i Reykjavik og Arsæll bif- reiðarstjóri og fyrrv. bæjarfulltrúi á Akranesi, kvæntur Aöalheiði Odds- dóttur. Slöari kona Valdimars er Anna Jónsdóttir af Akranesi. Synir þeirra eru 2, báöir búsettir á Akranesi: Geir húsasmiðameistari, kvæntur Lóu Guð- rúnu Gisladóttur og Jón húsasmiða- meistari, kvæntur Sigriði Helgadóttur. Þá eignuðust þau eina dóttur — Rann- veigu — sem lézt á unglingsaldri, öll- um mikill harmdauði. Anna var ekkja, er hún giftist Valdimar og átti hún 1 son af fyrra hjónabandi — Hörö Bjarnason vkm., sem kvæntur er Guð rúnu Eyjólfsdóttur frá Fiskilæk. Reyndist Valdimar honum sem góður faðir og bjuggu þeir i sambýli í áratugi að Skagabr. 37 á Akranesi. Anna er mikilhæf húsmóöir og reyndu veikindi Valdimars hin siöustu ár mjög á hana. Kom sér þá ve), hver atgerviskona hún er. VI. Valdimar var einn af aldamóta- mönnunum, sem lifaö hafa mestu breytingatima i sögu þjóðarinnar. Hann brosti hugfanginn viö 20. öld- inni og gekk strax undir kjöroröið: „Islandi allt.” Hann var einn af stofn- endum Umf. Akraness 1909 og tók mikinn þátt i iþróttum framan af æv- inni, og reyndist þar hinn mesti garpur. Ungur lærði hann sund i Leir- árlaug hjá Árna Böðvarssyni frá Vogatungu. Hestamaður var hann ágætur og átti lengi mikia gæðinga. Hann var i eðli sinu mjög félagslyndur og vann mjög jákvætt að félags- málum. Hann var i mörg ár formaöur verkstjórafélagsins á Akranesi. Þá tók 2 Guðlaug G. Bjarnadóttir F. 3. febr. 1922 D. 15. sept. 1976 Kveðja Hátt ris af hafi bára, húmdökk yfir ský. Guð er vor græðir sára, gleymum aldrei þvi. Góöverk öll Guði til dýrðar gerir hver maður einn. Falla grös, falla niðjar, flýr ekki dauðann neinn. Mér varst þú vinur og systir, vermdir þinn hugur hlýr. Með Guði nú eflaust þú gistir þar gleði og friður býr. Með orðum ég ætla ekki að lýsa þér einlæga vinkona mín. Þitt lif var sem léttkveðin visa, ó, Lauga, ég sakna þin. hann lengi mjög virkan þátt I störfum Framsóknarfélags Akraness og átti sæti Ifulltrúaráði þess. Skulu þau störf sérstaklega þökkuð hér. Ýmsum öðr- um félögum lagði hann iið, en hér að framan greinir. VII. Valdimar var vakandi maöur, sem lét sér fátt óviðkomandi. Fylgdist vel með og átti sér næg umræðuefni við hvern sem var. Hann var kjarkmikill, hispurslaus og glaðlyndur. Hann var mikill vinur vina sinna og það var enginn á flæðiskeri staddur, sem naut vináttu hans og leiðsögn. Þaö reyndi ég i meir en 20 ár og þakka af alhug, er leiðir skilja. Undir það munu margir taka. Umhyggjusemi gagnvart fjölskyldunni og hans nánustu var frá- bær. Þar var stóru og heitu hjarta aö mæta, sem ekkert mátti aumt sjá, án þess aö bæta úr. Samferðamennirnir munu þvi lengi geyma minningu Valdimars Eyjólfssonar i þakklátum huga og blessa hana. Dan. Ágústlnusson. Þin minning er fögur sem foldin, er fæddi og ól þig barn. Viö brjóst hennar beöur þinn, — moldin bautasteinn óbrotgjarn. Timi, sem liður, er tildur, tárin min þorna skjótt. Guð faðir, góður og mildur, geymi þig, sofðu nú rótt. Við sjáumst eflaust aftur i öörum og betri heim. Af moldu er maðurinn skaptur, moldin er göfug og hrein. Sól ris og sigur aö ægi, við söknum þin Lauga min. Bátur er bundinn á lægi, blessuð sé minning þin. Stina ogMagnás. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.