Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 15
Erna Pálsdóttir á Signýjarstödum Vorið 1949 réðist þýzk stúlka á 18. ári sem bústýra til Jónasar Steinssonar bónda á Signýjarstöðum i Hálsasveit, og hafði hún ekkert meðferðis nema góðan þokka, þvi að hún kom frá hinu hernumda, algjörlega rúna og rústaða Þýzkalandi, eins og það var eftir styrjöld- 'úa. Að sjálfsögðu var henni þá islenzkt úáál með öllu framandi eins og lika allar aöstæður hér, og hefur hún þvi þurft nokkurt áræði til að taka að sér það, sem hún réðist til. En þrátt fyrir þessa örðug- •eika, þá rættist þar bráðlega úr til hins hetra, þvi að áður en langt leið hafði hún, án ótryggðar við uppruna sinn, aðlagast hinum islenzku aðstæðum. Er það til marks um tryggð hennar við ættland sitt, að hún hafði notið þess mjög, þegar hún eftir að vera orðin húsfreyja á Signýjar- stöðum brá sér i kynnisferð til Þýzka- lands til fundar fvið aldraðan föður og aðra kunningja. Og minnugur er ég þess, begar hún á sinum fyrstu jólum hér á landi var stödd á heimili minu, að jóla- söngvarnir i útvarpinu, sem að miklu •eýti eru hinir sömu hér og i Þýzkalandi, yöktu henni tár i augum, og hversu hún svo harkaði af sér söknuðinn og gerðist aftur glöð i bragði. Mun svo löngum vera um þá, sem á likan hátt og hún urðu að hverfa frá æskustöðvum sinum, að þeim stundum finnist þeir eigi „sjö á landi og sjö i sjó”, eins og segir i ævintýri einu gömlu. Erna Pálsdóttir, áður Möller, var fædd i Þýzkalandi 23. júli 1931, en kemur, eins og fyrr segir, að Signýjarstöðum vorið 1949. Veit ég það eitt um bernsku hennar og ®sku, að húr. missti móður sina ung og dvaldi eftir það, ásamt yngri bróður, hjá föður sfnum og stjúpu. Þegar til Islands kom, beið hennar hinsvegar húsmóður- staða við hlið dugandi eiginmanns, sem þvi miður varð of skammlifur, þvi að hann lézt sumarið 1967. Voru þá börn þeirra 5 á ýmsum aldri, hið yngsta 5 ára, en tvö þau elstu komin nokkuðá legg. Hélt Erna þá áfram búskap á Signýjarstöðum með stuðningi þeirra, og hygg ég að segja megi, að það hafi vel tekizt miðað við á- stæður. Fyrir tveimur til þremur árum mun Erna hafa farið að kenna veikinda þeirra, sem nú drógu hana til dauða þann 12. nóv. sl. Atti hún þá siöast heimili i Kópavogi, og dvaldi þar hjá henni yngsta dóttir hennar, en dvöl hennar sjálfrar var þá löngum á sjúkrahúsi. Hygg ég að skipt hafi nú um fyrir henni til hins betra, og islendingaþættir væri það þá samkvæmt þvi, sem hún var. Hún var hlýhugul og trygg, og sýndi það sig bezt i umhyggju hennar gagnvart manni sinum, eftir að hann var orðinn veikur, og ævinlega siðar i ræktarsemi við minningu hans. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum Framhald af bls. 16 svaf i rökkrinu, og hrutu sumir hressi- lega. En svo birtist húsfreyja i baðstofu- dyrum meö ljós i hendi og sagði um leið: „Skárri er þaö nú rökkursvefninn”. Við það vaknaði fólkið og tók til óspilltra mál- anna viö tóvinnu. Húsbóndinn kom með bók og las söguna faliegu, Rauðbrysting- inn, eftirSelmu Lagerlöf. Ljóð voru lesin, rimur kveðnar auk þess, sem fólkið i bað- stofunni ræddi saman. Kristin lék hús- freyjuna og tókst það vel. Þegar hús- freyja birtist eins og áður var minnst á, heyrðist veik barnsrödd úr áhorfenda- hópnum: „Nei, þarna er mamma”. Ekki þótti þetta innskot spilla ánægjunni. Það var táknrænt fyrir Kristinu að vekja fók til starfa, þvi hún hefur alltaf verið vöku- kona, sistarfandi, létt og glöð i lund, á henni var ekkert dauðamók. Hún gekk vafningalaust að hverju starfi á bæ sinum og vildi láta verkin ganga. Allur amlóða- háttur var eitur i hennar beinum. Sveinbjörn, maður Kristinar, var alinn upp hjá föðurbróður sinum, Ingvari Þor- steinssyni i Sólheimum og Ingiriði Pálmadóttur konu hans. Þóttu þau hjón mestu mætismanneskjur. Sveinbjörn var góðum gáfum gæddur og gekk á Mööru vallaskóla eins og áður var nefnt. Þótti þaö merk fræðslustofnun og i þá daga gengu yfirleitt ekki aðrir i skóla, en þeir sem áhuga höfðu og ræktu vel námið. Sveinbjörn var vammlaus maður, ein- lægni hans og háttprýði hans var við brugðið. Jafnframt var hann mikill starfsmaður og vann ötullega við bú sitt. Skrifari var hann frábær. Dáðist ég mjög oft að þvi, þegar vinnulúin hönd hans snerti á penna, hvernig skriffærin léku i höndum hans. Hjónin i Hnausum eignuðust 6 börn, eitt misstu þau i bernsku, en 5 lifa, öll myndarfólk, og eru þau búsett i Reykja- vik, nema Leifur, sem býr i Ilnausum. Kona hans er Elna Thomsen frá ólafsvik. Hin börnin eru Guðrún, gift Dýrmundi Ólafssyni varðstjóra, Jakob, starfsmaður við bifreiðaeftirlitið, kvæntur Ingu Þor- steinsdóttur, Jórunn gift Hafsteini lljartarsyni lögregluþjóni og Svava, sem býr með móður sinni að Fellsmúla 2 og hefur reynst henni meö ágætum, en mjög kært hefur jafnan verið meö þeim mæðg- um. t Hnausum var ávallt tvibýli, eftir að Kristin og Sveinbjörn hófu þar búskap. Þegar ég man fyrst eftir bjó á móti þeim Erlendur Erlendsson, sunnlenzkur aö ætt og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Grund i Svinadal. Þau hjón áttu mörg börn, en tekið var til þess, hve gott sambýlið var. Segir það sina sögu. A þessum merka afmælisdegi langar mig til að færa Kristinu beztu óskir og þakkir fyrir góða samfylgd á langri leið. Hún verður með börnum sinum i dag. Ilulda A. Stefánsdóttir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.