Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 8
Tómas Þórðarson fyrrum bóndi 1 Vallnatúni F. 17.1. 1886. D. 17.11. 1976. Tómas Þóröarson, fyrrum bóndi i Vallnatúni undir Eyjafjöllum, er andaöist á Landspitalanum 17. nóv. var til moldar borinn frá Asólfsskála- kirkju 27. s.m. Tómas fæddist 17. jan. 1886 á Rauöafelli og voru foreldrar hans Þórður Tómasson, bóndi og for- maður, og kona hans, Guörún Tómas- dóttir frá Varmahlið. Þau voru alls 17 börn þeirra Rauðafellshjóna og var Tómas næstyngstur þeirra. Nokkur barnanna féllu frá á unga aldri og þau, sem upp komust, dreifðust i ýmsar áttir eins og gengur. Meðal annars fóru tveir bræður Tómasar til Ame- riku, svo sem margir gerðu á þeirri tið. 011 voru þessi systkin dugnaðar — og manndómsfólk, sem hvarvetna kom sér vel áfram og lá ekki á liði þungu raun og sáru sorg að sjá föður sinn látinn, svo ungan mann. Þar er sannarlega gott fordæmi. Nú þegar Borgþór hefur verið kallaður byrt héðan, á brautu himn- anna, og ég fæ ekki framar talað við hann á heimili hans og frænku minnar, þá vil ég þakka honum viðmót hans við mig allt frá okkar fyrstu kynnum, og kveðja hann með eftirfarandi dánar- stefi: Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa i gildi. Hún boðast oss i engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar i tni, að ekki talið sé. I aldarstormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. E.B. Eiginkonu Borgþórs, sonum, for- eldrum, tengdadóttur og öðrum ' vandamönnum hanssendi ég innilegar samúða rkveðjur. Ingveldur Gisladóttir. 8 sinu. Hafði Tómas ekki sizt þá eigin- leika til að bera i rikum mæli. Ungur hélt Tómas úr föðurgaröi, með þvi að hann var tekinn i fóstur af þeim hjónum, Þóru Torfadóttur og Einari Tómassyni, móðurbróður sin- um, i Varmahlið. Einar dó árið 1889. Giftist Þóra þrem árum siðar mági sinum Sigurði. Ólst Tómas upp hjá þeim á annáluðu myndar- og menningarheimili. Snemma vandist hann allri vinnu og þótti fljótt liðtækur að hverju sem hann gekk. Var hann jafnvigur til starfa hvort sem var til lands eða sjávar. Meðal annars reri hann fjölmargar vertiðir i Vest- mannaeyjum og var manna eftirsótt- astur 1 skiprúm. Þar lenti hann oft i harðræðum eins og fleiri, svo að stund- um mátti vart tæpara standa. En Tómas bjargaðist alltaf og átti það þvi mest að þakka hversu bráðröskur hann var og snarráður. Einna tæpast stóð þetta þó, er hann bjargaðist naumlegaaf vélbátnum Haffara, þeg- ar hann fórst i stórsjó og fárviðri við Eyjarnar árið 1916. Þótti sú björgun ganga kraftaverki næst, en hvatleikur Tómasar, hreysti og gifta voru slik, aö alltaf rættist úr fyrir honum á hinn bezta veg. Tómas varslíkur maður, að allt lék i höndum hans. Hann var mikill verk- maður, ágætur smiður á tré og járn, bjargmaöur frábær, svo að fáir stóöu honum á sporði, og einstaklega laginn að hverju sem hann gekk. Jafnan var hann hress og glaður á að hitta, raun- góður og greiðvikinn, viðræðugóður, tryggur og vinfastur. Þá var hann mjög skýr, las jafnan mikið og var margfróður. Sérstakt yndi hafði hann af tónlist og söng og kunni að gleðjast á góðri stund. En i aðra röndina var hann alltaf alvörumaður, sem i öruggri trúarvissu treysti á guðlega forsjón og handleiðslu. Arið 1919 urðu mikil þáttaskil i lifi Tómasar. Þá kvæntist hann Kristinu Magnúsdóttur frá Yzta-Skála, hinni ágætustu konu. Sama ár reistu þau bú i Vallnatúni, þar sem þau bjuggu siðan samfleytt i fjóra áratugi. Var hjóna- band þeirra gott og farsælt og heimilisbragur allur til sannrar fyrir- myndar. Gestrisin voru þau og glað- vær og gott til þeirra að koma. Einnig dvöldust hjá þeim nokkrir aldur- hnignir einstaklingar, sem fáa áttu aö, og nutu þar góðvildar og frábæfrar umönnunar til hinztu stundar. Jörðina i Vallnatúni bættu þau mjög að bygg- ingum og ræktun og komust allvef af, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Börn þeirra hjóna urðu fjögur. Eru þau öll á lifi og hafa erft i rikum mæli mann dóm og dugnað foreldra sinna og for- feðra. Þau eru sem hér segir: Krist- íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.