Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 5
En þarna varð ekki lengi höfö viðstaöa,
þótt til væri vandað, aðeins 3 -4 ár þvf
siklin, sem á var treyst, hætti að ganga
vestur með landinu að noröan, og hélt sig
nú austan við landið og austur í hafi, svo
sem kunnuát er, og öllum kom mjög á ó-
vart, það háttalag, og þar var stofninn af
vorgotssildinni veiddur upp, að heita
mátti, á „Rauða torginu”, svokallaða, þvi
þar söfnuðust margir hrafnar að hræi, og
sumir ekki smátækir, en ekki meira um
það.
Aðalfélagi Jóns Einarssonar, Jón Gisla-
son lést á árinu 1963, eöa 64 og bií hans þá
tekið til skiptameðferðar. En Jóni Einars-
syni var ekki uppgjöf i' hug. Honum kippti
þar i kynið, til sinna fornu ættmanna, á 16.
og 17. öld, enda höfðu þessi tvö fyrstu
rekstursár, gefið viðunandi árangur.
Hann tók nú inn i félagið ungan og röskan
húsasmið og upp var drifin söltunarað-
staða á Seyðisfirði með söltunarbryggju
og húsaskjóli fyrir starfsfólk. En enginn
hefir mátt til að standa gegn náttúru-
öflunum, þegar þau snúast öndverö viö,
ogsvofórhérogviðar. Þessi söltunarstöð
á Seyðisfirði var notuð eitthvað tvö sumur
eða svo og þar með var endapunkturinn
dreginn við framleiðslu á Norðurlandssild
i þessu landi. En eftir stóðu mannvirki
norðan og austan lands, mörg hundruð
milljón króna virði sem meira og minna
litið hefir úr orðið. Svona óvæntir hlutir,
verða að teljast til náttúruáfalla.
Jónhafði snemma á sjötta áratugnum,
byggt sér snoturt einbjflishús hér á
Haufarhöfn, og bjó þar fram yfir 1970, að
hann lét það af hendi viö viðskiftabanka
sinn, í uppgjöri, eftir sildarasvintýriö, en
komst nokkru siöar yfir nýlegt hús hér,
nokkru stærra, en litið meira en fokhelt.
Standsett varö það allgóöar tvær ibúöir,
°g bjó þar, til þess yfir lauk.
Bjartsýni og baráttuþrek Jóns hvarf
ekki með sildinni, hann tók aftur til að
gera út, á þorsk og grásleppu. Hann tók
islendingaþættir
nú, á ný viö gamla fjölskyldubátnum, og
keypti annan stærri, um 60 rúmlestir, i
félagi við systurson sinn. Þremur árum
siöar.eða svo seldi hann þessa báta báða,
en lét byggja á Seyöisfirði 35 rúmlesta
stálbat, með aðstoð og i félagi við Guðjón
Guðnason lækni, svila sinn. Hann gerði
sér glæstar vonir, með þennan bát, og gaf
honum nafn móður sinnar „Hildur
Stefánsdóttir”, enda var bátur þessi vel
úr garði gerður, að öllum búnaði. Þetta
var siðasta stóra átak Jóns, og hann naut
þess heldur ekki lengi. Um þriggja ára
skeið, gerði hann út þennan bát með
nokkrum árangri, en þar þurfti nokkuð
til, þvi hér var um dýrt framleiðslutæki að
ræða. Hann kom upp kæliklefa, meö
freon-vélum, fyrir beitu og bjóð, i húsum
„Sildarinnar”, sem hann náði aftur eöa
hafði alltaf umráð yfir, flestum.
En nú var ekki meira léð, þessi eldhugi
og dugnaðarmaður, aðeins hálf-sextugur,
missti heilsuna, tiltölulega nokkuð snögg-
lega. Hann gerði sér grein fyrir, að starfs-
dagurinn gæti verið að kveldi kon^inn,
seldi sinn ágæta bát og ráðstafaöi öðrum
eignum, nema Ibúðarhúsinu, og hvarf til
Reykjavikur, undir lækna hendur og lést
þar á s júkrahúsi þann 22. júli, sem áður er
sagt.
A öndverðum sjötta áratugnum kvænt-
ist Jón Einarsson ágætri konu, Guðnýju
Aðalbjörgu Pétursdóttur frá Oddsstöðum
á Sléttu, sem núlifirmann sinn, þau voru
barnlaus, en ólu upp frá frumbernsku
dótturson Jóns, en þá dóttur haföi hann
eignast á sinum yngri árum. Hjá konu
sinni átti Jón mikinn styrk, viö fram-
kvæmdir sinar og starfrækslu alla, þvi
hún sá alveg um skrifstofuhald fyrirtækja
þeirra og daglegar fjárreiður, heima-
fyrir en Jón bar af þvi þungann útáviö.
Jón Einarsson var tæplega meðalmaö- L
ur að hæð, sivalvaxinn og fremur grann-
vaxinn, snotur og snyrtilegur maður, og
kom vel fyrir sjónir. Hann ver greiða-
maður og gott til hans að leita, nokkuð
stórlyndur og harður i horn að taka, ef
þótti sér misgert, en sáttfús, ef eftir var
leitað. Hann gaf sig ekki mikið að félags-
málum, taldi sig ekki hafa til þess tima,
sat þó a.m.k. eitt kjörtímabil I hrepps-
nefnd Raufarhafnarhrepps.
JónEinarssoner horfinnaf sviðinu, við
höldum öll til sömu áttar, það er lögmál
lifsins. Þessar linur eru skrifaðar i þakk-
lætisskyni til samferðamanns og aö siður
gleymist sögunni, þessi athafnamaður
norðurhjarans sem örlögin voru þó oft,
nokkuð andstæð.
Ég vil, að lokum, senda frændkonu
minni, eftirlifandi konu Jóns, systkinum
hansog öörum aðstandendum, samúöar-
kveðju þótt siöbúin sé.
Raufarhöfn 10. nóvember 1979.
Hólmsteinn Helgason.
Bjarni
Friðriks
son
frá Vindheimum
F. 29.-4-1896 D. 25.-7.-1979.
Logn er að kveldi — liðin þraut,
lokið göngu um timans braut.
Horfið að baki húmsins sviö,
— himinsins fegurð brosir við.
Frændi, þú vökumaður varst,
vel þina ábyrgð og skyldur barst.
Sönn var þin hyggja, sönn þin dyggð,
sönn og órofin æ þin tryggð.
Göfuglyndi þú gæddur varst,
gerðarþokka æ með þér barst.
Heit þin voru sem handsöi — traust,
heitt var þitt geð og fölskvalaust.
Skil þin öll voru skýr og hrein,
skörp voru mörk- og stefnan bein.
Brast þig ei lán, þvi bjartan skjöld
barstu — fram á þitt hinsta kvöld.
Færi ég þakkir, frændi minn
fyrir hlýju og drengskap þinn.
Ætið var til þin gangan greið,
greypt er i vitund minning heið.
Kveður þig brúður kærleiksrik,
hvilik auðna, er gafst þér slik.
Ykkar tengsl voru af gulli gerð.
Guð hefur blessað ykkar ferð.
Saknaö er vinar — sæmdarmanns,
sæng þina prýðir rósakrans.
Siglir þú fleyi i sólarátt.
Sumar fagurt i vonum átt.
Jórunn ólafsdóttir,
frá Sörlastööum.
5