Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 8
NG Arthur Guðmundsson fulltrúi Fæddur 8. mars 1908 Dáinn 6. desember 1982 Laugardaginn 1. desember 1982 var til moldar borinn frá Akureyrarkirkju Arthur Guðmunds- son, fyrrverandi fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, en hann lést hér í bæ þann 6. desember. Þóra J. Hjartar Framhald af bls. 7 áfram reiðubúin að leggja öllum góðum málum lið. Margar gjafir færði hún félaginu, hafa sumar orðið til þess, að félagið hefur komið ýmsum áhugamálum sínum í framkvæmd fyrr en ella. Pað er bjart yfir fyrstu kynnum okkar Þóru og björt verður alltaf minning hennar í mínum huga. Þótt hún væri fædd á einum dimmasta degi ársins var hún sólskinsbarn, sem ávallt bar með sér birtu og yl. Á fögrum júlídegi fyrir tæpum 30 árum bar fundum okkar fyrst saman. Skaginn skartaði sínu fegursta, ég var stödd hér í bæ, þekkti fáa og nokkur kvíði bjó með mér, við að flytja hingað. Við hjónin áttum leið framhjá húsi hennar, veit ég ekki fyrr en þar eru opnaðar dyr og út gengur léttstíg og broshýr kona klædd íslenskum búningi, sólargeislarnir glóðu á upphlutssilfrið, svo að mér fannst hún vera með fangið fullt af sólskini. Þannig kom Þóra mér fyrst fyrir sjónir. Hún kallaði til okkar og bauð okkur inn að ganga og taka þátt í gleði þeirra hjóna, þau væru að halda hátíðlegt 40 ára hjúskaparafmæli sitt. Þarna var ég boðin velkomin í hinn hlýja faðm Hjartarfjöl- skyldunnar og allur kvíði við að flytja hingað var á bak og burt. Við ylinn þann bý ég enn. Heimili Þóru og manns hennar - Friðriks Hjartar skólastjóra var sannkallað menningar- heimili. Þar var alltaf rúm fyrir gesti og gangandi, þótt ekki væri þar alltaf hátt til lofts né vítt til veggja. Móðurhlutverk Þóru var mikið og fagurt. Hún gat tekið undir orð skáldsins og sagt: „Hvað er auður afl og hús, ef engin urt vex í þinni krús.“ Urtagarð sinn ræktaði hún svo sannarlega vel, þar sáði hún fræjum kærleika og vísdóms og hlúði að öllum gróðri með sínum mjúku móðurhöndum. Fögru lífi er lokið. Komin er kveðjustund. Kvenfélag Akraness þakkar af alhug fyrrum formanni sínum Þóru J. Hjartar fyrir frábær störf í þágu félagsins, en kærastar eru þakkirnar frá þeim konum sem störfuðu undir hennar hand- leiðslu, þeim verður hún ógleymanlegur persónu- leiki. Sjálf þakka ég henni holl ráð og hvatningu, er ég síðar tók við formennsku í félaginu. Við lyftum hugum okkar í bæn og biðjum Guð Hann fæddist á Akureyri 8. mars 1908 og var því 74 ára, er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Vigfússon, skósmíðameistari og Helga Guðrún Guðmundsdóttir, sem bæði voru ættuð úr Húnavatnssýslu. Þau áttu heima inni í fjörunni hér á Akureyri og var heimili þeirra annálað fyrir snyrtimennsku og myndarskap, sem setti svipmót á Arthur allt hans líf. Fjölskyldan að blessa minningu hennar. Ástvinum hennar vottum við innilega samúð. Anna Erlendsdóttir. • Það var á gamlársdag, að mér barst fréttin um að Þóra J. Hjartar tengdamóðir mín á Akranesi væri látin. Ég hafði búist við þessari frétt lengi, en samt sem áður var eins og eitthvað hefði brostið innra með mér, og mig setti mjög hljóða. Ég skynjaði það betur en nokkru sinni fyrr hvað hún hafði verið mér mikið. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég var 18 ára og ávallt síðan hefur hún reynst mér sem besta móðir, Ijúf, góð og elskuleg og alltaf reiðubúin til hjálpar og hvatningar til þess, sem var jákvætt og velviljað. Hún var óvenjulega geðprúð og bjartsýn manneskja, sem hlýjaði allt umhverfi sitt með glaðværð og æðruleysi. Þessi fátæklegu orð mín eru fyrst og fremst þakkarorð til hennar fyrir allt það, sem hún var okkur öllum. Ég vejt að það bíður hennar ljúf og heiðrík heimkoma í ríki Guðs, sem öllu ræður. Þegar mér verður hugsað til Þóru koma í huga minn tvö erindi eftir Davíð Stefánsson, „Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og frœddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Pví aðeins fœrð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn býr. “ Blessuð sé minning hennar. Ragna H. Hjartar varð fyrir því sviplega áfalli, að heimilisfaðirinri lést 1927, þegar Arthur var við nám í 3. bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hætti hann þá námi og varð fyrirvinna fjölskyldunnar aðeins 19 ára gamall. Hann hóf síðan störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga þann 1. september 1929 og var fljótlega falin mikill trúnaður. Hann var deildar- stjóri Vefnaðarvörudeildar KEA 1931 til 1939 og fulltrúi kaupfélagsstjóra um vöruinnkaup frá 1939 til 1978, en þann 31. júli það ár lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Hafði hann þá starfað nærfellt hálfa öld hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Störf hans voru vandasöm og hann gegndi þeim ávallt af mikilli trúmennsku. Hann hafði mikil samskipti við viðskiptavini félagsins utan lands sem innan og ávann sér traust þeirra og hylli. Hann var því góður fulltrúi kaupfélagsins hvar sem hann fór. Ég veit að það var mikill gleði og gæfudagur í lífi Arthurs Guðmundssonar þegar hann þann 29. september 1942 kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Ragnheiði Bjarnadóttur Benediktssonar kaupmanns og póstafgreiðslumanns á Húsavík. Fyrstu fimm árin bjuggu þau sér heimili í byggingu Hótel KEA, en reistu sér síðan hús að Austur- byggð 10 á Akureyri, þar sem myndarheimili þeirra stóð alla tíð síðan. Voru þau hjónin alla tíð samhent í glaðværð og glæsileik, einlægni og velvilja. Arthur var alla tíð einstaklega mikill barnavinur og það var því mikil gleði í lífi þeirra hjóna að þau eignuðust þrjú myndarleg börn, sem öll eru komin til manns og ára og hafa stofnað sín eigin heimili. Þau eru Guðmundur Garðar, bankafulltrúi á Blönduósi, sem kvæntur er Katrínu Ástvaldsdóttur og eiga þau þrjú börn, Bjarni Benedikt, forstöðumaður að Kristsnesi, kvæntur Jónínu Jósafatsdóttur og eiga þau einnig þrjú börn og Þórdís Guðrún, meinatæknir á Akranesi, gift Hannesi Þorsteinssyni og eiga þau tvö börn. Fjögur systkini átti Arthur. Tvö hin elstu Dagný og Garðar eru látin, en eftirlifandi eru Lára húsfreyja í Reykjavík og Fanney húsfreyja hér á Akureyri. Arthur var mikill vinur vina sinna. Ástvini sína umvafði hann hlýju og ræktarsemi. Ég veit að söknuður þeirra er sár og ég sendi þeim öllum mínar innilegustu samúðar- kveðjur, sérstaklega eftirlifandi eiginkonunni, frú Ragnheiði, sem nú sér á bak hjartfólgnum lífsförunaut sínum. Vissulega hafði Arthur ekki gengið heill til skógar langa hríð og kallið kom því ekki að öllu leyti á óvart. En sorgin er þungbær fyrir því og ég bið öllu þessu góða fólki blessunar og huggunar Guðs. Um leið flyt ég Arthur Guðmundssyni hinstu kveðjur og þakkir Kaupfé- lags Eyfirðinga og samvinnumanna í Eyjafirði fyrir langa samfylgd og fyrir trúmennsku í vandasömum störfum. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.