Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 6
Björn Jónsson áttræður hreppstjóri Bæ Höfðaströnd, Skagafirði Einn af mætustu og beztu mönnum, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni, varð áttræður mánudaginn 20. desember síðastliðinn. Engan „óviðkomandi" mann þykir mér vænna um. Sá maður er hinn skagfirzki héraðshöfðingi Björn Jónsson hrepp- stjóri og fyrrv. óðalsbóndi í Bæ á Höfðströnd. Björn er maður sem víða hefur komið við á langri og viðburðaríkri ævi og hvarvetna látið gott af sér leiða, enda borinn uppi af bjartri lífstrú og góðvild til alls, sem lifir. í bréfi til mín sagði hann eitt sinn: „Að mínu viti er kærleikur og vinátta fólksins eitt hið bezta, sem hverjum manni hlotnast." Lýsa þessi orð vel lífsviðhorfi Björns. Því miður á hann of fáa sína líka - ætti hann fleiri, væri bjartara um að lítast í mannheimi nær og fjær. Þuríður og Halldór Framhald af bls. 5 frænku, eins og hún var jafnan kölluð á efri árum jafnt af skyldum sem óskyldum. í hennar faðmi var alhaf rúm fyrir þá sem minna máttu sín eða höfðu um sárt að binda. í hennar augum var ekkert vandamál svo smátt að ekki þyrfti að ræða það og ráða bót á. Óhjákvæmilega hljóta margar af helgustu minningum þeirra, sem slitið hafa barnsskónum hér á Gunnarsstöðum undanfarna áratugi, að tengjast minningu þeirra hjónanna að meira eða minna leyti. Hver um sig geta þær verið dýrmætar perlur. Sé þeim raðað saman mynda þær ákveðna yfirsýn yfir liðinn tíma. Hlutur Halldórs og Þuríðar frænku í þeirri mynd er bæði mikill og hjartfólginn. Þuríður frænka var greind kona, stálminnug og hélt óvenjulegum lífsþrótti sínum og dugnaði fram til hinstu stundar. Hún mundi vel aftur á öldina nítjándu og lifði' því í orðsins fyllstu merkingu tímana tvenna. Leitun mun í veraldar- sögunni að kynslóð sem lifað hefur aðrar eins breytingar og hennar. Það var því að vonum að hún með sitt trausta minni og ríku athyglisgáfu hefði frá mörgu að segja á efri árum. Af hennar fundi komu ungir sem gamlir ekki aðeins fróðari, heldur og smitaðir af lífsgleði hennar og skörungs- skap. Halldór var einnig hafsjór af fróðleik, enda hneigður til fræðiiðkana og lestrar ekki síður en búskapar þó hið síðartalda yrði hlutskipti hans í lífinu. Hann ávann sér traust og virðingu þeirra sem til hans þekktu. Að kynnast slíku fólki, sem þeim hjónum, er fengur, að eiga það að samferðamönnum í lífinu, er gæfa. Þegar leiðir skilja að lokinni langri samfylgd er margs að minnast og margs að sakna. Söknuðinn létta Ijúfar og bjartar minningar og þakklæti verður efst í huga, þakklæti fyrir tryggð og vináttu. Við hjónin sendum Þuríði frænku og Halldóri fyrir okkar hönd, barna okkar, tengdabarna, og sumardvalargesta hinstu kveðju og þökk. Blessuð sé minning þeirra. Sigríður og Sigfús Gunnarsstöðum 6 Björn er fæddur að Bæ 20. des. 1902, sonur hjónanna þar, Jófríðar Björnsdóttur og Jóns Konráðssonar, bónda og hreppstjóra. Bæði voru þau foreldrar Björns rómuð fyrir dugnað og höfðingsskap. Ég var svo heppinn að kynnast Jóni föður Björns um miðjan fjórða áratug aldarinnar. Hjá honum fór saman háttvísi og glæsimennska - þar var ósvikinn „lord“ á ferð. Það ljómaði af honum fyrirmennskan. Varð mér strax undarlega hlýtt til mannsins, og sú kennd yfirfærðist svo fáum árum síðar yfir á son hans Björn, sem ég því miður sá aldrei í mestum blóma lífsins eða í „fullum skrúða“ með sitt þykka, dökka hár, sem hann hafði verið sviftur með öllu á einni nóttu sökum þungbærra veikinda, en sínu „andans skrúði" hélt hann óskertu sér og öðrum til blessunar. Snemma kom í ljós, hver félagsmálamaður Björn var að eðli. Sextán ára gamall varð hann einn af stofnendum ungmennafélags í heimabyggð sinni og enda fyrir frábær störf síðar gerður að heiðursfélaga þess. Svo tók hvert trúnaðarstarfið við af öðru á nálega öllum sviðum félagsmála. Þar á meðal hreppstjóraembættið eftir föður hans. Vegna takmarkaðs blaðrýmis má ég ekki leyfa mér að fara neitt út í einstaka þætti hinna fjölþættu félagsmála og forystu Björns á þeim vettvangi, enda munu nú margir gerast til þess að minnast þeirra og þakka hátt og í hljóði á þessum merku tímamótum í ævi hans - auk þess sem þau eru almenningi kunn víða um land. Eitt er þó, sem ég get ómögulega látið hjá líða að minnast á: þátttöku og forystu Björns - manns á sjötugs og áttræðisaldri - í viðleitni Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR til bættrar umferðar- menningar. Þar var hann alla tíð - í fullan hálfan annan áratug - svo sannarlega betri en enginn, bæði heima í Skagafirði og eins í Landssamtökum klúbbanna. Þar prýddi hann hóp okkar á öllum fundum, bæði sem þráfaldlega fundarstjóri og að öðru leyti virkur þátttakandi í umræðum °8 ályktunum. Þessutan var Björn jafnan hrókur alls fagnaðar á gleðisamkomum okkar, og þótt hann væri okkar elztur, var hann yngstur til orða og athafna. Mér er óblandin ánægja að minnast samstöðu Björns með okkur, og hversu hann virtist njóta sín meðal okkar. Skemmtilegrl „selskapsmann" áttum við engan, né heldur fúsaO til hvers konar fóma gagnvart sameiginlegu áhuga- og hugsjónamáli. Okkur var því einkar ljúft að sæma Björn HEIÐURSSKJALl LKL ÖRUGGUR AKSTUR á síðasta fulltrúafundi okkar 16. okt. á sl. ári. Það má vel vera, að Bimi vini mínum sé ekkert um þessi fáu viðurkenningarorð mín vegna samskipta okkar. Þó veit ég fyrir víst, að verri yrði hann, ef ég gæti ekki að neinu í þessu sambandi elskaðrar eiginkonu hans. Oftar en einu sinni vék hann að því við mig, hver happadaguf það hefði verið sér, er hann gekk að eiga æskuunnustu sína og jafnöldru hinn 11. des. 1926- Sú fríða og föngulega stúlka var og er Kristin Kristinsdóttir Erlendssonar kennara og trésmiðs á Hofsósi. Enn í dag eftir 56 ára hjúskap - ljómaf og skín Björn af ást og umhyggju, er hann minnist konu sinnar, og það gerir hann oft. Það er ekkj langt síðan hann í bréfi til mín minntist á heimsókn sína til Kristínar á sjúkrahúsi, þar sem hann heimsækir hana daglega, þegar hann getur. i Ég vona, að hann taki mér ekki illa upp, þó að ég vitni í örfá eftirminnileg og skemmtileg orð hans: „...ekki kemst hnífur á milli okkar, svo nærl‘ henni verð ég að sitja.“ Slík er ástin enn í dag milli þessara öldnu en þó ungu elskenda. Þessi heiðurshjón eiga nú fjölda mannvænlegra afkom- enda „af öllum gráðum." Ég óska þeim til hamingju með gamla manninn síunga - og honum með þá. Frá fyrstu kynnum okkar Björns hefi ég margs að minnast, og yfir því öllu hvílir blær hlýju °g góðvildar. Ég á honum og heimili hans margt upþ að unna frá þessum árum, bæði persónulega og málefnalega. Að gista Björn, er ekki bara ad þiggja góðan mat og drykk og dúnmjúka sæng_ Ekkert minna en höfðinglegar gjafir nægja til að svala reisn hans og höfðingsskap. Þegar ég minnist samverustunda okkar, hlýnar mér jafnan um hjartarætur, og ekki sízt nú, þegar kvölda tekur og aftanbjarminn færist yfir... Góði vinur, Bjöm! Þó að þú sért bæði höfðing* og valdsmaður, veit ég fyrir víst, að þér er Ijm að taka með mér, valdleysingjanum, undir þossl látlausu orð séra Matthíasar: „Tign og völd ei vega neitt, víti það allir lýðir, heldur það að eiga eitt atidans mark, sem prýðir. “ Það átt þú! , „n Þinn Baldvin Þ. Kristjansson lslendingaþ*^ir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.