Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Síða 4
Jón Guðmundsson frá Brandagili Fæddur 4. júlí 1907. Dáinn 15. janúar 1980. Jón Stefán Guðmundsson, eins og fullt nafn hans var, var fæddur 4. júlí 1907 á Geithöli i Hrútafirði, sem er í Húnavatns- sýslu. Það ár gerðust margir merkir at buröir á Islandi. Þá kom Friðrik VIII kon- ungur Islands og Danmerkur til landsins. Þá var almenn skólaskyWa lögleidd hér. Skipuð var sambandslaganefnd Dana og íslendinga. Pétur Jónsson söng þá inn á fyrstu grammfónplötuna á islensku. Þá fæddistStefanótslandi óperusöngvari. Þá var afhjúpaö hér llkneski af skáldinu Jónasi Hallgrimssyni. Þá synti Lárus Rist yfir Oddeyrarál og þótti mikið afrek. Þá hófst ungmennahreyfingin á íslandi undir nafninu Ungmennafélag tslands. Þeir menn hafa siðan verið kallaðir Vormenn Islands. Margir fleiri atburöir gerðust I islensku þjóðlifi á fæðingarári Jóns frá Brandagili. Ekki blés þó byrlega fyrir Jóni sjálfum þá þvi móðir hans dó áður en hann varð ársgamall, d. 16. okt. 1907 og var honum þá komi I fóstur. Foreldrar Jóns voru Guðmundur Þórðarson bóndi I Gilhaga, bróðir Gunnars í Grænumýrar- tungu sem margir kannast við, og fyrri kona hans Margrét Jónsdóttir frá Trööum I Staöarsveit Jónssonar. Jón var því eina barn þeirra hjóna. Guömundur kvæntist svo Ragnheiði Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Junkaragerði i Höfnum og eignuðust þau hjón niu börn sem enn eru öll á li'fi. Jóni var komið i fóstur til hjónanna Jóns Aðalsteins Jónassonar er þá bjó I Jónsseli i Bæjarhreppi og konu hans Kristinar Jónasdóttir frá Lækjarskógi. Þegar Jón er á fimmta ári deyr fóstri hans Jón Aðalsteinn. Þá fer Jón til föður sins og stjúpmóður sinnar, seinni konu Guðmundar. Þau voru á Háreksstöðum I Borgarfirði eitt ár eða svo. Helgi bróðir Guðmundar hafði reist að nýju býli úr auðn i Gilhaga 1909 og bjó þar til 1911 en þá tók þar við búi Björn bróðir þeirra og settist Guðmundur þá einnig þar að annaðhvort sem bóndi eða húsmaður. Þeir bræður bjuggu i Gilhaga til 1924 er þeir fluttust til Borðeyrar. Um ættir Guðmundar og bræðra hans er þetta helst. Þórður faðir þeirra var sonur Sigurðar bónda i Núpsseli i Miðfirði, Sig- urðssonar frá Miöhópi Péturssonar. Móðir Sigurðar I Núpsseli var Helga Tómasdóttir stúdents og fræðimanns á Stóru-Ásgeirsá, Tómassonar hrepps- stjóra Guðmundssonar á Þóroddsstöðum. Kona Tómasar Tdmassonar var Ljótunn 4 Jónsdóttir stúdents á Melum i Hrútafiröi, Jónssonar. Þórður Sigurðsson og Sigur- björn Sveinsson rithöfundur voru systra- synir. Móðir; Þórðar var Helga Þórðar- dóttir frá Ytri-Knarrartungu á Snæfells- nesi. Sigriður kona Þórðar Sigurðssonar var dóttir Jóns bónda á Bálkastöðum, Magnússonar á öspaksstöðum, Magnús- sonar i Laxárdal Magnússonar rika á Kol- beinsá, Bjarnasonar. Móðir Sigriðar var Kristin Jónsdóttir, Böðvarssonar og Sigriðar Andrésdóttur rika á Skriðnes- enni, Sigmundssonar. Er það Ennisætt og talin frá Andrési. Jón var hjá föður sinum til 13 ára aldurs i Gilhaga syðsta bæ i Strandasýslu. Á þessu heiðabýli bjó faöir hans frosta- veturinn 1918 og var sá vetur Jóni i fersku minni, með allan sinn snjó og kuida. En bændurnir tveir með barnahópinn sinn uröu þó ekki fyrir neinum verulegum áföllum, enda báðir fyrirhyggjumenn og aðgætnir. Jón var aðeins 13 ára þegar hann var ráðinn til bóndans Jóns Jó- hannssonar og konu hans ólafiu Finn- bogadóttur. Þar var hann svo vinnu- maður i 17 ár. Jón var ágætur verk - maður og mikill og farsæll fjármaður. Þar eignaðist hann nokkurn stofn i bú af sauðfé, sem hann haföi þar á fóðrum. Þótti jafnan gefast vel að fjármenn ættu nokkuð I bústofninum. Þvi góður fjár- maður var ekki á hverju strái. Að vetrin- um stóð Jón yfir fé á hálsinum fyrir ofan Bálkastaði. Það lfkaði honum vel. Þá gat hann látið hugann reika vitt og breitt og þar mun hann hafa ort sinar fyrstu stökur. Sumar þeirra skrifaði hann á blað og geymdi l litlum læstum kassa sem hann hafði sjálfur smiðað og einnig læs- ingu fyrir hann. Mörgum árum siðar, þegar hann er svartsýnn og niðurdreginn af minnimáttarkennd, opnar hann kass- ann sinn og tekur ljóðin.sin frá æskuárun- um og eyðileggur þau. Hann þykist sjá, eftir aö hafa þá lesiö ljóð lærðra manna og viturra, að sin ljóð séu engum manni bjóðandi. Það er svo fyrst á eldri árum að ljóöadisin fer aö glettast við hann og ein og ein staka kemur fram i hugann við brosleg tæki- færi, og er vist um það Jón var vel hæg mæltur og hringhendumaöur ágætur á sið ustu árum slnum. Mitt i vélagný verk- smiðjunnar og þvargi vinnustaðarins ultu hringhendur af munni hans þó kominn væri á áttræðisaldur. Niður brekkuna skammt frá Bálkastöð- um fellur litil á sem heitir mjög fornu nafni, Býskálará. Ofarlega i brekkunni fellur snotur foss fram af flögubergs stalli. Þar á stallinum öðrum megin við fossinn hlóð Jón vörðu um tveggja metra háa úr flögum sem hann flisaði úr berginu viðfossinn, með broddstaf sinum. Margir munu hafa tekið eftir vörðunni þvi hún sást af veginum. Mönnum þótti ekki lfk- legt að hún stæði lengi en fyrst eftir 40 ár féll hún i einhverju mesta roki sem mer.n muna eftir þar um slóðir. Fram aö þeim tima sá ekki á henni. Það getur sá um vitnað sem þessar linur ritar. 4. júni 1939 kvæntist Jón Stefán eftirlif- andikonu sinni Sigrúnu Sigurbjörnsdóttur frá Brandagili, dóttur hjónanna Sigur- björns Jónssnar bónda á1 Brandagili og viðar og konu hans Mariu Jónsdóttur frá Dönustöðum i Laxárdal. Einkaddttir þeirra er Aðalheiður Erla giftungverskum manni, Lárusi Jónassyni strætisv3gnab!’"tjóra i Reykjavik og eiga þau tvö börn, dreng og stúlku, Maríu Sigurbjört og Lárus Jón. Fyrst eftir giftingu var Jón með konu sinni i húsmennsku hjá tengdaföður sín- um er þá bjó á Melum I Hrútafirðir. Þar byggði Jón sjálfur yfir sig og konu sfna. Arið 1943 fæddist ddttir þeirra, þá flytjast þau ásamt Sigurbirni að Brandagili og islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.