Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 9
gnúsdóttir sérstaklega tengdadótturina Steinunni Magnúsdóttur og tengdasoninn Þorleif Björnsson, sem hélt aíltaf umhyggjusömu sambandi við tengda- foreldrana eftir að hann missti konu sina. Jóhanna Magnúsdóttir fæddist 3. sept. 1898 að Hrútatungu i Hrútafirði. Nokkurra vikna gömul fer hún i fóstur að næsta bæ til Jóhanns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Bálkastöðum. Þau sæmdar- hjón ólu Jóhönnu upp og þar átti hún heima fram yfir tvitugt. En frá 17 ára aldri var hún i Reykjavik á veturna, var þar I vist og stundaði afgreiðslustörf. Eg er þess fullviss að Jóhanna hefur vei;ið lánsöm með fósturforeldra og hún hefurfengið gott uppeldi. Ég varð þess oft var að hún bar mikla virðingu fyrir Jóhanni og Guðrúnu á Bálkastöðum, fósturforeldrum sinum, og var þeim þakklát. Jóhanna hélt alltaf sambandi við ættingja þeirra og nánustu kunningja. Þar birtust hinir sterku eiginleikar i fari hennar, ræktarsemi og trygglyndi. Ég veit að Bálkastaðarheimilinu var hún tengd ^terkum böndum. Arið 1921 þann 16. júni giftist Jóhanna eftirlifandi eiginmanni sinum Guðlaugi Magnússyni. Það ár hófu þau búskap að Gunnarsstöðum i Hörðudal i Dalasýslu, en þaðan var Guðlaugur ættaður. Arið 1925 keyptu þau hjón jörðina Kolsstaði i Miðdölum og bjuggu þar i 22 ár eða til ársins 1947. Kolsstaðir var annálað rausnarheimili, enda var þar mikill gestagangur. Veitingar Jóhönnu voru höfðinglegar og gestrisni hennar tók öllu fram er ég þekki. Jóhann var mikill persónuleiki, hrein- skiptinn hispurslaus og glaðlynd. Hún lék á als oddi er gesti bar að garði. Það var þvi oft margt skrafað á Koisstöðum og mikið hlegið. „Komdu sem fyrst aftur” eða „komdu sem oftast” voru algeng kveðjuorð Jóhönnu. Um félagslegt gildi islenskrar gestrisni áður en hraði nútimans hóf innreið sina væri verðugt verkefni fyrir lærðan mann að skrifa. Jóhanna hafði rika samúð með þeim sem voru á einhvern hátt minni máttar. Hún var gáfuð kona sem margir sóttu ráð til. Ég kynntist þvi af eigin raun er ég liðlega tvitugur að aldri gerðist far- kennari i Miðdölum og byrjaði að kenna á Kolsstöðum. Þar var mér tekið opnum örmum, fræddur um margt, leiðbeint á ýmsan hátt og talinn i mig kjarkur. Slikt er alveg ómetanlegt. Mörgum rétti Jóhanna hjálparhönd. Hún var alltaf boðin og búin til að hjálpa þeim sem á hjálp þurftu að halda þvi að hún mátti aldrei aumt sjá án þess að reyna að bæta þar úr. Guðlaugur sá til þess að hana skorti aldrei neitt til þeirra hluta. Jóhanna og Guðlaugur eignuðust tvö börn, Mögnu f. 1928 d. 1969, hún var gift Þorleifi Björnssyni simvirkja og Jóhann fæddur 1930, bifreiðarstjóri, giftur Steinunni Magnúsdóttur. Arið 1947 bregða Jóhanna og Guðlaugur búi og flytja til Reykjavikur. Fyrst bjuggu þau að Framnesvegi 16, siðar á Sólvallagötu 26 og siðustu árin að Austur- brún 6. Það var sama hér i Reykjavik og á Kolsstöðum, hjá þeim hjónum var jafnan opið hús fyrir vini og kunningja sem voru margir. Jóhanna hélt uppi sömu rausn gagnvart gestum og gangandi meðan heilsa og kraftar entust. Lifi okkar má likja við ferðalag. Við þekkjum öll hvað það er mikils virði að hafa trausta og skemmtilega ferðafélaga. Jóhanna Magnúsdóttir frá Kolsstöðum er tvimælalaust i þeim hópi. Að leiðarlokum þakka ég Jóhönnu fyrir einlæga vináttu og hlýhug i minn garð og kveð hana með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minnig hennar. Eiginmanni, syni, og öðru venslafólki sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn ólafsson. Bjarnhéðinn Guðnason verkamaður á Húsavik og viðar Systurkveðja Vökuli bróðir, sem vannst langan starfsdag — baki brotnu, af fádæma eljusemi — i þágu annarra, án þess að kvarta yfir hlutskipti þinu. Undir vorsól bernsku þinnar var sá akur plægður og ræktaður til hins ýtrasta, en aldrei nógu vel að þér fannst. Hlýleik til allra hlaust þú i vöggugjöf — og innræti, sem var hreint og tært eins og döggin i morgunsáriö — um jónsmessuleytið. Kærleiksrikar hendur þinar >Wti. þvl ætið mjúkar og hlýjar á hverju sem gekk — og litfögur blóm varöa leið þina, hvort heldur er á vegi eða vegleysu. Samvistir okkar urðu alla tið, fremur stopular — þvi miður, en bros þin og bróður — hug man ég frá þvi ég var barn að aldri — og til hinstu stunda, vona ég. Eilifur guö gefi þér góða heimkomu, þar sem við eigum öll athvarf, þegar yfir lýkur. Fanney Guðnadóttir. islendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.