Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 10
Gísli Þórarinsson Um langt árabil bjó á Neörabænum i Borgarhöfn Gisli Þórarinsson fyrst sem aöstoöarmaöur fööur sins, og eftir lát hans meö Jóni bróöur sfnum og Guönýju systur sinni. A Neörabænum bjó lika Stefán bróöir Gisla og kona hans Helga SigfUssdóttir. Jón andaöist 22/2 1955 en Guöný I ágiist 1961, hún er jarösett 18.þess mánaöar.Þaö haföi alltaf veriö samvinna meö fjölskyldunni á Neörabænum utan bæjar, og þaö hélst enn þó Jón og Guöný væru horfin Ur hópnum uns Gisli hætti alveg búskap, bæöi vegna aldur og þá fremur sjóndepru. Eftir aö Gisli varö ein- stæöingur I búskapnum innanbæjar var hann i mötuneyti hjá þeim i hinum bæn- um, þeim Helgu konu Stefáns og Jóhönnu dóttur þeirra. Hvor fjölskylda átti sina ibúö. Ég brá mér austur aö Neörabæ i fyrra- sumar (1978) til þess aö hitta þennan gamla vin minnog frænda aö máli, hann hélt sér andlega, en sjón var oröin mjög döpur. En andinn liföi æ hinn sami, hon- um fipaöist ekki frásagnalistin. Nú ætla ég aö spyrja þig Gisli en þú segir frá. Fyrsta ferö min út af bænum sem ég man varaö mamma fórvestur aö Brunnum og ég meö henni. Þá var veriö aö reisa timb- urhúsiö á Kálfafellsstaö, sem aö mestu var byggt úr bjálkanum mikla sem rak á Sléttíeitisfjöru sem var hjáleiga frá i Kálfafellsstaö, en staöurinn átti allan stórrekaaf fjörunni. Égfórungur aö sitja hjá kviám og smala þeim, ekki var ég gamail þegar ég fór i gegningar á vetrin meö þeim sem eldri voru. Þetta var allt gaman fvrir unpan mann. Ég var tólf ára þegar ég fór fyrst á sjó, þá var róiö frá Bjarnarhraunssandi eins og jafnan fyrr og siöar. Þaö öfiuöust 18 i hlut, en ég dró 27 fiska. Þaö þótti held- ur mikið aö láta strákinn hafa þetta allt, þó þaö væri yfirleitt venja að unglingar fengu þaösem þeir drógu þegar þeir fóru fyrst á sjó en ég fékk heilan hlut og fékk þaö úr þvi. Viö fórum fljótt systkinin þegar þróttur leyföi aö taka þátt i vinnunni. Bú foreldra okkar var stórt á þá tima visu, þurfti þá oft á mikilli vinnu að halda. Hvaö heldur þúaö flestfé hafi verið hjá ykkur? Fullorönir sauöir foru 191, veturgamlir sauöir og geldar ær 50-60 ær, lemdar 142, lömb 104 ásett. Þaö hefur verið um 500 fjár hjá ykkur meö hrútum? Það mun oft hafa látið nærri um þaö. Viö fengur hrút frá Baldursheimi, undan honum fengum viö góöar kindur. Það var ekkert lamb sett á 1918, 12 þeim vænstu var lógaö heima. Hvaö helduröu aö mest hafi verið heyj- að sem þú manst? 510 hestar. Siöast var fært frá 1924, þá 50 ám. Ég hygg aö kviærnarhafi oftast veriö kring- um þaö. Einhvern timan heyrði ég þaö aö Neðribæjarheimiliö hefði veriö meö þús- und pund af þveginni ull. Tala þúsund var þá mikiö orö i munni. Þetta mun rétt vera, Guömundur frændi i Borgum var meö eitthvaö meiri ull, og einu sinni heyröi ég þegar hann var i Borgum hafi hann átt 250 sauði. Hún hefur veriö auösæl þessi ætt. Hvernig var þaö meö slysiö sem leiddi til þess aö þú fékkst staurfót? Þaö var svoleiöis aö viö vorum viö hey- skap hér vestur i landi viö tjörn sem heitir „Skarðá”, vorum aö skera grasiö i henni af bát, Magnús i Gamlagaröi var meö okkur. Viö tylltum okkur niöur þarna viö tjörnina til aö boröa miödagsmatinn. Mér þótti ekki fara nógu vel um mig þar sem ég settist fyrst og dró mig þvi á fjórum fótum aöeins á staö sem mér þótti betri. Allt i einu skerst eitthvað skerandi sárt I læriö á mér rétt ofan viö hnéö. Ég horfi aðeins til baka og lft niður, sé ég þá aö blaö á hnif stendur upp úr grassveröinum og brotinn um þaö helmingur ofan af þvi sem haföi stungist inn i læriö á mér. Blaö- iö var kolryögaö. Hnifurinn hefur veriö búinn að liggja þarna f fleiri ár, frá þeim tima aö fólk hefur boröaö þarna og veriö viö heyskap sem oft var árlega og annaö hvortgleymteöa týnthnifnum þarna. Þaö var vandlega leitaö aö brotinu af blaöinu þarna ástaönum enekkert fannst, taliöaö þaö hefði staöiö eftir i stungunni þó lækn- irinn gæti ekki fundiö þaö. Þaö blæddi mikiö úr sárinu, siöan hljóp spilling I þaö. Læriö bólgnaöi og gróf i sárinu, og ég haföi miklar þrautir. I rúminu lá ég svo fram á einmánuö þá fór ég fyrir alvöru á fæturmeö staurfót sem ég hef haft siöan eins og þú veist. En mér finnst ef eitthvaö rekst harkalega á lærið, þá stingist eitt- hvaö i þaö. Og nú er hann Gísli Þórarinsson á Neörabænum i Borgarhöfn dáinn, hann andaöist 18. október s.l. Meö Gisla er góö- ur drengur genginn til grafar, drengur sem i hvfvetna mátti treysta, hvort sem var i félagsmálum eöa sem einstakling- um, hann mátti ekki I neinu vamm sitt vita. MeöGisla erfallinn i valinn einn af þeim örfáu sem nú eru á lifi af þeim sem stóöu aö stofnun Kaupfélags A-Skaftfell- inga 1920. Þar reyndist hann góöur stuön- ingsmaöur eins og fleiri. Hann lagöi drjúga upphæö á þá ti'ma vfsu i Innláns- deild K.A.S.K. á stofnári þess. Innláns- deildin var notuö til þess aö greiöa Þór- halli kaupmanni Danielssyni verð þeirra fasteigna sem af honum voru keyptar og innlánsdeildin dugöi til. Gisli var vel gerður bæði til likama og sálar, hann var þrekmaöur til vinnu þó meö staurfót væri, hann var ekki margoröur um almenn mál, en hugsaöi þvi betur þaö sem hann sagöi. Ef hann heyröi aö einhverjum var hallmælt, var hann vis aö segja, viö skul- um ekki vera aö tala um þetta, heldur tala um eitthvaö annaaö og oröin voru sögö I þeim tón aö það fylgdi þeim full alvara. Engum datt f hug aö veitast aö Gisla i oröi til þess var hann of heiöarlegur. Hann var sérstaklega vinfastur. ViðGisli vorum ná islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.