Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 16
Áttræður Einar S. Albertsson Björgum í Hörgárdal A Heiðarhúsum á Þelamörk eru nú grónar tóftir, sem minna á fyrri mannvist og lifsbaráttu fólksins, þeg- ar landið var albyggt frá innstu dölum og heiðadrögum og fram á yztu nes. Ekki var þó svo afskekkt á Heiðarhús- um sem mörgum þeim bæjum, sem nú eru gengnir I eyði, né langt til annarra byggðarbóla miðað við það, sem viða var. Skútar, sem nú eru einnig auðir, og Grjótgarður eru all nokkru neðar, en aðalbólið Laugaland, fornt kirkju- setur, á háum bökkum niður við Hörgá. Uppi i heiöinni er viðsýnt mjög og sumarfgurt. Horfir þar yfir utan- verðan Eyjafjörð og út i hafsauga, en fjallafegurð við brugðið. Hið næsta bænum er grösugt og kjarnaland, en ærið snjóþungt. A siðasta áratug 19. aldarinnar sett- ust að búi á Heiðarhúsum ung og framsækin hjón, Albert Guðmundsson og Júniana Jónsdóttir, borin og barn- fædd i næstu grennd. Var Júniana dóttir Jóns hreppstjóra á Laugalandi Einarssonar smiðs á Krossastöðum, Ólafssonar, og konu hans Guðrúnar Hallgrimsdóttur á Skútum, Arnason- ar. Jón á Laugalandi var kunnur góð- bóndi á sinni tíð og trésmiður, hrepp- stjóri f Glæsibæjarhreppi og nefndar- maöur. Hann dó 1915, hálf niræður, en hafði misst konu sina 1888 eftir 32 ára hjúskap. — Albert var ekki Eyfirðing- ur, þótt fæddur væri á Nunnuhóli I Möðruvallatúni og alinn upp þar og i Stóru-Brekku i Hörgárdal. Móðir hans var af ætt Jóns hins rika i Asi i Keldu- hverfi, Aðalbjörg Einarsdóttir. 1 Ætt- um Austfirðinga er hún talin hafa ver- ið skólaþjónusta á Möðruvöllum. Má vera, að hún ynni nokkuð á skólanum, en hún og maður hennar, Guðmundur Hafliðason, sem raunar er sagður Snorrason i Ættum Austfiröinga, munu hafa verið i þjónustu Jóns A. Hjaltalins skólastjóra og unnið að búi hans á Nunnuhóli, en sfðar voru þau i Stóru-Brekku, vinnufóik Stefáns kenn- ara Stefánssonar, er þar rak bú. — Guömundur Hafliðason var bróðir Guðrúnar húsfreyju f Neskoti i Flóka- dal I Haganeshreppi, en hún var gift Asmundi Eirikssyni, sem þar bjó 1852-1884, er hann fór búnaði sinum að Vöglum á Þelamörk. Telur Eiður Guð- 16 mundsson fræðimaður á Þúfnavöllum, að Guðmundur Hafliðason kæmi á vegum þeirra hjóna I Möðruvallasókn. — Auk Alberts á Heiðarhúsum voru synir hans og Aðalbjargar þeir Jón I Sörlatungu, bóndi þar 1909-1942, faðir Friðbjargar móður skáldanna Ingi- mars Erlends og Birgis Sigurðssona, og Sigurgeir á Vöglum. 5 börn Sigur- geirs og konu hans Ólafar Rósu Manassedóttur, systur Sigriðar móður Guömundar Karls Péturssonar yfir- læknis og þeirra systkina, dóu ung, en Aðalsteinn, bóndi lengst á Grjótgarði, vorið 1966. Magdalena i Hvammi, Sigurgeirsdóttir, er nú á Elliheimilinu á Akureyri, .nýlega áttræð, en Svan- friöur systir hennar húsfreyja i Hof- teigi i Möðruvallasókn, gift Guðna Jónassyni bróður Einars fv. hrepp- stjóra á Laugalandi. Arin, sem Albert og Júniana bjuggu á Heiðarhúsum var kallað góðæri i landi eftir kulda, is og áþján 9. tugar aldarinnar. Mun þeim hafa vegnað þar vel, en þær urðu lyktir, að Júniana dó af barnsförum að 3. barni þeirra hjóna, Valgerði, sem fæddist hinn 30. október 1900. Var Einar þá aðeins 4 ára, en Aðalheiður á 2. ári. Treystist Albert þá eigi til að halda heimili sinu og búi áfram, einn sins liðs og með 3 börn i frumbernsku. Réðst hann hið næsta vor til Stefáns og Ragnheiðar i Fagraskógi, og fylgdi Einar honum i vistina til þessara merku sæmdar- hjóna. Aðalheiður ólst upp á Kroppi i Hrafnagilshreppi og Valgerður lengst á Holtinu, sem kallað var, og svo á Hillum á Arskógsströnd. Varð Aðal- heiður siöar húsfreyja frammi i Eyja- firði, en nú um mörg ár á Ákureyri, en Valgerður giftist einnig og settist að á Hjalteyri, þar sem hún býr nú ekkja I Arnargarði. Tveggja ára veru feöganna i Fagra- skógi lauk á sviplegan hátt. Albert drukknaði af Skildi 1903. Fórst þá einnig bróðursonur hans, Leonarð frá Vöglum. Fór Einar eftir þetta aö Brakanda i Hörgárdal til Júliusar móðurbróður sins og konu hans Kristjönu Arnadóttur frá Laugalandi. Var heimili hans þar siöan fram um tvitugsaldur. Sem vænta má fór hann ungur að vinna fyrir sér og var i ýms- um vistum. Liðu svo árin og var hann vinnandi á nokkrum bæjum I Möðru- vallasókn, lengst i Fornhaga á viður- kenndu menningarheimili Páls Páls- sonar og Valgerðar Friðfinnsdóttur, og siðan með hinum kunnu ágætis- hjónum Arna kennara Björnssyni og Jóninu Þorsteinsdóttur á Nunnuhóli og i Stóru-Brekku. Haustiö 1937 réðst hann til prestshjónanna á Möðruvöll- um og hafði ekki vistaskipti upp frá þvi meðan þau sátu á staðnum, eða til 1966. Allan þann tima, i 29 ár, var Ein- ar fjármaður, en gekk þess utan að ýmsum störfum, sem til féllu á stór- býlisjörð. Fór þar mest fyrir hey- skapnum, sem var griðarlega mikill á Möðruvöllum. Tún eitt hið stærsta i sýslunni fram undir 1950, er faöir minn fór smám saman að minnka við sig bú- skapinn, en greiðfært og flatlent, sem hinar viðáttumiklu og nafnfrægu engj- ar jarðarinnar á bökkum Hörgár. — Vinnufólk var jafnan margt og verður varla talið nú allt þaö, sem var sam- tiða Einari á Möðruvöllum, en ekki mun fjarri lagi, að þar geti um eða yf- ir 60 manns. Eru þvi ófáir, sem minn- ast samvistanna við Einar, en sem að llkum lætur var ráða hans oft Jeitað, er hann var svo gróinn á staðnum og gagnkunnugur hverjum hlut. Var hann þvi gjarna kallaður ráðsmaður, en hent gaman af, er aörir dyggir og grónir vinnumenn vildu fremur láta til sin taka, en hættunni um slikan greinarmun daglegs lifs boðiö heim, er húsbóndin, bundinn umsvifamiklum embættisstörfum, sagöi jafnan litt fyr- ir um verk, nema á heyönnum. Fjárhús prestssetursins hafa lengi verið á Nunnuhóli, þar sem afi og amma Einars áttu heima i litlum bæ á öldinni, sem leið, en hann sjálfur minntist góðrar vistar hjá Arna og Jóninu á ungu árunum. Hér var allt riki Einars á vetrum. Engum kom til hugar að hafa minnstu afskipti af fjár- geymslu hans, og voru hann og Nunnu- hólshúsin órofin heild, reynslutryggð og vanabundin. Otbeit engin og inni- staða og heygjöf mikil, en ávallt tvi- mælt, 5-6 baggar á kind um veturinn, en frá hátiðum og fram á vor löng- umærin hiröing á hrossum. Sá var hér Framhuld á bls. 15 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.