Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 16
Karl Júlíus Aðalsteinsson Fæddur 12. ágúst 1907 Dáinn 2. sept. 1982 Þótt nokkuð sé liðið síðan Karl Aðal- steinsson, bóndi á Smáhömrum í Stranda- sýslu lést, vil ég setja á blað fáein kveðjuorð til míns ágæta vinar, sem geymd verði í íslendingaþáttum Tímans, enda er stórt skarð fyrir skildi þar sem Karl var. Karl Aðalsteinsson lést 2. september s.l., liðlega 75 ára. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Halldórsson, bóndi á Hey- dalsá og Ágústína Sveinsdóttir. Karl á Smáhömrum var einn af þessum gamalgrónu og traustu félagshyggju- mönnum sem kynntust mætti samvinnunn- ar af eigin raun, ekki síst á erfiðleikaárun- um fyrir síðustu heimsstyrjöld. En Karli var jafn ljóst að engin samvinna verður traustari en veikasti hlekkurinn. Hann lét því aldrei sitt eftir liggja. Karl rak á Smáhömrum eitt besta fjárræktarbú á landinu. Það var ekki stórt, en arðsamt mjög, enda um búið sinnt af sérstakri kostgæfni, sem einkennir svo marga sauðfjárbændur á Ströndum. Vafa- laust gætir þar áhrifanna frá sauðfjárrækt- arfélögunum. Hiaut Karl iðulega viður- kenningu fyrir sauðfé sitt. Þessarar sömu góðu umhirðu gætti á öllum sviðum í búskap Karls, umhverfið ætíð til fyrirmyndar, hvergi gamall traktor eða annað drasl, sem því miður er svo algengt í mörgum sveitum og húsin vel hirt og máluð. Reyndar er einnig þessi góða umgengni fremur regla en undantekning í Strandasýslu, ekki síst í Tungusveitinni. Ég efast ekki um að í þessu gætir einnig áhrifa félagshyggjunnar. Ekki verður um Karl Aðalsteinsson rætt án þess að geta eftirlifandi eiginkonu hans Þórdísar Benediktsdóttur Guðbrandsson- ar á Smáhömrum. Þau voru sérstaklega samhent, bæði í lífi og starfi. Á þeirra fagra heimili var ætíð á móti aðkomumanni tekið af frábærri gestrisni. Þaðan á ég margar góðar minningar. Smáhamrar eru jarðlítil jörð, en Karli og Þórdísi farnaðist þó vel, enda féll Karli aldrei verk úr hendi. AUt það sem jörðin býður var nýtt, auk sauðfjárræktunar, grásleppan, rekinn og rjúpan. Karl gekk til rjúpna allt fram á efstu árin. Ég var svo lánsamur að eiga nokkrar slíkar ferðir með Karli. Skörp athygli hans og þekking á öllum einkennum náttúrunnar er mér sérstaklega eftirminnanleg. 16 Fædd 1. desember 1891 Dáin 17. nóvember 1982. Með nokkrum orðum lagnar mig til að minnast Þóru Jóhannesdóttir, en hún lést að Kristneshæli 17. nóv. sl. Þóra fæddist á Upsum 1. des. 1891. Hún óist upp á Böggvistöðum og bjó á Ingvörum í Svarfaðardal og síðar á Dalvík. Ég kynntist Þóru þegar ég giftist dóttursyni hennar, en þá var Þóra búin að vera ekkja í mörg ár og hélt heimili með yngri dóttur sinni og hcnnar börnum. Ekki er ofsögum sagt að rausnarlega tók hún á móti mér, eri þó er iricr minnisstæðara hversu hlýjar og ein 1 ægar móttökurnar voru. Tíminn leið og kynni okkar Þóru urðu nánari. Hún sagði mér ýmislegt frá uppvaxtarárum sínum og búskap í sveitinni. Eftir að börnin okkar fæddust urðu böndin sterkari. Langamma fylgdist mcð þeim hverju fyrir sig á meðan heilsa hennar leyfði. Nú síðustu árin dvaldi Þóra á Kristneshæli, en áður hafði hún orðið fyrir áföllum, sem gerðu það að verkum að hún þarfnaðist umönnunar, sem ekki var hægt að veita heima. Gleði hennar var mikil þegar ættingjar komu í heimsókn og hún tók á móti gestum sínum af sömu gestrisni og áður. Það var ennþá hún sem var veitandinn. Karl var í mörg ár formaður Framsókn- arfélags Kirkjubólshrepps. Til hans þurfti aldrei að leita nema einu sinni með erindi í þágu flokksins. Kann ég Karli sérstakar þakkir fyt|r okkar samstarf. Börn þeirra Karls og Þórdísar eru Björn Hilmar, sem ásamt konu sinni Matthildi Björnsdóttur og sonum hefur síðustu árin búið fyrirmyndarbúi á Smáhömrum og Elínborg gift Helga Eiríkssyni rafvirkja- meistara í Stykkishólmi. Ég endurtek mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Þórdísar, barnanna, og aðstand- enda allra. Steingrímur Herntannsson- Skýrust verður minning mín um Þóru ömniu- þar sem hún kemur kvik í hreyfingum út í dyr litla hússins síns á Dalvtk. hún fagnar okkur innilega og í handarkrikanum heldur hún d hekludótinu sínu. Nú er vegferð Þóru lokið, en í hugum okkar. scm kynntust henni, verður hún ávallt tengu okkar kærustu minningum. Ásdís (íísladóttir. Islendingaþaett«r Þóra J óhannesdó ttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.