Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 10

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 10
Guðlaugur Jónsson herjar bygg&arinnar og afkomendur þeirra þar i mold. Magnús var maður mjög heimilis- kær og byggðin hans að sama skapi hjartfólgin, enda hafði hann verið bií- settur þar i samfleytt 69 ár, og átti þar þvl djúpar rætur I jörð. Var hann einn- ig vinsæll og virtur af sveitungum sln- um, ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd af samúðarrlkum skilningi. Hann var maður félagslyndur og tók mikinn og farsælan þátt i málum byggðar sinnar, átti árum saman sæti i stjórnarnefndum Samvinnufélaga hennar „Credit Union”, „Cooperative Association” og „The Wheat Board”. Hann var trúmaður mikill og heilhuga stuöningsmaður hinnar lútersku kirkju sinnar, meðal annars var hann um tlma skólastjóri Sunnu- dagaskóla hennar. Eftir að hinn lút- erski söfnuður var eigi lengur starf- andi I heimabyggö hans, sótti hann reglulega guðsþjónustur I Sameinuðu kirkjunni (The United Church) i Wyn- ard. Magnús kvæntist eigi, en eftirfar- andi systkini hans lifa hann: Dr. Ein- ar J. Skafel lengi læknir i Brandon, Manitoba, Guðlaugur, fyrrverandi kennari i Foam Lake, Saskatchewan, og Jónina hjúkrunarkona, lengi I Victoria.B.C. og hefir, siðan hún lét af störfum, átt heima þar i borg. Einnig lifa Magnús bræðrabörn hans. Persónuleg kynni okkar Magnúsar hófust eigi fyrr en á siöustu árum, er hann kom árlega i heimsókn til Jónlnu systur sinnar i Victoria, og þau heim- sóttu okkur hjónin. Voru þau okkur kærkomnir gestir, enda var Jónlna okkur áður að góöu kunn. Þar viö bættist, að fjölskyldutengsl voru milli þeirra systkina og Margret- ar konu minnar. Húsfreyjan á Skammadalshóli i Mýrdal, Steinunn Stefánsdóttir, er náskyld þeim Magnúsi og Jóninu, en bóndinn þar, Einar fræöimaöur Einarsson, er ná- frændi konu minnar. Treysti þetta vin- áttuböndin milli þeirra Skafel-systkin- anna og okkar hjónanna. Fljótt komst ég einnig aö raun um þaö, aö Magnús var bæöi prýðisvel gefinn maöur og bókhneigður, kunni hann aö sama skapi vel aö meta sinn islenzka bókmennta- og menningar- arf. Móðurmáliö lá honum einnig létt á tungu. Mjög þótti mér fróölegt aö ræða viö hann um brautryöjandalif og baráttu Islendinga á hans slóöum, enda hafði hann sjálfur lifað þá sögu og tekiö þátt I henni. Munum við hjónin ávallt minnast hans sem kærs vinar með virðingu og hlýjum huga. Dr. Richard Beck Guðlaugur Jónsson frá Kolbeinsá andaðist 2. ágúst s.l. Hann var fæddur 1. febr. árið 1900, foreldrar hans voru Júliana Ormsdótt- ir og Jón Þorsteinsson, Gestsstöðum, Strandasýslu. Guðlaugur fluttist ungur I Bæjar- hreppinn, tvitugur, eöa tæplega þaö. Hann kvongaðist Margréti ólafsdóttur á Kolbeinsá og hófu þau búskap á hálfri jörðinni 1923. A þessum árum var töluvert af ungu fólki I Bæjarhreppnum. Ekki hafði það neinn félagsskap I úthreppnum, þvl Málfundafél. Hrútfirðinga, sem þá var stofnandi, náði aðeins yfir Staðar- hrepp og hluta af Bæjarhreppi, litið út fyrir Borðeyri. Lestrarfél. var að vlsu i sveitinni, sem hélt ef til vill eina dansskemmtun á ári. Svo hittist unga fólkið við Bakkakirkju þegar fermt var á vorin. Voriö 1925 gengust þeir Guölaugur Jónsson og Sæmundur Guðjónsson I Heydal fyrir stofnun ungmennafélags, sem hlaut nafnið Harpa. Voru þeir Sæmundur og Guðlaugur ásamt Ólafi Ólafssyni bónda á Borgum kosnir I fyrstu stjórn félagsins, og var Guð- laugur formaður. „Harpa” átti hálfrar aldar afmæli i fyrra og á merka sögu aö baki, þó litt hafi verið á lofti haldið. Félagar hafa liklega aldrei orðið yfir 30, og oftast færri, eða um 20. En á öðru ári eftir að félagið var stofnað, var þaö búiö aö byggja sér samkomuhús. Þar voru siðan allir fundir haldnir og skemmtanir, er félagið hélt. Bygging samkomuhússins hvíldi mjög á formanninum. Vann hann alla daga með smiðnum, en aðrir félags- menn einn og einn dag I einu. Með stofnun ungmennafélagsins breyttist allt i sveitinni. Nýtt vor fór um hugi okkar. Hver félagi lagöi fram vinnu viö samkomuhúsiö og öll störf fyrir félagið voru unnin i sjálfboða- vinnu. Við, sem nú erum aldin að árum og vorum i Hörpu frá fyrstu tið, eigum mikið að þakka þeim ágætu mönnum, ergengu fram fyrir skjöldu, og stofn- uðu og stjórnuöu „Hörpu”. Guðlaugur var leiðandi i félaginu, stjórnaði og leiðbeindi á fundum og við æfingar á leikritum, er flutt voru. Hann var snjall gamanleikari, góður glimumaður og ágætlega hagorður. Prúður í viðmóti og glaðværö hans var smitandi. Arið 1931 fluttu þau Guðlaugur og Margrét að Borðeyri. Þau keyptu þar litið timburhús. Næstu árin stundaði hann akstur og afgreiðslu- störf, verkamannavinnu eða verkstjórn i vegavinnu. Fimm árum siðar reistu þau nýbýli innan við Borð- eyri og nefndu það Lyngholt. Til Reykjavikur fluttu þau árið 1942. Eftir það stundaði hann a&allega bif- vélaviðgeröir meöan heilsan leyfði. Fyrir nokkrum árum varð Guð- laugur fyrir bil og náði sér aldrei eftir það. Það var alltaf gott aö koma til Margrétar og Guðlaugs, sama hvort það var norður á Kolbeinsá eða i Reykjavik, alltaf var manni tekiö tveim höndum. Það voru fagnaöar- fundir er við hittumst. Margrét og Guðlaugur áttu samleiö yfir 50 ár og bar ekki skugga á. Þau eignuöust þrjú mannvænleg börn: Böðvar, kennari, kvæntur ósk Ingi- björgu Eiriksdóttur, Kópavogi. Elin Júliana, bústýra, Hrútsstöð- Sigurbjörg Elisabet, iönverkakona. Með innilegri þökk kveðég vin minn, Guölaug Jónsson og sendi Margréti og börnum þeirra og vandafólki sam- úöarkveðju mina. H.B. 10 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.