Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 13
Guðmundur Kristján Agústsson fráVik Þaö var mikiö um aö vera i Sellátri 4. desember 1918. Þá fæddist myndarlegur drengur hjá þeim hjónunum Magöalenu Nielsdóttir og Ágtisti Pálssyni, sem þá áttu heima þar. Siðar um veturinn kom presturinn Asmundur Guömundsson, sem seinna varö biskup, og skiröi sveininn. Hann hlaut nafniö Guömundur Kristján. 1 Sellátri gekk hann sin fyrstu spor og var þar fyrstu 4 árin i lifinu. Honum þótti alla tiö vænt um staöinn. Eitt sinn sagöi hann viö mig er viö gengum saman um eyna aö sér þætti vænt um aö vera fæddur i Sel- látri. Átta ára kemur hann meö foreldrum sinum i Vik viö Stykkishólm, og viö þann stað tók hann þá tryggö sem aldrei rofn- aði. Mikiö vatn er nú til s jávar runniö, siöan hann lék sér viö vtkur og voga fyrir ofan Stykkishcílm. Ég vissi aö hann átti sinn eftirlætis staö i nágrenni Vikur, þar sem gáfaður og hugsandi uppvaxandi ungling- úr reyndi að ráöa gátur Hfsins. Hann átti gottt heimili og foreldra sem skildu hann og leyföu honum aö eiga sinar einverustundir, svo aö sál hans gæti þroskast i næöi. Já hann átti marga drauma hann Guðmundur frændi minn. Viö getum vist aldrei vonast eftir þvi aö allir okkar æskudraumar rætist, en brot af þeim rætist oft, og ég vona að svo hafi orðiö i lifiGuðmundar. Á unglingsárunum stundaöi hann nám viö skólann i Reyk- holti. Þaö gat þó ekki oröið nema einn vetur, þvi tlmarnir voru erfiöir og þaö kom oft niöur á ungu fólki sem hugöi á skólagöngu. SvoláleiöinaB sjónum. Hann var á vertiö bæöi i Grindavik og Keflavik. 1939 gerist hann eigandi ásamt fööur sin- um og fleirum, aö vélbátnum Sæborgu og vann viö hann bæði á sjó og landi. Hann varö fyrirslysiá höndá sjónum og bagaöi þaö hann alla tiö. Guömundur kynntist ágætri stUlku, Fjólu Siguröardóttirfrá Köldukinná Fell- strönd. HUn er dóttir hjónanna Sesselju Bæringsdóttur og Sigurðar Sigurössonar, sem þar bjuggu. Fjóla er fædd 13 april 1914. Þau mynduöu heimili og bjuggu fyrst i KUldshúsi, en byggöu sér siðan hUs sem var nefnt Miögaröur. Þar voru þau meöan þau bjuggu I Stykkishólmi. Fjóla reyndist Guðmundi traustur förunautur aUttil enda.Þaugiftusig31.maI 1941. Og Guömundur heldur áfram aö starfa aö útgeröarmálum. Þegar Agúst faöir hans hættir á sjónum tekur Jón Dalbú islendingaþættir bróöir hans viö skipstjórn á Hrimni, seinni bátnum sem þeir áttu. 1951 er Hrimnir seldur en eftir þaö fékkst Guö- mundur viö Utgerö I félagi viö nokkra sjó- menn, en þeir tóku bát á leigu I nokkur ár. Hann mun hafa fengist viö Utgerö i 15 ár. Guðmundur vann aö ýmsum félags- málum og hans mestu áhugamál voru verkalýösmál. Hann var ritari verkalýðs- félagsins I 3ár og formaöur þess 14ár, og vann þvi allt þaö gagn sem hann mátti. Guðmundur var duglegur viö allt sem hann tók á og vann jafnan af áhuga ef hann tók aö sér starf. Hann geröist erind- reki Alþýöusambands Islands og feröaðist um allt land og heimsótti verkalýðsfélög til aö kynna fyrirhugaöan lífeyrissjóð verkamanna, sem þá var fariö aö undir- búa. Þetta mun hafa veriö á árunum 1956-57 en þá var hann fluttur til Reykja- vikur. Guömundur var söngelskur maöur og haföi djúpa og fallega söngrödd og starfaöi lengi I karlakór sem hér starfaði undir stjórn Bjarna Andréssonarr kenn- ara. 1955 flytja þau Guömundur og Fjóla til 'Reykjavikur, og búa þar á nokkrum stöð- um en siðast i Bólstaöahllö 48. Guömund- ur fór aö vinna á skurögröfu fyrir Rækt- unarsamband Snæfellsnes og Hnappa- dalssýslu á meöan hann var enn i Stykkis- hólmi, og var þá oft viö snjómokstur á vetrum. Eftir aö hann flutti suöur var hann áfram viö skurögröftinn en vann einnig viö vélaviögeröir hjá Vélasjóöi rikisins sem átti vélarnar en leigöi Ræktunarsambandinu þær. Hann vann við þetta I um þaö bil 10 ár, en gerist þvl næst framkvæmdastjóri fiskmiðstöövar- innar og er þaö i 2 ár. En 1960 réöast hann til Aburöarverksmiöju rlkisins sem birgöavöröur og starfaöi þarupp frá þvl. Þaö má segja aö Guðmundur hafi lagt hönd aö mörgum verkum á lffsleiöinni en þaö sýnir aö hann kunni á mörgu skil. Hann var laghentur mjög, þaö sýna margir hlutir I íbúö þeirra hjóna. Þau eignuöust 3 börn, mannvænleg og vel gefin. Þau eruörnÁgUstf. 28 septem- ber 1938 giftur Erlu Stefánsdóttur frá Reykjavik, Sesselja Hrönn f. 26. nóv. 1942 g. Eövaröi Geirssyni frá Reykjavlk og Sigurð Grétar Breiöfjörö f. 17. febrUar 1946 g. Guðnýju Benediktsdóttur frá Reykjavik. Það var ákaflega gaman aö tala viö Guömund um lifiö og tilveruna. Hann haföi ríka kimnigáfu og gæddi frásögnina lifi og lit, þaö var eins og maöur sæi fyrir sér þaö sem hann ræddi um. Hann minntist oft á litlu barnabörnin sin og gladdist yfir þeim ,,Þau létta mér marga stund” sagði hann ,,ég sé okkur Fjólu endurborin i þeim”og þá brosti hann sinu dularfulla brosi. Oft mun hugurinn hafa leitaö heim á bernskustöövarnar, heim I Stykkishólm. Þegar viö hittumst I slöasta sinn, á björtum sumardegi, gengum viö upp á Þin^iúshöföann og horföum yfir víöáttu Breiöafjaröar. Þá sagöi hann allt I einu upp Ur samtali okkar „Mér finnst alltaf éins og breiöfirsk alda brotni þung aö baki mér” hann spuröi mig hvort ég vissi hvaðan þessiljóðlína mundi vera, en égvissiþaöekki. „Mundu þetta þar til viö hittumst næst” sagöi hann áöur en viö skildum þarna á Höfðanum. Hann gekk suöur Bókhlöðustiginn, og ég horföi á eftir honum. Þá kom mér I hug kvæöi eftir Tómas Guömundsson, sem mér finnst aö mörgu leyti eiga vel viö Guðmund, niöurlagsorö kvæöisins eru á þessa leiö: Og sama hafiö syngur þig I ró, er sálu þfna foröum heiman dró. Þegar llöa tók á ævi Guömundar tók heilsan aö bila. Þaöfór ekki hjá þvi aö þaö setti mark sitt á lif hans, en hann bar heilsuleysisittmeö sálarþreki og rósemi. Svo komu slöustu dagarnir. Hann ætlaöi aö gleöjast meö vinum sinum og skyld- fólki á 60 ára afmælisdaginn sinn, en varö þá aö leggjast á sjúkrahUs. Fljótlega þyngdi honum og hann andaðist fyrir af- mælisdaginn sinn, 3.desember 1978. Viö vorum svo andlega skyld, Guð- mundur frændiminn.og þessvegna er svo erfitt aö mæla eftir þig látinn. Ég hugsa meö samUÖ til þinnar góöu konu, barna þinna og barnabarna. Skaröiö er stórt, en Drottinn lifir. KristinNielsdóttir frá Sellátri. 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.