Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 4
Jón Einarsson Austfiröinga segir enn fremur um Guö- laug: „Guölaugur Jónsson var á Hjalla i Vopnaf jaröarkaupstaö átti Guöbjörgu Jónsdóttur frá Skaftafellssýslu. Þeirra börn: Jón og Agnes, dd um fermingu”. (Ættir Austfiröinga, 4. bindi, bls. 792). Jón Guölaugsson kvæntist Jóhönnu Ölafsdóttur frá Vopnafiröi. Þau bjuggu fyrst um tveggja ára skeiö á Giljum á Jökuldal en fluttust siöan i Vopnafjaröar- kauptún. Jón var vegaverkstjóri i Vopna- firöi i mörg ár, annálaöur fyrir dugnaö og samviskusemi. Jón lézt áriö 1977. Frá Heiöarseli fluttist Sigfús meö fjöl- skyldusina aö Brunahvammi f Vopnafiröi og þar bjó hann þangað tilhannandaöist á aöfangadag jóla 1915. Næsta vor fluttist Guöbjörg meö tvo yngri drengina Vil- hjálm og Halldór i Vopnafjarðarkauptún og stofnaöi þar eigið heimili en elzti son- urinn Jón, mun þá hafa verið kominn i Ei- riksstaöi á JSaildal þar sem hann átti lengi heima. Léleg voru þau húsakynni, sem Guðbjörgu buöust i Vopnafjaröar- kauptúni og atvinnuhættir ekki slikir þar þá aö hún gæti séö fyrir sér og drengjun- um þar. Hún réöist þvi sem vinnukona i sveit með Halldór og fyigdi hann henni jafnan siöan þar til hún dó og naut hún aö- stoöar hans i ellinni. Halldór er nú á Torfastööum i Vopnafiröi hjá þeim Alfreö Péturssyni og Guönýju Runólfsdóttur, sem þar búa. Þar á hann svo gott athvarf sem best verður á kosiö. Þökk sé þeim Torfastaöahjónum og heiður fyrir þaö. Frá Vopnafjaröarkaupstaö fluttist Vil- hjálmur Sigfússon fyrstsem iéttadrengur i Arnarvatn til Jóns Helgasonar bónda þar og síðain I Ytri-Hliö til foreldra minna Þetta var áriö 1916 þegar Vilhjálmur var 12 ára gamall. I Ytri-Hliö hefur Vilhjálmur verið siöan. Fyrst hjá fööur mfnum, Sigurjóni Hallgrimssyni til 1924 og svo hjá undir- rituöum allan hans búskap eöa I 50 ár. Og nú siðast hjá Sigurjóni syni minum og konu hans. Hann er þvf búinn aö vinna þessum heimilum i Ytri-Hiiö I þrjá ættliöi og meira þó, þvi aö hann hefur einnig liösinnt barnabörnum minum. Vilhjálmur, Villi, eins og hann er jafnan kallaöur innan fjölskyldunnarog einnig af fleirum.er einn af þessum trúu og dyggu mönnum, sem allt vilja fyrir alla gjöra. Ahugi hans er einstakur. Hann er ekki einasta duglegur, heldur er hann alltaf boöinn og búinn' til allra verka hvort heldur er úti eöa inni og þaö þurfti ekki alltaf aö vera aö segja honum til verka. Hann virtist finna á sér hvað gjöra þurfti og var þá farinn þangaö fyrstur manna. Og enn sinnir hann störfum af fremstu getu fyrir þetta heimili. Þaö hefur veriö ómetanlegt aö hafa notiö starfa þessa dygga manns I öll þessi ár. Fyrir þaö vil ég hér meö flytja honum á þessum tima- mótum innilegar þakkirfrá okkur hjónum og öllu okkar fólki, meö ósk um friðsælt ævikvöld. Friörik Sigurjónsson Fæddur 8. febr. 1923. Dáinn 22. júli 1979. Já, biliö er stutt, milli bliöu og éls og brugöist getur lukkan, frá morgni til kvelds. Jón Einarsson, sem hér veröur minnst, i stuttu máli, var einn af þeim mönnum, sem lögöu hönd aö uppbyggingu Raufar- hafnar-þorps, og atvinnulifi þar, um og uppúr miöri þessarri öld, og áttu heimili sitt hér, öll uppvaxtar og manndómsár sin eöa um rúmrar hálfrar aldar skeiö, sem honum var llfiö léö. Hann mátti reyna þau lifssannindi, sem fleiri atvinnurekendur, aö atvinnurekstur er ekki ávallt neinn dans á rósum, og kemur oftar samfélag- inu til góöa en þeim, sem þar standa fyrir störfum og ábyrgö bera á fjárreiöum, þvi „sjaldnast er viö ósinn eins og uppsprett- ina dreymir”. Jón var fæddur aö Skinnalóni 8. febrúar 1923, en fluttist til Raufarhafnar meö for- eldrum sinum og systkinum, á ööru aldursári til aöseturs. Systkinin voru 5 sem uppkomust, og var Jón yngstur. Hin eru Kristin fyrrv. ljósmóöir, Hólmfriöur lengstaf bústýra bróöur sins, Indriöi og Stefán útvegsmenn á Raufarhöfn. Foreldrar Jóns, og þeirra systkina, voru Hildur Stefánsdóttir, frá Skinnalóni, dóttir Stefáns Jónssonar Sigurössonar og Kristinar Jónsdóttur Sigurössonar, en kona Jóns SigurÖ6Sonar og móðir Stefáns afa Jóns Einarssonar var Ása dóttir Stefáns Eirikssonar bónda og hreppstjóra i Skinnalóni, sem var bróöir Magnúsar Eirikssonar kand, theol I Kaupmanna- höfn, sem islenzkir stúdentar þar kölluöu „Frater”, og þeirra systkina. Þessi ætt- bálkur er oröinn allfjölmennur og dreifö- ur um landiö. Einhverjir af ættinni hafa þó haldið Skinnalón, hátt á aðra öld. Jón Helgason ritstjóri Timans, sendi frá sér bók á árinu 1978, þar sem segir mjög frá þessari hérnefndu Skinnalónsætt. Faöir Jóns var Einar Vigfússon, frá Núpi i öxarfiröi, sonur Hólmfriöar Guo- brandsdóttur, frá Syöri-Brekkum á Langanesi, og er sú ætt m jög f jölmenn og dreifö oröin og þar i margt kjarnafólk. Faöir Einars var Vigfús Nikulásson bóndi á Núpi, Einarssonar bónda i Klifs- iiaga, Runólfssonar bónda i Hafrafells- tungu, er sonur var séra Einars Nikulás- sonar prests á Skinnastaö sem kallaður var, af almenningi, „gaidrameistari”. Lengra rakiö, voru þessir langfeögar, komnir af hinum merkustu höfðingjaætt- um landsins, svo sem Asverjum, og þar meö Reykjahliöar-ætt, hinni fornu, sem öörum þræöi var frá séra Jóni Mariu- skáldi, presti á Grenjaöarstaö, og einnig frá Hrólfi.hinum sterka, lögréttumanni á Alfgeirsvöllum, þvl Björg Arngrimsdóttir sýslumanns á Stóru-Laugum, var kona Runólfs Einarssonar i Hafrafellstungu og móöir Einars I Klifshaga, sem áöur er getiö, og lengra má þetta rekja, til stór- menna sögunnar, sem yröi hér of langt mál. Jón byrjaöi ungur, aö stunda sjóinn, meö eldri bræörum sinum, á þiljuöum vélbát, sem fjölskyldan eignaðist, og reyndist snemma ötull og lagvirkur starfsmaður. Hann sótti vertiöir til Suður- lands, á styrjaldartárunum og fram yfir þau, og tók þátt i siglingunum til Bret- lands, með isaöa fiskinn i styrjöldinni, sem þurfti nokkurt áræöi til, en sú starf- semi Islendinga, var Bretum ómældur styrkur, i styrjöldinni. Um 1950 er Jón Einarsson alkominnn heim, en hafði stundum veriö heima á sumrum. Þá var fjölskyldan búin að eign- ast nýjan og nokkuð stærri vélbát, og fór Jón þá fljótlega aö sjá um og standa fyrir framan um útgerö á honum, sem var ýmsum vonbrigöum og erfiöleikum bundinn.bæöi vegna hins mikla sildariðn- aöar, sem þá fór fram hér, og fiskileysis hér viö Noröausturland á þeim árum. Hann var verkstjóri og sildarmatsmaöur hjáHafsilfrih/fsumariö 1961, sem Sveinn Benediktsson átti mestan hlut 1 og rak hér á Raufarhöfn, um nokkur ár. Sú söltunar- stöö framleiddi, þetta sumar flestar sildartunnur, allra söltunarstööva a.m.k. noröan og austanlands, en Sveinn hætti, viö þaö rekstri hennar ogseldi hana voriö 1962. Voriö 1962 stofnaöi Jón Einarsson, á- samt Jóni Gislasyni Hafnarfiröi o.fl. hlutafélag, sem hlaut nafniö „Sildin” og geröizt Jón Einarsson framkvæmdar- stjóri fyrirtækisins. Hann hófst þegar handa af miklum dugnaöi, aö draga aö efni og byggja söltunarbryggju og hús- næöi yfir verkafólk, sem flest varö aö fá aökomiö, þar sem fyrir voru, i starf- rækslu 6 stórar söltunarstöövar hér. Fyrir dugnaö og áverkni Jóns komust þessi mannvirki þaö vel til vegs, aö þar var starfrækt sildarsöltun, þar sama sumar i talsveröum mæli. Jón Gislason o.fl. lögöu til sildveiöiskipin. Veturinn og voriö eftirvar stööin fullgerö, og var hin myndarlegasta. Þessi mannvirki standa þarna öll enn, sem minnisvarði um Jón Einarsson, og framkvæmdahug hans og eru nú gerö og notuö til annarrar iönaöar- framleiöslu. 4 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.