Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Síða 5
þar bjó Jón um skeið á móti Sigurbirni. i Til BorBeyrar fluttist Jón um 1954 en eftir fá' ár þar varð hann fyrir þvi óhappi aðslasa sig illa á fæti er hann datt af reiö- hjóli. Jón varð aldrei jafngóður i fætinum oglá um tveggja ára skeið á sjúkrahúsiim vegna meiðslanna, þá fluttust þau til Reykjavikur og hafa átt þar heima sfðan. Sina eigin ibúð eignuðust þau h.jón í stór- hýsinu Nóatúni 4, en áttu þó áöur fbúð á Rauðarárstignum. Arið 1957 hóf Jón svo vinnu i Trésmiðj- unni Viði við Laugaveg. Og vann hjá þvi fyrirtæki eftir það: Hann var lista hagur i höndum og smiðaði i fristundum si'num, aðallega kaffi- og matartimum marga fagra gripi úr tré. Eru sumir þeirra heimilisprýði langt úti i löndum bæöi Ameriku og Evrópu og viöar. Jón var mikill starfsmaður og unni honu sinni mikiö og dóttur. Bæði hafa þau hjón átt við heilsuleysi að striða en i' ást og eindrægni hafa þau mætt öllu af stakri þolinmæði. Jón var mjög hjálpsamur niaður og tók litið fyrir gripi sina sem voru mjög eftirsóttir. A Iðnsýningunni Iðnkynningarnefndar haustið 1977 mátti sjá nokkra muni eftir hann og vöktu þeir verðskuldaða athygli þeirra er á litu. Sig- mundur Sigurbjörnsson mágur Jóns oiinnist Jóns með sérstöku þakklæti:■ fyrir úiargháttaðan greiða fyrr og siðar. Við sem um margra ára skeið nutum þess að vera samstarfsmenn hans i Viði þökkum honum margar þægilegar samveru- stundir og færum konu hans og vensla- fólki svo og hálfsystkinuiix hans, dýpstu samúð við fráfall Jóns Slefáns Guð- úiúndssonar. Svo mikið er vist aö ekki efaðist Jón um að hanr. liföi eftir likams- hauða sinn hér. H-nn hafði oft orðið þess var að látnir lifa. Bið ég svo góðan guð að hlessa sál hans og varöveita. Guðm. Guöni Guðmundsson Aðalbjörg Ingólfsdóttir Fædd 2. september 1921. Dáin 20. marz 1980. Hinn 20. marz siðastliðinn lést skyndi- lega á Landspitalanum i Reykjavík ABal- björg Ingólfsdóttir, föðursystir min aðeins fimmtiu og átta ára að aldri. Með Aðalbjörgu er gengin mikil hæfi- leikakona til munns og handa , enda kemur það vel fram i börnum hennar. Nú við lát Aðalbjargar minnist ég bernsku minnar, þar sem við ólumst upp I samahúsiá Selvogsgötu 6iHafnarfirði og var alltaf mjög kært á milli heimila okkar. Mér er þaö minnisstætt þegar ABal- björg kynntist stnum lifsförunaut, Ragn- ari Björnssyni frá Vopnafirði og fá að vera tiu ára gömul með I brúökaupsveislu þeirra, sem haldin var i Sjálfstæöishús- inu I Hafnarfiröi með miklum myndar- brag. Hjónaband Ragnars og Aöalbjargar var einstaklega ástrikt og gott og eignuð- ust þau sjö börn. Sex þeirra komust upp og eru öU vel menntuö og gott fólk. Indælt var að fylgjast með fæðingu og uppvexti barna þeirra hjóna bæöi heima i Hafnar- firöi og i fjarlægö. ABalbjörg eöa Dúfa eins og við kölluð- um hana, bjó yfir sterkri réttlætiskennd, var umburðarlynd og þrautseig i öllu sinu daglega lifi. Hennar takmark var að huga velum heimili og börn, enda fór hanni það vel úr hendi. Aðalbjörg var mjög elsk að heimili sinu og var þaö hennar stærsti gimsteinn. Hún var rausnarleg heim að sækja og gestrisin og þótti mér alltaf gott að koma á hennar heimili. Nú, þegar ég kem til Hafnarfjarðar, finnst mér skarð fyrir skildi, að þær skulu báðar vera látnar, húsfreyjan á Hring- braut 33 og móðir min á Hliöabraut 1, sem báöar létust fyrir aldur fram. Að leiðarlokum þakka ég Aöalbjörgu frænku minni fyrir samveruna og votta ástvinum hennar samúö mina, en vil minna á, að þau hafa mikiö aö þakka fyrir þá dýru gjöf, sem guð veitti þeim i'henni, svo sem eftirfarandi minningarljóö sannar. Helga Finnbogadóttir. Óvænt hér örlög féllu, autt er nú sæti þitt þrautasár tregi og þungur þrýstir á hjarta mitt. Vannstu af varmri elsku verkin þin alla stund. Gæfu það veitti og gleði að ganga á þinn fund. Höndin þin milda og mjúka megnaði aö græða sár. Þér var það ljúft að líkna — líka að þerra tár. Glæddir þú arineldinn ylinn þar margur hlaut. Attir þú auðugt hjarta alla stund þess ég naut. Astarþökk, elsku frænka ég vil af hjarta tjá. Lifir þin ljúfa minning.- lýsir er raunir þjá. Þegar aö vorið kemur og vallarins fjóla grær. Sæng þina signa munu sólargeisli og blær. Horfinn er timans heimur, heiðrikjan brosir við. Englar guös æ þér veiti elsku og ljós og frið. ’ J.ó. 'slendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.