Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1983, Blaðsíða 10
Sigríður HaUsdóttir Haraldur Kristinn Framhald af bls. 9 Einnig stjórnaði Haraldur kór verkamanna í Reykjavík. Haraldur var einnig stofnandi og fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins. Hann kom og mikið við sögu tónlistarlífs í Vestmannaeyjum á meðan hann var búsetlur þar og átti þar m.a. gott samstarf við tónskáldið vinsæla Oddgeirheitinn Kristjánsson. Þarstofnaði hann H.G. -sexettinn, danshljómsveit, sem var mjög rómuð. Eftir að Haraldur flutti til Norðfjarðar stofnaði hann nýjan H.G.-sexett, sem var afburða skemmtileg og raunar listræn danshljómsveit. Hann tók við stjórn Lúðrasveitar Neskaupstað- ar árið 1955 og segja má að síðan hafi hann stjórnað lúðrasveit hér fram á síðasta dag. Síðustu árin var það Skólahljómsveit Neskaup- staðar, skipuð nemendur úr Tónskólanum, sem víða fór og lék allstaðar við mjög góðan orðstír. Um tíma stjórnaði Haraldur karlakór hér og voru þá stundum haldnir sameiginlegir tónleikar lúðrasveitarinnar og karlakórsins. Pessi kór varð þó ekki langlífur og var það sumpart vegna tfmaskorts. í stuttri minningargrein er ekki hægt að minnast nema á fátt eitt af áhugamálum og störfum þessa fjölgáfaða manns. Það sem mér fannst fyrst og fremst einkennandi fyrir hann var aðdáun hans og elska á öllu því sem fagurt var. Þótt hljómlistin væri hans hjartans mál var hann og einnig unnandi annara fagurra lista, svo sem málaralistar og bókmennta. Að vísu hefi ég ekki þekkingu til þess að dæma um djúpsæi hans á þessu sviði, en kynni mín af honum voru næg til þess að skynja ást hans á fegurð þessa og göfgi. Eins og áður segir var Haraldur fyrst og fremst ástmögur tónlistarinnar. Ungur festi hann ást á henni, en hann var aðeins 5 ára þegar hann fór að Ieika á banjó. Þegar hann fluttist með foreldrum sínum frá fæðingarbæ sínum Vestmannaeyjum til Reykja- víkur 8 ára gamall, var hann orðinn leikinn á mandólín og banjó og lék þá og söng öðrum til skemmtunar. Nú eru hljómar mandoltns og banjós þagnaðir. Hvellir og tærir tónar trompetsins óma ekki framar. Mjúkur taktsláttur stjórnandans seiðir ekki framar fram samhljóma blásaranna. Við fráfall Haraldar misstum við Norðfirðingar mikið, þótt mest hafi þar misst eiginkona hans og böm og aðrir aðstandendur. En minningin um mikilhæfan listamann og velgjörðarmann mun lifa. Við Norðfirðingar nutum listar hans og starfs- krafta lengst og best. Það er því okkar öðrum fremur að vernda og heiðra minningu hans. Stefán Þorleifsson, Neskaupstað Fædd. 23. október. 1898. Dáin, 12. desember 1982. Aðfaranótt s. I. sunnudags andaðist móðursystir mín, Sigríður Hallsdóttir, húsfreyja á Akranesi, 84 ára að aldri. Hún fæddist á Stóra-Fljóti í Biskupstungum 23. okt. 1898. Foreldrar hennar voru Hallur, bóndi á Stóra-Fljóti, Guðmundsson, b. þar, og kona hans, Sigríður Skúladóttir, bónda á Berghyl, Þorvarðarsonar. Sama dag og Sigríður yngri fæddist lést móðir hennar af barnsförum og voru börnin þá fimm. Hin eldri voru: Jóhanna, húsfreyja á Akranesi, Skúli,stöðvarstjóri í Kefla- vík, Guðmundur, bóndi í Auðsholti í Biskups- tungum, og Elín, húsfreyja á Kaldbak í Hruna-, mannahreppi. Þau eru öll látin, en yngri hálfbróðir þeirra, Finnbogi, húsasmíðameistari í Hafnafirði, lifir nú einn þeirra systkina, áttræður að aldri. Snemma varð Sigríður að vinna fyrir sér en þegar hún var 10 ára varð faðir hennar að bregða búi. Kom sér þá vel að hún var bæði hraust og sterkbyggð, og heyrt hef ég til þess tekið að hún þótti a.m.k. karlmannsígildi til allra verka þegar hún var á æskuskeiði. Sigríður var bæði vel gefin og námfús og rnun hafa haft löngun til meiri skólagöngu en kostur var á. Því var það henni mikils virði að geta komist í Hvítárbakkaskóla, en þar var hún tvo vetur við nám. í Borgarfirðin- um kynntist hún Þórði Ásmundssyni frá Fellsaxl- arkoti í Skilmannahreppi og giftist honum árið 1925. Þau settust að á Akranesi, þar sem Þórður stundaði sjó og síðar ýmis störf, síðast við Sementsverksmiðju ríkisins. Þórður var annálað- ur dugnaðar og drengskaparmaður, og það mun hafa orðið frænku minni þungt áfall þegar hann lést fyrir 11 árum, þótt enginn sæi henni bregða. Þórður og Sigríður eignuðust 4 börn. Þau eru: Kristbjörg, húsfreyja og verslunarmaður á Akra- nesi, Skúli, forstöðumaður Lífeyrissjóðs Vestur- lands búsettur á Akranesi, Bragi bókaútgefandi á Akranesi, og Birgir, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi. Öll eru þau systkin gift og eiga afkomendur. Síðustu æviár Sigríðar átti hún við nokkra vanheilsu að stríða, en þó bar hún aldur sinn vel. Eftir lát Þórðar bjó hún áfram í húsi þeirra að Suðurgötu 38 og naut til þess fulltingis barna sinna, einkum Kristbjargar, sem lengi bjó í sama húsi. En þar kom, að Sigríður treysti sér eigi lengur að halda eigið heimili, og seldi þá húsið og fluttist í hið nýja vistheimili að Höfða. Þar undi hún hag sínum hið besta og var innilega þakklát að geta verið svo nærri börnum sínum. Heimilinu að Höfða bar hún hið besta orð, og kunnugt er mér um að jákvætt viðhorf hennar varð mörgum vistmönnum til uppörvunar og skapléttis. En á s.l. sumri fékk hún sjúkdómsáfall sem svipti hana bæði kröftum og máli. Síðustu mánuðir urðu henni því erfið raun, sem hún þó bar með þolgæði, og æðraðist ekki þótt svo væri komið líðan hennar, að dauðinn varð henni sannkölluð líkn. Þó að Sigríður festi fullkomlega rætur a Akranesi dvaldi hugur hennar oft við bernsku og æskustöðvarnar í uppsveitum Árnessýslu, Biskup- stungum, Laugardal og Ytri-Hrepp. Einstaklega var skemmtilegt að ferðast með henni um þæf slóðir, heyra hana rifja upp gamlar minningar, ekki síst gamanmál og finna hve hún naut slíkra stunda. Skyld átthagatryggð hennar var einstæð frændrækni. Hún lagði mikið kapp á að halda sambandi við systkin sín og systkinaböm og naut til þess stuðnings fjölskyldu sinnar. Það varð henni því meiri gleði og upplyfting en frá verði sagt, þegar sá draumur hennar rættist að fá að sjá flest af þessu skyldfólki sínu saman komið á ættarmóti í Reykjavík 30. ágúst 1981. Okkur systkinunum sjö frá Kaldbak sýndi Sigríður alla tíð einlæga vináttu; fráfall móður okkar 1942 breytti þar engu um. Þó að erfitt væri um samgöngur kom hún að finna okkur þegar hún gat og fylgdist síðar með hverju okkar. Þegar svo ný kynslóð tók að vaxa úr grasi gladdist hún yhr hverjum nýjum enstakling og hafði nákvæmar reiður á nöfnum og aldri. Virtist hún ekkert sljóvgast í því þrátt fyrir háan aldur. Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég nú að skilnaði tjá einlægar þakkir til frænku okkar fyrir langa, órofa tryggð. Börnum hennar, tengdabörn- um og afkomendum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Krístinn Kristmundsson. 10 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.