Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 8

Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 8
þvi og beiði i átta daga eftir henni, en svo móðgaðist hann, þegar hún kom ekki aftur, og hann talaði aldrei við nokkra manneskju upp frá þvi. Þennan vetur varð stöðugt kaldara, og brátt fór maturinn i búrinu hjá Mariu að minnka. Einar treysti sér ekki til bæjarins, þvi leiðin var löng, og hann frysi áreiðanlega i helj áður en hann kæmist yfir heiðina. Loks var allt búið, allar kirnur tómar, og ekkert að borða. Það eina, sem eftir var, var heyið handa skepnun- um, og það var bót i máli. Morgun einn, þegar Einar kom fram i eldhúsið, sat Maria og grét. — Hvað er að, vina min? spurði hann og strauk henni um hárið. — Það er ekkert að mér, svaraði Maria og þurrkaði sér um augun á svuntuhorninu. — Það eru börnin okkar. Ég var að baka tvö litil brauð úr siðasta hveitinu, og þegar þau eru búin er ekkert eftir nema grjón i svolitinn graut. — Já, við sveltum að minnsta kosti ekki i hel á meðan grjón- in eru til, sagði Einar og reyndi að hugga Mariu. — En það er ekki hægt að fara neitt i þessu veðri, nema i sina siðustu för. En Einar hafði áhyggjur af þessu, hann yrði að útvega mat einhvern veginn. Hann hugsaði lengi um þetta, og á meðan hann var að höggva i eldinn, datt honum i hug að fara og berja að dyrum hjá tröllkarlinum i Bláfjalli og biðja hann um aðstoð. Þeir voru þó nágrannar, og á tim- um eins og þessum var hreint og beint skylda nágranna að hjálpa hvor öðrum. Já, hann skyldi fara til tröllkarlsins. Einar fór þegar að búa sig af stað. Hann náði i stærstu skinnhúfuna sina og vafði prjónatreflinum um hálsinn. Siðan kvaddi hann Mariu og börnin hátiðlega og lofaði að koma aftur með mat. En Maria varð hrædd, þegar hann sagðist vera að fara að biðja tröllkarlinn um hjálp. Hún hafði heyrt að hann væri bæði vondur og nizkur en þau ákváðu að vona það bezta. Einar spennti á sig skiðin og lagði af stað. Á eftir dró hann sleða, sem hann ætlaði að setja hveitipokana á. tjff, hvað það var kalt! Veðrið tafði fyrir honum, en hann beit saman tönnum og beitti öllum sinum kröftum. Hann gætti þess að nema aldrei staðar, þvi þá frysi hann, og loks var hann kominn að dyrum trollkarlsins, laf- móður og þreyttur. Snjórinn var þarna i himinháum sköfl- um, og vindurinn hvein og stakk Einar i nadlitið eins og ótal nálar. Hann sló með skiðastafnum i dyrnar. — Hæhó!! hrópaði hann gegn- um hvininn i vindinum. — Opnaðu, það er Einar, neðan úr dalnum! Hæhó! Hann kallaði lengi, og loksins iskraði i hjörunum og tröllkarlinn kom i gættina, tortryggnislegur á svipinn. — Hvað viltu mér i svona veðri? hreytti hann út úr sér og gretti sig, reiðubúinn að skella aftur hurðinni. — Okkur vantar hveiti, svaraði Einar. — Viltu ekki vera svo góður að lána mér tvo poka. Þú skalt fá þá aftur i haust, þvi lofa ég. Einari var hræðilega kalt, og klaka- drönglar héngu úr augnabrún- um hans og skeggi, og tennurnar glömruðu i munnin- um. — Lána þer hveiti, segir þú. Kemur ekki til mála. Ég sé um mig, og þú verður að sjá um þig, svaraði tröllkarlinn og skellti hurðinni aftur. Þvilik vonbrigði fyrir Einar. En það var vist ekki um annað að ræða en fara tómhentur heim. Það gekk betur, þvi nú var niður i móti að fara. Loks var hann kominn heim i eld- húsið til Mariu sem sat og prjónaði við eldinn. — Hvernig gekk? spurði hún. — Fékkstu tvo poka af hveiti? — Nei, ég fékk ekkert, svaraði Einar. — Tröllkarlinn var i illu skapi, og sagði, að við yrðum að sjá um okkur sjálf, hann sæi um sig. Þarna lá sjálfur tröllkarlinn i mýrinni og gat ekki stigið i fótinn. — Iijálp, sagði hann þegar Einar kom þar að. 8

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.