Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 13
 EE Þórdís Ólafsdóttir Fædd 2. maí 1922. Dáin 2. júlí 1982. Kallið er komið komin er nú stundin vina skilnað viðkvœm stund. Föstudaginn 9. júlí s.l. var gerð frá Akra- Heskirkju útför Þórdísar Ólafsdóttur, er síðustu ^rin hefir átt heima að Kirkjubraut 37 Akranesi. Dísa eins og hún var alltaf kölluð af sínum nánustu kunningjum og vinum var fædd 2. maí 1922 í Vatnadal í Súgandafirði, en fluttist þaðan með foreldrum sínum að Botni í sama firði 1925 °g þaðan, með þeim, í þorpið Suðureyri við Súgandafjöró árið 1932, og átti þar lengst af heima. Foreldrar hennar voru þau Jóna M. Guðnadóttir súgfirskrar ættar og Ólafur Þ. lónsson bóndi og sjómaður ættaður úr Arnarfirði. Fjölskyldan varð stór, meira að segja á þeirra l'ma mælikvarða. Jónu og Ólafi fæddust 13 börn, Var Dísa sú 9 í röðinni og komust 10 þeirra til manns og ára. Dísa ólst því upp með góðum foreldrum í stórum og glöðum systkinahópi og mmntist hún oft sinna æsku- og uppvaxtarára í ^ýjum og ánægjulegum endurminningum. Eins °g altítt var þá og að líkum lætur þurftu þau systkinin að hjálpa til við heimilisstörfin, eftir því, Sem þau stálpuðust bæði í sveit og við sjó. Þau eldri fundu þá verkefni utan heimilis en hin yngri tóku við á heimilinu. Kom fljótt fram hjá Dísu dugnaður, vandvirkni og snyrtimennska í öllum störfum, sem og fylgdi henni alltaf síðan. Á unglingsárum Dísu var vinna takmörkuð í aeimabyggðinni og fóru þá margir - sérstaklega Ungar stúlkur - til atvinnuleitar á aðra staði, flestar til Reykjavíkur og nágrennis og var hún e>n af þeim. Vann hún þá fyrst á ýmsum stöðum: 1 kaupavinnu, við síldarsöltun og heimilisvinnu en lengst af á Vífilstaðabúinu við Hafnarfjörð, þar Sem hún var einhver ár við alla almenna vinnu utanhúss og innan. En aftur leitaði hugurinn heim. Árið 1944 luttist hún til Suðureyrar og gerðist þar fyrst ráðskona við mötuneyti á staðnum, en stofnaði skörnmu síðar til eigin heimilis, þegar hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Hermanni Guð- mnndssyni frá Súgandafirði nú stöðvarstjóra ósts og síma á Akranesi, þann 2. febrúar 1946. .fu þau þá þegar búskap í nýbyggðu húsi sínu Vlð Aðalgötu 14, Suðureyri. Heimilið blómgaðist dafnaði og varð þeim fimm bama auðið, sem m eru fædd á Suðureyri. Elst er Sólrún alsímakona hjá Pósti og síma Reykjavík. Ve>nbjörg hjúkrunarkona gift Hlöðver Kjart- j.Hssyni frá Önundarfirði, lögfræðingi í Hafnar- lrði' Guðmundur Óskar kvæntur Bryndísi Ein- arsdóttur ættaðri úr Mosfellssveit. Herdís gift 'sla Jónssyni skipstjóra í Þorlákshöfn ættuðum ra Skipum við Stokkseyri. Yngstur er Halldór *s,endingaþættir Karl við nám í Fjölbrautaskóla Akraness ógiftur og býr í föðurhúsum. Bamabörnin eru 9 talsins. Heimili þeirra á Suðureyri varð strax nokkuð umsvifamikið. Hermann var þá orðinn þar stöðvarstjóri Pósts og síma, sem var í sama húsinu á neðri hæð. Póstferðir í þorpin vestra voru þá miklu færri en nú og allir spenntir að fá sinn póst þó að liðið væri fram yfir venjulegan afgreiðslu- tíma. Hjálpaði þá húsmóðirin oft til að flýta fyrir því að svo gæti orðið. Sama má segja um símaafgreiðslu, sem borið gat að svo að segja á hvaða tíma sólarhringsins, sem var. Hermann var oddviti Suðureyrarhrepps um árabil. Einnig tók hann mjög virkan þátt í félagsmálum ekki síst leiklistarmálum, sem hann starfaði mikið að, en þá voru víða vestra leikflokkar starfandi, sem fóru fjarða á milli og sýndu leikrit til fjáröflunar fyrir ýmis góð málefni og héldu uppi skemmtana og menningarlífi á stöðunum. Lenti það mjög á framámönnum í þessum flokkum að taka á móti öðrum úr nágrenninu og fór ekki heimili þeirra Dísu og Hermanns varhluta af því og reyndi þá ekki síður á húsmóðurina en húsbóndann. í mörg ár vestra stóð heimili þeirra Dísu og Hermanns, jafnvel öðrum fremur að móttöku fólks, er hafði sömu áhugamál og nefnd eru hér að framan, fyrir utan alla þá, sem komu til þeirra vegna opinberra starfa Hermanns. Reyndist hún í þessu, sem öðru, styrk stoð eiginmanns síns við störf hans og áhugamál, enda heimili þeirra tiltekið fyrir gestrisni og hlýjar móttökur fyrr og síðar. Dísa var mjög félagslega sinnuð og var lengst af eftir að hún gifti sig mjög virkur félagi í kvenfélaginu Ársól á Suðureyri og sáust þess verðug þakklætismerki frá félaginu á nýafstöðnu sextugsafmæli Dísu. Þau hjón ráku um mörg ár bókabúð á Suðurcyri, er síðar varð að bóka- og gjafabúð hafði Dísa þar mesta umsjón með að minnsta kosti mörg síðustu árin og fórst henni það allt vel úr hendi. Árið 1974 fluttu þau hjón búferlum frá Suðureyri til Akraness, þar sem Hermann varð þá stöðvarstjóri Pósts og síma og hafa búið þar síðan. Héldust heimilis hættir þeir sömu opið hús fyrir vinum og vandamönnum og stóð Dísa að því einhuga með sínum alkunnu vingjarnlegheitum. Vinnugleði Dísu var söm og áður. Eftir að hafa nokkuð stundað vinnu utan heimilisins fyrstu árin á Akranesi, keypti hún í félagi við dóttur sína verslun þar á staðnum og rak hana í nokkur ár, eða á meðan hún hafði heilsu til. Dísa var mjög létt í lund en hafði þó til að bera fulla alvöru þegar henni þótti við eiga og munu þar hafa komið fram lyndiseinkenni beggja foreldra hennar. Hún var mest alla æfi vel hraust, en á árinu 1978 varð fyrst vart þess sjúkdóms, er nú leiddi hana til dauða. Leit svo út í fyrstu að vel hefði tekist til með lækningu en er á leið s.l. vetur sást að svo var ekki og síðustu 5-6 vikurnar dvaldist hún á Sjúkrahúsi Akraness og andaðist þar 2. júlí s.l. Lengst af í sínum veikindum mun Dísa hafa haft fulla von um bata að miklu eða öllu leyti að minnsta kosti lét hún aldrei annað í ljós, þó að á stundum segði hún sem svo þegar ráðgerð voru ferðalög eða aðrir samfundir fram í tímann „Já, já - en hvar verð ég þá? Þó að Dísa væri nokkuð við störf utan heimilis eftir að börnin komust á legg var hún (að okkar dómi) fyrst og fremst húsmóðir í þess orðs fyllstu merkingu, móðir og amma. Bar heimili þeirra allt merki þess og umhyggja fyrir börnum sínum og ekki síður barnabömum var sérstök. Seinustu samfundir okkar við þig Dísa mín voru á sextugs afmæli þínu 2. mai' s.l., er við vorum samankomin á heimili dóttur þinnar og tengdason- ar í Þorlákshöfn ásamt fjölskyldu þinni og mörgum sameiginlegum vinum. Það voru notaleg- ar stundir og stóðst þú þig þar með prýði eins og alltaf áður. Við héldum að fundir okkar yrðu fleiri en svo varð ekki. Við minnumst þess í stað margra samverustunda innanlands og utan er við vorum þar fjögur saman eða fleiri og samveru okkar tveggja í Hveragerði í nokkur skipti, þar sem við höfðum svo margt að segja hvor annarri í gamni og alvöru. Þegar þú nú ert horfin af sjónarsviði þessa heims söknum við þín með trega og svo mun um hina mörgu vini þína og frændur. Við minnumst og þökkum allrar þeirrar vináttu, er þú sýndir okkur um áratugi. Megi sá er öllu ræður styrkja þá, sem mest hafa misst, eiginmann þinn, börn og aðra. þína nánustu til að tileinka sér þá lífsbreytingu, sem orðin er og þau hafa nú orðið fyrir. Vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Farðu i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragnheiður Lára og Trausti. 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.