Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Blaðsíða 8
ótal mörgu tengd minningum mlnum frá barnæsku. Þaö voru mér mikil vonbrigði þegar þessi fjölskylda flutti burtu. En afturá mót eins mikið gleðiefni þegar þau árið 1939 komu aftur að norðan hingað í nágrenni. Keyptu þau þá lftið býli I landi Hvammstangahrepps sem þau nefndu Grænahvamm. En árið 1944 keyptu þau Kothvamm og bjuggu þar til ársins 1971. Ólafur hafði þann starfa á hendi að hann var þingskrifari I fjölda ára. Var þess vegna langtimum saman í burtu frá heimilinu. Ingibjörg varð þvl að vinna ýmis erfið verk svo sem skepnuhirðingu og fleira við slæmar aðstæður, því ekki var miklum þægindum fyrir að fara I þá daga. Stundum var henni lika veitt hjálp frá heimilinu I Helguhvammi. Aldrei átti hdn miklu húsrými yfir að ráða en hún átti hjartarúm. Elisabet tengdamóöir hennar dvaldi lengi I Kothvammi og ég man aö hún sagði oft að hvergi kysi hún frekar að eiga sitt ævi- kvöld en á heimili þessarar tengdadóttur sinnar. Henni varð að ósk sinni þvl að þar dvaldi hún til dauðadags. HUn andaðist þar siTila vetrar áriö 1949. Þá dvaldi þar einnig um árabil Helga systir Ólafs með Margréti dóttur sina. Helga var gift og búsett austur I Holtum en missti mann sinn eftir stutta sambUð. Þá var þeim mæðgum tekið opnum örmum á heimili Ingibjargar. Nokkur af búskaparárum Ólafs og Ingi- bjargar I Kothvammi bjuggu þau i tvlbýli við Sigurbjörgu Friðriksdóttur og Bjarna Þorláksson ásamt börnum þeirra Asvaldi og Elsu. Það fór velá með þessu fólki öllu. Sigurbjörg og Bjarni er bæði látin einnig Elsa langt um aldur fram. Um þetta fólk á ég mætar minningar. Þau voru ekki fá börnin sem dvöldust I Kothvammi lengri eða skemmri tima. öll elskuðu þau og virtu Ingibjörgu, fram- koma hennar var þannig að öllum þótti vænt um hana. Það voru háti"ðisdagar I Kothvammi þegar einhver kom I heim- sókn af ættingjunum að norðan. Ingibjörg var tengd sterkum böndum við systkini slnþólangt væri á milli. Sumarið 1970 tók hún sér ferð á hendur ásamt tveimur börnum sínum og heimsótti æskustöðvar og ættfólk fyrir norðan. Hún naut þessa ferðalags I rikum mæli og átti góðar endurminningar um þá ferð. Þegar heilsa Ingibjargar tók að bila ákváðu þau hjónin að flytjast til Hvammstanga og keyptu lltið hús í útjarði þorpsins. Þar hugðust þau dvelja sitt ævikvöld I nágrenni við börn sln sem öll eru búsett á Hvamms- tanga. En þau eru: Elísabet, gift Jakob Bjarnasyni starfsm. í Sparisjóði V-Hún., eiga þau 4 börn. Helgi Sæmundur, rafvirkiameistari, kvæntur Dóru Eðvaldsd. frá Stöpum. Börn þeirra eru 4. Tryggvi, rafvirki dkvæntur. Þau áttu 8 þægilegt með að veita foreldrum slnum aðstoð og hlynna aö þeim eftir því sem þörf gerðist. Ingibjörg dvaldist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga farin að heilsuslðustu árin og naut þar góðrar aðhlynningar. Einnig þar, kom I ljós I umgengni við starfsfóok og sjúklinga hve hlýja og góðvild til annara var rikur þátur I skapgerð Ingi- bjargar. Ólafur hefur frá barnsaldri haft mikið yndi af söng og hljóðfæraleik. Hann lærði ungur að spila á orgel. Það ermérkunnugt að hann hefur fengist nokkuð við tón- smfðar einkum á efri árum. Við útför Ingibjargar var leikið hugljúft lag sem hann hafði samið. Þaö er von mln að hann megi enn um sinn njóta þeirra gleði sem tónarnir veita honum. Núhefurhún kvatt okkurunga konan úr Héðinsfirðinum sem fluttist hingað fyrir rúmum 50árum. Hún lifði og starfaði hér og eignaðist marga vini. Þessi kona var ekki mikið út á við meðal fólks, en öllum sem kynntust henni duldist ekki mann- kostir hennar. Ég vil að leiðarlokum þakka henna af alhug vináttu og tryggð frá fyrstu kynnum okkar. Vandamönnum hennar öllum bið ég blessunar á komandi timum. Hallddra Kristinsddttir. JóhannaMi frá Kolsstöðum Fædd. 3.sept. 1898 Dáin 23. okt. 1979 Þann 1. nóv. siðastliðinn var til moldar borin Jóhanna Magnúsdóttir frá Kols- stöðum, Austurbrún 6 Reykjavik. Þó að hún væri búin að eiga heima rösk 30 ár hér i' Reykjavík þá var hún af göml- um kunningjum jafnan kennd við Kols- staöi I Miðdölum Dalasýslu þar sem hún bjó lengi og markaði sln dýpstu spor. Með Jóhönnu eigum við á bak að sjá óvenjulega glæsilegri mannkostakonu, sem öllum þótti vænt um að mátu mikils er kynntust henni. Ég veit að margir hugsa til hennar með hlýhug og þakklæti. Siðustu tvö árin átti hún við mikla van heilsu að striða, en lengst af lá hún heima þvi þar vildi hún helst vera. Ég vil nota tækifærið að láta i ljós aðdáun mina á umhyggju eiginmanns hennar, Guðlaugs Magnússonar, og , hversu vel honum háöldruðum manninum, fórust heimilisstörfin úr hendi. Margir sýndu Jóhönnu umhyggju og fórnfýsi i veikindum hennar. Ég nefni Þórlindur Sveinbj örnsson F. 10/9 1911 D. 26/11 1979 Frændi, þinni ferð er lokið hér. Fús er ég að þakka liðnu árin. Hve létt I spori og ljúf vor bernska er, ég lít til baka og þerra af hvarmi tárin. Sá er fetar æviveginn einn er oftast sá, er þráir bros og hlýju. Þú varst i hverju verki hreinn og beinn, mfnvonersú,að hitta þig aðnýju. Ég treysti þvi, ef trú min reynist sönn, að til þin frá mér þökk og bænir streymi. Sem drengur góður dagsins féllstu I önn og dvelur nú f öðrum betri heimi. (Kveðja frá fóstursystur) islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.