Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 11
frændur enda treysti hann mér vel. Einu sinni sem oftar var ég gestkom- andi á Neðrabænum, við Gísli og fleiri stóðum þar á hlaðinu og vorum að ræða um eitthvert má sem ég var að reyna að koma í framkvæmd fyrir hreppinn, það sagði einhver við megum ekki missa hann Steinþór. Ef ég frétti látið hans Steinþórs sagði Gisli þá vildi ég detta steindauður niður um leið. Ég þóttist viss á þessari stundu að Gísli meinti sem hann sagði, hreimurinn og þunginn i röddinni voru þannig, hann langaöi ekkert að lifa Þegar maðurinn sem hann treysti til góðra verka færi fallinn frá. En hann frétti aldrei látið hans Steinþórs. Þaö var hár aldur sem braut hinn beygða reyr sem með næðingarlífsins höfðu mætt um á ni- unda áratug milli bjartra skina sem felldi hann Gisla til jarðar. GIsli var fróðleiks- fús og hafði gaman aö fræöa aðra með frásögnum sem foreldrar afi og amma höfðu sagtbörnunum og barnabörnunum i rökkrinu meðan að beðið var eftir að kveikt væri lesbjart ljós i baðstofunni. Þegar bdið var að kveikja hófst sögulest- urinn, þá var öllum skemmt sagöi Gisli. Kvöldvökunum gleymi ég aldrei með sögulestrunum og öðru afþreyingarefni til að stytta stundirnar og létta lifiö, um kl. 10 voru húslestrarbækurnar teknar ofan af hillu, húslesturinn lesinn og sálmur sunginn fyrir og eftir lestur. Aö húslestr- inum loknum vorukyrnar mjólkaöar með þvi var kvöldvökunni hvert vetrarkvöld lokið. Nokkrum árum eftir að Gi'sli hafði feng- iðstaurfótinn fór hann með Gunnari mági sinum á Vagnsstöðum gangandi báöar leiðir noröur i Möðrudal að fá sér kyn- bótafé. Ekki dróst GIsli aftur úr mági sin- um þó góður væri hann göngumaður. Allstaðar sögðu þeir að sér hefði verið vel tekið og ekki sist I Möðrudal. beir voru 7 daganorður og 13 daga suður,fengu alltaf bliðskapar veður, smá regnúða hluta úr degi en stytti upp með bllðu. Þeir komu með 5 kindur frá Möðrudal. Ekki var að sjá á Glsla þegar heim kom að ferðin hafi verið “honum mikil þrekraun. Það, mun hafa verið haustið 1928 I sláturtiðinni að þeir mágar fór þessa ferð. Gisli var fjármaður góöur og hafði gaman að umgangast fé. Hann var I fyrstu stjórn Sauðfjárræktarfélags Suöur- sveitar sem stofiiað var um 1940 það félag hefur mikið gagn gert I sauðfjárræktinni I sveitinni, enda fylgt af áhuga. Foreldrar Gisla voru Guðríður Jónsdóttir frá Kálfa- felli og Þórarinn Gislason upprunnin I Suöursveit. Búskap byrja þau hjón á Skálafelli en flytja 1892 að Borgarhöfn og bjuggu þar sinn búskap, en við tóku börn- in þeirra hjóna sem áður getur af foreldr- um sinum látnum. Þau ráku bú sitt ásamt börnum sinum eftir að þau komust á legg meömyndarskap, enda lengi stærsta bú I sveitinni. Þau voru bæði verkmenn ágætir, Guðriöur mun hafa sniðið og saumað allan þann fatnað sem heimilis- fólkið þurfti, Þórarinn var talinn einn af bestu sjómönnum i Bjarnahraunssandi átakamaður mikill og fiskinn vel, og haföi ágætt vit á sjó. Hann var fjármaður góður og gafst ekki upp meðkindahópinn sinn þó tvisýnt veöur væri. Gisli faðir Þór- arins og föður amma min voru hálf syst- kini. Hann varhörkukarl, fróður frá liön- um árum og sagði vel frá, og glotti við þegar mergjað kom fyrir I frásögninni. Kona Gisla hét Guðný, Þórarinn var þeirra eina barn sem á legg komst. Guðriður og Þórarinn áttu 5 börn 3 sonu og 2 dætur, Stefán var þeirra elstur giftur Helgu Sigfússdóttur frá Leiti. Hann var oddviti Borgarhafnarhrepps yfir 40 ár. Bjó á Neðrabænum með föður sínum meðan hann hélt búi, siöar systkinum sln- um. Fleiri opinberum störfum gætti Stefán fyrir sveit sína. Var fyrsti deildar- stjóri Suðursveitardeildar hjá K.A.S.K. og hélt þvl starfi i fleiri áratugi. Sýslu- nefndarmaður sveitar sinnar var hann I mörg ár. Guðný giftist aldrei. Ég minnist lengst hvað brauðin voru góð sem hún bakaði, Sigriður gift Gunnari Gislasyni Vagnsstöðum, húsfreyja þar myndarleg I sinu starfi. Jón þeirra yngstur, gaman- samur og ég held léttlyndur giftist ekki. Dóvel miðaldraog Gisli sem ég skrifa hér um. öll eru þessi systkini látin. Gott fólk gengiö til grafar. GIsli var jarðsettur fyrsta vetrardag viö Kálfafellsstaðar- kirkju að viðstöddu mörgu fólki sem vildi sýna þessum aldna heiöurmanni hinstu viröingu með þvi aö fylgja honum siðustu sporin sem voru stigin meö hann að gröf- inni þar sem leiðirnar skiljafyrir fullt og allt. Suðursveit færir þér GIsli bestu kveðjur meö þökk fyrir allt. Ef þú mættir þakka kveðjuna get ég i hug þér að þú tækir und- ir með skáldinu og segöir. Allt þaö sem ég unni og ann, er i þinum faðmi bundið, allt það sem ég fegurst fann fyrir barst og heitast ann, allt sem gert fékk úr mér mann, og til starfa körftum hrundið. Allt sem ég unni og ann er i faðmi þinum bundiö. Meö einlægri vinarkveöju og þökk fyrir allt. Hala i þriðju viku vetrar 1979. Steinþór Þórðarson. Soffía Ingimarsdóttir símstöövarstjóri á Þórshöfn t ljáfari dauðans liggur ein lilja úr okkar sveit, Andi vor er svo hryggur auðan er litum reit. Þar sem að ljúfust liljan lýsti oss áður fyr næðir um nöpur kyljan frá náströnd við gullnar dyr. En bak við þær dyr býr dögun dagsins sem aldrei þver, þar ljúfum und friðarlögum laugast má sála hver. Drottins I dýrðarljóma dvelur nú liljan kær, hlustandi á unaðsóma allífi drottins nær. islendingaþættir Þar með þér i mærum friði mætir ástvinaf jöld, á sólgylltu kærleikssviði er sýnt bak við dauðans tjöld. Laus ert við þjáning Hfsins leyst undan sárri þraut, horfin úr heimi kifsins heimflutt i drottins skaut. En við, sem eftir stöndum á elfunnar miklu strönd, lifsins i hrjósturlöndum uns leyst verða okkar bönd, kveðjum þig kæra lilja, kveðjum með djúpri þökk. Þungt er við þig að skilja sú þolraun er táraklökk. Börn þin, systur og bræður blessun þér veita á för, Einn sá sem öllu ræður óskunum veitir svör. Inn gakk I englariki ástrlka liljan frlð, englum svo lif þitt liki ljósberi alla tið. En hinsta kveöjan skal hljóma frá honum er meö þér stóð, i endurminningu óma ævinnar hugvær ljóð. Þótt þungt sé i þraut að skilja er þjáning ei lengur hörð. Aðlýtur einum vilja allt bæði á himni og jörð. Aðalbjörn Arngrimssson, frá llvammi. Fædd 20. mars 1912. Dáin 1. nóv. 1979. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.