Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 12
Ástrós Halldórsdóttir frá Kötluholti f. 24. okt. 1913, d. 30. sept. 1979. Blessun Drottins ár og öld öllum hlifi niöjum þtnum. Allt það bezta eigi völd enginn hljóti slysagjöld. Þegar ævi kemur kvöld, hvild mér veit i faðmi þinum. Blessun Drottins ár og öld öllum hlifi niðjum þinum. Agúst Lárusson fyrrum bóndi og oddviti i Kötluholti á Snæfellsnesi lýkur ljóði sinu um fjöllum krýnda Fróðársveit á þessu fallega erindi. Þau Astrós Halldórsdóttir ' fluttust frá Búlandshöfða i Eyrarsveit út að Kötluholti vorið 1945 og bjuggu þar i sjálfsábúð i 29 ár, en seldu jörðina og brugðu búi þjóðhátiðarsumarið og settust aö i Stykkishólmi. Að visu var starfsdag- urinn orðinn langur eftir 43 ára búskap á Höfða og i Holti og Agúst kominn á átt- ræðisaldur, en hitt mun þó hafa meir um ráðið, að þau hjónin hættu búskapnum og fluttust inn i Stykkishólm, að börnin voru komin upp, nema aðeins hið yngsta enn i heimahúsum, er þetta var, en Astrós þurfti æ meir á læknishjálp að halda og var langdvölum á sjúkrahúsinu i Stykkis- hólmi hin siöustu 5 árin. Veikindanna hafði oröið vart, svo að ekki varð um villzt, árið, sem þau fóru að Kötluholti, og 1947 var svo komið, að hún hlaut að gang- i ast undir aðgerð i Kaupmannahöfn. Frá þeim tima má raunar segja, að hún hafi háð samfellda baráttu og gengi aldrei heil til skógar. Vakti æðruleysi hennar og hug- arstyrkur, dugnaður og þolgæði fulla að- dáun allra kunnugra i svo langæjum veik- indum. Hún var ung kona, aðeins 32 ára, þegar hún veiktist fyrst. Alla tiö siðan, eða i 34 ár, festi hún sjónir við hina góðu von i einlægu trúartrausti og þökkum fyr- ir hvern lifdag, sem henni auðnaðist að eiga með eiginmanni og börnunum. Þau voru i fyrstu bernsku, þegar móðirin missti heilsuna, Lára fædd 1935, Guðrún 1937 og Hjálmtýr 1943, öll á Búlandshöfða, en Sæunn miklu yngst, fædd i Ölafsvik 1953. — Húsmóðurstörfin hljóta að hafa reynzt heilsulitillikonu all erfið, en þar sá ekki á, þvi að maður hennar gerði allt, sem hann mátti til þess að létta henni byröi vinnunnar og hinnar nauösyn legu forsjár og börnin efldu íifsviljann og hinn andlega styrk. Ástrós var fædd að Kothrauni I Helga- fellssveit á siðasta dag i sumri 1913. Voru foreldrar hennar hjónin Halldór Péturs- son, ættaöur öðrum þræði frá Patreks firði, fen öðrum sunnan af Hvalfjarðar- 12 strönd, og Kristjana Guðmunda Guð- mundsdóttir frá ögri i Helgafellssveit. Bjuggu þau hjón fyrst i Hraunsfirði, en frál895 i Kothrauni. Þar lézt Halldór 1921. Hugðist ekkjan að halda áfram búi i lengstu lög, en skjótur endir varð á, er bærinn fauk hinn næsta vetur i ofsaroki og náttmyrkri. Flúði fólkið að Bjarnarhöfn og var Kristjana þar nokkur ár með yngstu syninna, Kristján og Sæmund, en þeir fórust ungir með togaranum Max Pemberton i byrjun árs 1943. A næsta ári eftir hina svipulu atburði, föðurmissinn og fallinn bæ að Kothrauni, fór Astrós til Guðrúnar systur sinnar og Guðna Elis- sonar manns hennar á Berserkseyri og var þar fram á unglingsár. Hlaut hún þá að ráöast i vistir og bjargast á eigin spýt- ur, sem algengt var um unglinga i fátækt þeirra tima. Réðist hún til ungra hjóna i Hraunsfirði, Daniels Matthiassonar og Ingveldar Pálsdóttur, sem lengi bjuggu þar og voru siðustu ábúendurnir, en jörðin fór i eyði 1958. Þegar Astrós var i Hrauns- firði var Agúst Lárusson vinnumaður á nágrannabænum Fjarðarhorni og tókust brátt þau kynni, sem leiddu til 50 ára samfyígdar. Voru þau á ýmsum stöðum hin næstu misserin, i Elliðaey og suður i Grindavik, en hófu búskap á Búlands- höfða i fardögum 1931. Landþröngt er þar úti við Höfðagilið og ræktunarmöguleikar ábýlisins litlir sem sjá má af þvi, að túnið á Höfða hefur aldrei náð 4 ha. Hljóta að- stæður ungra búenda að hafa verið erfiðar i fyrstu, er kreppan lá á með mestum þunga. En með góðri bústofnsrækt, mikilli vinnu og nægjusemi, reiddi öllu vel af, einkum þó hin siðari árin, á þessari kostarýru jörð, að þau gátu keypt Kötlu- holt og flutt út i Fróðaárhrepp eftir 14 ár á Höfða. Var nú umskipt mjög til hins betra, þvi að land er all mikið i Kötluholti og umhverfi allt búsældarlegra. Munu þau þvi hafa saknað litt hins fyrr jarö- næðis, enda festu þau brátt yndi i Kötlu- holti og horfðu björtum augum fram á veg, allt um skuggana, sem yfir færðust með veikindum hennar. En áfram var barizt hinni góðu baráttu og aðeins sól- skinsstundirnar mældar. Þrjú elztu börnin settust að I grenndinni að kalla má, er þau stofnuðu sin eigin I heimili, en Sæunn var i foreldrahúsum allt til 1976, þegar hún fluttist til óíafsvik- ur. En fleiri voru þær raunir, sem að steðj uðu, en veikindi Astrósar. Sá harmur var kveðinn að f jölskyldunni sumarið 1958, að Hörður, sonur Láru og fyrra manns henn- ar, Karls Magnússonar frá Tröð, lézt af slysförum, aðeins á 3. ári. Þá orti afi hans i Kötluholti huggunarljóð I krafti hinnar björtu trúar á eilift lif. Þar i eru þessar hendingar: Allar lifsins rúnir rekur, ræður dögum sérhvers manns. Drottinn gefur, Drottinn tekur, dásamleg er miskunn hans. Allt til lifsins aftur vekur i æðra heimi kærleikans. Og aðeins rúmum tveimur árum siðar, hinn 10. október 1960, dó Guðrún dóttir Astrósar og Agústs, 23 ára húsmóðir á Hellissandi, frá eiginmanni, Gunnari Guðlaugssyni á Sólbakka, og 4 ungum börnum. 2 hin eldri þeirra ólust upp með föður sinum, en Agúst Gunnarsson fór til ömmu og afa i Kötluholti og ólst þar upp, en Astrós systir hans, sem var aðeins tæpra 10 mánaða, þegar móðir hennar lézt, fóstraðist upp með Kjartani Þor- steinssyni og Huldu Sigurðardóttur konu hans i ólafsvik. — Enn batt Ágúst Lárus- son hugsun trega sins og vona i ljóð, konu sinni og ástvinum til huggunar: Heims þó lánið virðist valt, vel sé þeim, er léði. Drottins viiji er mér allt, eins i sorg og gleði. 1 þeim orðum kveðjum vér Ástrósu Halldórsdóttur, i orðum mannsins henn- ar, sem var karlmannlegur og styrkur, eins i sorg og gleði, og allt vildi gera i kær- leika, henni til hjálpar og bjartsýni, hvenær, sem að þrengdi, og nú getur hugsað til fjöllum krýndrar Fróðárbyggð- ar og sagt með fullum sanni hins þroskaða manns: Þegar ævi kemur kvöld, hvild mér veit i faðmi þinum. 1 þökkum hinnar margreyndu sálar, sem felur Guði allt og greinir hvergi að sorg og gleði, þvi að yfirskrift ævinnar er gleði, þegar horft er til baka, hin sjaldgæfa, kyrrláta gleði, sem er uppskeran af akrinum, þar sem sáð var með tárum. Agúst Sigurösson, á Mælifelli. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.