Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 3
Guðni Ágústsson sextugur Sæbóli III. Ingjaldssandi „/ seplember fer söngfugl og sumardýrðin þver" scgir í vísunni. September er mánuður fölnandi grasa og söngfuglar hópast og undirbúa suðurför. 0f* gctur hann átt sólheita daga og lognkyrr kvöld, með lóukvaki út í túnfæti. alstirndann niciurhiminn og skyggðan mána yfir suðurfjöllum. ^ctta á ekki við þann september sem nú er rúmlcga hálfnaður á því herrans ári 1982. Svartir skýjaflókar sigla hraðbyr um loftið. Daglega él til fjulla og stundum í byggð, veðurgnýr í fjöllum og ifigur úthafsaldan byltist við útnes og bláan sand. Tregaþrungin eftirsjá sækir á hugann er við lítum lil baka til ljósra vordaga og langra sólnátta en finnum nú haustið fara að með „dökkvara vængja sýn“. Það liggur við að manni læðist sá grunur að veðurguðirnir hafi einhverntímann í sumar rifið of mikið at dagatalinu hjá sér. En eitt er það sem aldrei bregst í september hvernig sem viðrar, það Cru göngur og réttir, þær eru alltaf á sínum stað með vissan ljóma frá löngu liðnum dögum frá því að við vorum börn. Og ennþá er ótrúleg birta í minningunni sem fylgt hefur okkur alla leið í 8cgnum árin. Og það er jafn árvisst að hann Guðni á afmælið í september og oft á gangnadag- 'nn eða öðruhvoru megin við hann. Og á þessu hreggbarða hausti er hann búinn að dóla með okkur í göngum og fleiru í sextíu ár. Guðni Ágústsson bóndi og skipasmiður með fleiru er fæddur að Sæbóli 20. september 1922 og Þar hefur hann átt heima æ síðan. Búa þau nú systkinin þrjú félagsbúi áföðurleifð sinni. Gjörfa hönd hefur Guðni lagt á margt um dagana. ‘tustjóri hefur hann verið í áratugi og gerir nú nt ýtu í vegagerð með granna sínum. Járnsmíði hverskonar hefur hann stundað, vélaviðgerðir, húsasmíði, þúsundþjalasmiður í orðsins fyllstu merkingu. Síðast en ekki síst hefur hann stundað skipasmíðar í ígripum um árabil. Nokkra smærri háta hefur hann smíðað frá fyrstu gerð og allir rcynst með miklum ágætum. Auk þess hefur hann teiknað þá og fengið þær teikningar samþykktar á viðkomandi stöðum. Einn slíkan bát sendi hann frá sér í sumar, fagurt fley sem ber meistara sínum fagurt vitni um mikið hugvit og frábært handbragð. Ekki hefur Guðni slitiðskólabekkjun- um til að læra þessa hluti, sjálfsnámið hefur honum dugað ásamt ágætum meðfæddum hæfi- ieikum. Við sveitungar hans og margir margir fleiri, höfum oft notið góðs af hans högu höndum og fádæma hjálpfýsi. Bóngreiðari mann er ekki hægt að hugsa sér og ég held að enginn hafi gengið af hans fundi án þess að fá fyrirgreiðslu. Annað thál er það að reikningar fyrir veitta hjálp og unnin störf berast oft seint og í flestum tilfellum sjá aldrei dagsins ljós. Guðni er vinamargur glaður og hlýr á góðri stund í liópi vina og kunningja, félagsmálamaður ágætur og lætur ekkert það mál sem til heilla horfir framhjá sér fara án þess að leggja því lið. Með slíkunt mönnum er gott að vera og þess minnast nú vinir og kunningjar með því að senda honum hlýjar óskir og kveðjur á merkum tímamótum í ævi hans. Eins og fyrr er getið búa þau systkinin þrjú félagsbúi á Sæbóli, Guðmundur og Steinunn ásamt Guðna ágætu búi. Þar er umgengni öll eins og best sést á bændabýlum á Islandi í dag, enda eitt af verðlaunabýlum Búnaðarsambands Vest- fjarða. Þó segja megi að Guðmundur og Steinunn séu máttarstólþar búsins í dagsins önn vegna margvíslegra starfa sem hlaðist hafa á Guðna óskyld búskapnum er hann liðtækur í besta lagi, þegar heim er komið og fer þá gjarnan hamförum með hamar og sög, að sinna kvabbi nágrannanna. Systkinin eru samhent í besta lagi um allan hag heimilisins utan stokks og innan. Þegar talað er um Sæbólsheimilið í dag verður ekki hjá því komist að minnast á fjórða systkinið Jónínu á Flateyri ásamt manni sínum Pétri Þorkelssyni ættuðum úr Reykjavík. Svo margan sólargeislann hefur hún sent að Sæbóli til systkina sinna með bömum sínum. Jónína á sex börn. Fallegt ungt fólk sem hlaut manndóminn í vöggugjöf og skyldur við lífið og starfið greypt í hug og hjarta og tryggð til þeirra sem alið hafa þau og annast og unna þeim nú heitast af fölskvalausum hug. Þrjú þau elstu hafa að mestu leyti alist upp á Sæbóli, stór er hlutur Jónfnu í lífsfyllingu systkina sinna. Þessi börn eru alin upp í svo miklu ástríki hjá þessu ágæta frændfólki sínu að ekki verður á betra kosið, enda ætla þau og gjalda fósturlaunin fagurlega með tryggð sinni við heimilið og allri hjálp, með fórnfúsum vilja hvenær sern á þarf að halda. Guðrún sem er elst og ber nafn ömmunnar sem var á heimilinu meðan árin entust, er búsett á Flateyri gift Einari Guðbjartssyni og eiga þau tvo sonu sem eru auðfúsu gestir á Sæbóli og Elísabet og Ágúst sem bera nöfn foreldra þeirra systkinanna og eru nú viðloðandi forcldrahús síðan þau fullorðnuðust. Ekki má gleyma henni Kristínu litlu sex ára bjarthærðri mey, dóttur Elísabetar, sem verið hefur hjá frændfólki sínu frá fæðingu augasteinn allra og yndi á heimilinu. Foreldrar þeirra Sæbólssystkina eru þau Agúst Guðmundsson og Elísabet Guðnadóttir. Þau bjuggu allan sinn búskap á Sæbóli. Þeim búnaðist vel enda dugnaðar og eljufólk, sem aldrei féll verk úr hendi, sómi sinnar stéttar og átti virðingu allra sem til þekktu. Dugnaður og áræði Ágústs var mjög á orði haft, hvort sem hann þreytti fangbrögð við lítt kleif fjöll eða reiðan sjó. Flann sá marga ölduna rísa í brimlendingu við Sæbóls- sjó. Hann háði marga hildi við Barðann í smalamennskum á hausti og vetri. í Nesdal átti hann marga ferð. Fáum stöðum unni hann meir. Var það táknrænt og vel til fundið er þau systkinin gáfu slysavarnaskýli sem þeir bræður smíðuðu og stendur á Bökkunum í Nesdal og heitir Gústabúð. Þar sat hann margt vorkvöldið og sá hnígandi sól leggja gullþiljur yfir gjöful fiskimiðin undir Barða. Einnig var hann þar staddur þreyttur, blautur og svangui leiksoppur trylltra náttúruafla í grimmúðugri skammdegishríð, ógleymanlegur maður Ágúst. Allra manna glaðastur á góðri stund. Hugrakkur, hjálpfús dagfarsprúður og drengur hinn besti. Hann er látinn fyrir 19 árum. Elísabet hefur búið á Sæbóli með börnum sínum síðan Ágúst dó en hefur nú dvalið á sjúkrahúsi á annað ár, farin að heilsu og kröftum 88 ára gömul. Hún missti föður sinn barn að aldri og stóð þá móðirin uppi með fimm börn á bernskuskeiði. Bak við þá atburði er harmsaga þeirra tíma sem ekki verður sögð hér. Ung að árum fluttist hún að Miðjanesi í Reykhólasveit og ólst þar upp til manndómsára. Fáum stöðum unni hún heitar en sinni fóstursveit og mætti segja að kvæðið „Barmahlíð" væri hennar þjóðsöngur. Kaupakona kom hún að Sæbóli til Ágústar og var þar ekki tjaldað til einnar nætur. Þegar Elísabet kom að Sæbóli átti hún hryssu sem hún nefndi Freyju, með henni var hestfolald sem Víkingur hét. Þessi hross voru gersemi að allri gerð. Elísabet var frábær hestakona dugleg og áræðin. Minnist ég þess ungur drengur er ég sá hana sitjandi í söðli og leggja þessa gæðinga á fleygivökru skeiði á vegaleysum þeirra tíma og í sumar er ég kom á sjúkrahúsið á Isafirði til hennar, taldi hún sig vel geta farið ríðandi heim, ef hún Freyja sín og hann Víkingur væru bundin hér vió hestasteininn úti. Með hestelskum huga minntist hún þessara horfnu vina sinna þótt margt annað nýrra væri orðið fölskvað í minningunni. Á þessum heiðursdegi Guðna ogfjölskyldunnar á Sæbóli þakka ég, bjartar minningar og skugga- lausrar samfylgdar í gegn um árin, frá því að við vorum börn. Krístján Guðmundsson, Brekku Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.