Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Page 1
ÍSLENDINGAÞATTIR Miðvikudagur 13. janúar 1982 - 2. tbl. TÍNIANS Helgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri Fæddur 18. april 1937 Dáinn 21. desember 1981 Kveðja fra framkvæmdastjórn Sam- bandsins Ein er sú stétt manna á íslandi, sem gegnir óvenjulega þýðingar-og ábyrgðar- miklum störfum, en það eru kaupfélags- stjórar landsins. Þeirra hlutskipti er að stjórna umfangsmiklum atvinnurekstri, sem i flestum tilfellum er burðarás við- komandi byggðarlags. í umróti verð- bólguþjóðfélagsins hér á landi er það ef til vill vandasamara verk en flest annað, að stýra kaupfélögunum þannig, að rekstur- inn komist klakklaust i gegnum brim og boðaföll efnahagslifsins. Starfsálag kaup- félagsstjóranna er þvi oftast mjög mikið. E n það er mikið i húfi að þessi rekstur gangi áfallalaust. Atvinnuöryggi ótrúlega margraer i húfi. Heill byggðarlags getur oltið á þvi, að starfsemi kaupfélags geti gengið án áfalla. Stétt kaupfélagsstjóra telur 41 mann, eða réttara sagt taldi, þar til 21 desember s.l., þegar einn úr hópnum var skyndilega kallaður burt i blóma lifsins. Harma- fregnin um lát Helga Rafns Traustasonar kom til okkar vina hans og félaga eins og reiðarslag. Hið dimma skammdegi myrkvaðist enn og dökkan skugga bar fyrir jólaljósin sem viða höfðu verið tendruð. Helgi Rafn Traustason var i forystu- sveit islenskra samvinnusamtaka. Hann hafði helgað þeim alla starfskrafta sina. Ungur fór hann i Samvinnuskólann, og út- skrifaðist þaðan 18 ára gamall, en sem unglingur hafði hann starfað hjá kaup- félaginu á Patreksfirði og hjá Samband- inu meðan á námi stóð. Að loknu námi lá leiðin i Samvinnutryggingar og þaðan réöst Helgi sem kaupfélagsstjon Ui Sam- vinnufélags Fljótamanna i Haganesvik, þá 23 ára. t>vi starfi gegndi hann um fjög- urra ára skeið en réðst þá sem fulltrúi kaupfélagsstjóraa Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Arið 1972 var Helgi svo ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sem hann gegndi til dauða- dags. Auk þess að stýra einu af stærri kaup- félögum landsins, gegndi Helgi mörgum öðrum trúnaðarstörfum i samvinnuhreyf- ingunni. Hann var kjörinn varamaður i stjórn Sambandsins 1975. Hann átti sæti i stjórn Félags kaupfélagsstjóra, i Markaðsráði samvinnufélaganna, i stjórn Tryggingarsjóðs Innlánsdeilda og var varamaður i stjórn Osta- og smjörsöl- unnar. Auk þess gegndi Helgi ýmsum trúnaðarstörfum i samstarfs- og dóttur- félögum Kf. Skagfirðinga og einnig i bændasamtökunum. Þegar Helgi lést, að- eins 44 ára, átti hann að baki langt og mikið starf i samvinnuhreyfingunni. Helgi Rafn hafði i lifi sinu brennandi áhuga fyrir starfsemi samvinnufélag- anna. Sjálfur var maðurinn fullur af at- orku og hlifði sér litt i störfum. Hann var mikill félagsmálamaöur og skörulegur i ræðustól. En áhugamál Helga voru einnig á andlegu sviði, enda trúmál honum hug- stæð. Kom það m.a. fram i þvi, að hann var formaður sóknarnefndar Sauðár- krókssóknar og sat kirkjuþing frá 1976. Það var gæfa Helga Rafns að eiga góða konu. Tvitugur kvæntist hann Ingu Val- disi Tómasdóttur úr Reykjavik. Inga skipaði vel sitt sæti á heimilinu, sem hún hafði búið manni sinum og börnum af miklum myndarskap. Þangað komu margir og þar var gott að dvelja. Þau Inga og Helgi Rafn eignuöust fimm börn. Nú er skarð íyrir skildi i kaupfélags- stjórastétt og samvinnuhreyfingin hefur misst einn af forystumönnum sinum. Mestur er þó missir Ingu og barn- anna sem nú verða að þola þung örlög. Margir hugsa til þeirra i djúpri samúð. Um leið og viö i framkvæmdastjórn Sambandsins syrgjum góðan vin og sam- starfsmann og vottum honum virðingu okkar og þökk fyrir samstarfið á liðnum árum, sendum við Ingu, börnunum og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Við erum þess vissir, að góður orðstir Helga af gifturikum störfum hans fyrir samvinnuhreyfinguna og Skaga- fjarðarbyggðir muni lengi lifa. Það er huggun harmi gegn. Blessuð sé minning hans. Erlendur Einarsson t Þriðjudaginn 5. jan. var til moldar borinn á Sauðárkróki Helgi RafnTrausta- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga. Hann varð bráðkvaddur þar i bæ mánudaginn 21. desember 1981, en hann fæddistþann 18. april 1937 og var þvi að- eins 44 áía gamall, þegar hann lést. For- eldrar Helga Rafns voru þau Trausti Jó- elsson vélstjóri á Patreksfirði og kona hans Rannveig Lilja Jónsdóttir. Trausti var fæddur 19. mai 1909, dáinn 6. mai 1951, en Rannveig var fædd 17. janúar 1910 og dó 17. desember 1950. Helgi Rafn missti

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.