Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Page 12
Sigurgeir Karlsson
Bjargi
Mér veröur um hjarta svo heitt
og kalt
i hvamminum, þar sem urðin valt.
Hér d velur min sál, hér dreymir
mig allt,
sem drottinn oss gaf — til að
unna.
E. Ben.
Nýlega fór fram að Melstað i HUna-
vatnssýslu jarðarför Sigurgeirs Karls-
sonar, Bjargi i Miðfirði. Hann var
fæddur þ. 29. marz 1908 — dáinn 4. okt.
1976, eftir löng og erfiö veikindi, er
hann átti við að striða hin slöustu árin.
Með burtför þessa manns má sveit
hans sjá á bak einum af sinum beztu
sonum, er búinn var þeim kostum, er
garð hennar mátti prýða og reist haföi
hús sitt um þjóðbraut þvera, svo sem
áður höföu gert foreldrar hans.
Heimili hans var opið fyrir gest og
gangandi og enginn hlutur hans of
góður fyrir hann, er þurfti með. A
maður þakklæti til forsjónarinnar
fyrir þá blessun hennar til að leiöa
mann til kynna við slika konu sem
Sigriður var. Ég veit að ég tala fyrir
munn f jölmargra nemenda Sjómanna-
skólans, er ég segi aö sú stofnun hafi
orðið fátækari er þau hjónin létu af
störfum. Sjómannaskólinn er og
verður sú menningarstofnun, sem
hefur skilaö og á eftir að skila þeim
sonum þjóðarinnar sem standa undir
þeim efnahagslegu skilyrðum sem
þessi þjóö býr við. Vona ég að skólinn
hafi ávallt gott og vandað fólk eins og
Sigriði og Viiberg i sinni þjónustu
þjóðinni til heilla.
Sigriður min, ég veit að ég hef ekki
gert ævistarfi þinu tæmandi skil, en
þessi grein er eingöngu ætluð til að
þakka þér samfylgdina og óska þér
blessunar á þeirri litiökönnuðu leið
sem biöur okkar allra þegar kallið
kemur. Dætrum þinum, tengdasonum,
barnabörnum, eftirlifandi systkinum
þinum og öðru skyldfólki og vinum bið
égblessunarogþér Villi minn, óska ég
að þú eigir góðar stundir á ævi-
kvöldinu á Dvalarheimili aldraðra
sjómanna, með gömlu skipsfélögunum
og guðsblessun þér til handa.
AsgeirPétursson
þann hátt var hugur hans, örlæti og
höfðingslund. Eðliskostum sinum
þjónaði hann með ósérplægni. Ösætti
eða erjur þoldi hann ekki, sérlyndi gat
hann ekki hýst. Hann var manna-
sættir, sem i góðum hópi dró að sér
glaðværö og góðan félagsskap, enda
þá tiðum tekiö lagið, þvi söngelskur
var hann og góður söngmaöur og einn
af máttarstólpum Karlakórs Miðfirö-
inga, er hélt uppi sönglifi I sveitinni
um margra ára skeiö. Þvi er mér nú
tregt tungu að hræra, þvi ég trega
hann sem einn hinna beztu manna,
sem ég hef kynnzt, og get tekiö mér I
munn orð góðskáldsins: „Þar sem
góðir menn ganga, þar eru Guðs
vegir”
Sigurgeir var góðum hæfileikum
gæddur út i lifið. Hann var alinn upp I
glaðværu, menningarriku heimili,
meöal ástsælla systkina. Naut hann
nokkurra mennta i æsku, útskrifaðist
frá bændaskólanum á Hvanneyri
ungur að árum og hóf siöan i samvinnu
viö eldri bróður sinn búnaðar- og
ræktunarstörf á fööurleifö sinni, sem
þeir siðar skiptu sin i milli eftir aö
foreldrar þeirra voru hættir búsýslu og
fjölskyldur þeirra stækkuðu og umsvif
urðu meiri. Þrátt fyrir þaö mun aldrei
hafa slitnaö sá þráður, er tengdi þá
saman um afkomu hvors annars og
hag.
Þegar Sigurgeir stofnaöi sitt eigiö
heimili, hafði hann fest ráð sitt og
gengið að eiga frænku sina, önnu
Axelsdóttur, sem alla tiö hefur reynzt
honum vel, styrk stoð og nærfærin,
einkum i hans langa og erfiða veik-
indastriði, enda mat hann hana mikils.
Þau Anna eignuðust fjögur börn,
sem öll eru uppkomin: Karl Asgeir,
verzlunarstjóra á Hvammstanga,
Axel, sem veitir forstööu búinu á
Bjargi, Elinborgu, tónlistarkennara,
og Arinbjörn, vélvirkja. Eftirlifandi
systkini Sigurgeirs eru þau Margrét
búsett I Reykjavik og Páll á Bjargi.
Eftir að þau Sigurgeir og Anna hófu
búskap á Bjargi, þar sem þau bjuggu
allan sinn búskap, hafa þau byggt upp
öllhús, framkvæmt stórfellda ræktun,
þar sem áður voru holt og mýrar, en
eru nú stórir töðuvellir og land allt
girt. Er hér veröugt ævistarf, sem aö
baki er og eftir skiliö komandi kynslóð.
Þó er ekki hægt að skiljast svo við
þennan þátt, án þess að minnast um
leið samstarfs þeirra bræðra, þvi þótt
Páll, bróðir hans, hafi áður byggt yfir
sig og sina fjölskyldu i sama túni, þá
var það samt svo og fram eftir árum,
aö full samvinna var meö þeim um
ræktun og bústörf, og það, sem var
velgengni annars, var hagur hins.
Þessi sterku ættarbönd, er ávallt voru
á milli þeirra systkinanna, hafa mér
fundizt bera vitni góðum jarðvegi, sem
þau eru vaxin úr, göfgi og manndómi.
Heimilið á Bjargi hefur um langa tið
verið rómað fyrir gestrisni og
höfðingsbrag. Þangaö sóttu menn um
langan veg til samfélags og góöra
funda, og mætti svo verða enn um
sinn.
Að endingu, nú við leiðarlok vil ég
kveðja þennan mág minn meö inni-
legri þökk fyrir allt það góða, er ég og
min fjölskylda nutum hjá honum
heima og aö heiman. Nú siðustu tim-
ana eftir að veikindi hans ágerðust
dvaldi hann oft á heimili minu i hinni
vonlausú bið. Þá undraðist ég æðru-
leysi hans og sálarró og hversu létt var
að fá fram gleöiglampa á andlitið og
ljúflegt andsvar ofar striöi og þraut.
Biessuð sé minning hans.
öllum ástvinum hans, eiginkonu og
börnum, bróður og systur, sem sjá á
bak kærum vini, sendi ég djúpa sam-
úöarkveöju.
Drottinn gaf og Drottinn tók,
lofað veri nafn Drottins.
Arinbjörn Arnason.
12
íslendingaþættir