Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 31.10.1974, Qupperneq 16

Heimilistíminn - 31.10.1974, Qupperneq 16
Áslaug Káradóttir: Maður kemur í heimsókn Nú hringir dyrabjallan. Og mamma ekki búin að segja mér skemmtilegu söguna um álfinn og hestinn hans. Mamma flýtir sér til dyra, Litur samt snöggt til min og segir. „Farðu nú að sofa, vina mln”. Mig langar ekki til að fara að sofa. Mig langar til þess að mamma ljúki við sög- una, tali svo við mig á eftir. En ég heyri að hún er glöð I málrómnum og hlær, þegar hún opnar dyrnar. Inn i stofuna kemur hár maður með mömmu. „Þetta er Jón”, segir mamma og horfir á manninn. Ég segi ekkert. Ég horfi lika á manninn. Allir karlmenn eru i minum augum keppinautar. Keppinautar um athygli mömmu. „Ætlar þú ekkert aö segja, elskan”, segir mamma, dálitið utan við sig. Mér finnst hún hefði ekki átt að segja „elsk- an”. Ég fann enga hlýju I rödd hennar. Maðurinn sezt þó ekki I sófann til okkar mömmu. Ég er fegin þvi. Mér finnst hann ekkert fallegur, hann er ljóshærður eins og pabbi. Hann horfir mikiö á mömmu. Nú tala þau saman. Mér heyrist það ekkert merkilegt, en þó hlæja þau annað slagið. Mamma er svo bliö á svipinn og talar mjúkri röddu, hún talar dálitið lágt. Hún horfir lika mikið á manninn. Hún viröist bókstaflega hafa gleymt mér, hún 16 segir mér ekki einu sinni að fara að sofa. Ég er llka glaðvakandi. Ég horfi stöðugt á mömmu. Hvers vegna horfir hún svona á manninn og brosir svo milt. Ég vil ein eiga brosið hennar. Ég er þó barnið henn- ar. Mamma hefur oft sagt að sér þætti ég bezt af öllum og að henni þætti vænna um mig en allt annaö I heiminum. Hefur hún nú gleymt þvi. Getur það verið að henni þyki vænna um þennan stóra ókunnuga mann. „Mamma”, segi ég, „ætlar þú ekki að ljúka við söguna”? Ég segi þetta mjög lágt. Hún anzar mér ekki. Ef til vill hefur hún ekki heyrt til min. Ég kem við hana. „Hvaö, vina”, segir hún. Hún sýnist svo fjarræn. Horfir á mig eins og hún þekki mig varla. Hvers vegna ertu svona á svip- inn, mamma, hugsa ég. Ég segi ekkert meira. Ég finn að tárin eru að koma fram i augun á mér. Kannski sér mamma mig þá. Nú litur maðurinn á mig. „Hún er sæt”, segir hann og brosir svolitið til min. Hann átti ekki að sjá tárin min. Ég kæri mig ekki um að bláókunnugur karlmaöur sjái mig gráta. Mamma sér mig ekki. Þau tala stöðugt og hlæja meir en áður, lágt, og horfa hvort á annaö. Ó, mamma, hvers vegna sérðu ekki aö litla stúlkan þin er döpur. „Farðu nú að sofa, góða min”, segir mamma. Nú horfir hún á mig, Qg ég veit að hún sér mig núna. Bros hennar er rétta brosið. Hún breiðir sængina betur ofan á mig og kyssir mig. „Sofðu nú”, segir hún og strýkur mér um hárið. Hún virðist dálitið leiö á svipinn og um stund hefur hún örugglega gleymt manninum. Hún stendur snöggt á fætur og segist ætla að hita kaffi. Ég er ein með manninum. Ég loka aug- unum og þykist vera sofnuð. Ég kæri mig ekki um að hann tali við mig. Samt opna ég þau smávegis og virði hann fyrir mér. Mér finnst hann dálitið likur pabba. Hvers vegna horfir mamma aldrei svona blitt á pabba. Aldrei hlæja þau saman. Hvers vegna býr pabbi ekki hjá okkur, hann er svo góður. Þegar ég spyr mömmu, hlær hún bara og segir, að það sé betra svona. Hún segist vilja búa ein með stúlkunni sinni. Nú kemur mamma með kaffið. Hún er glöð á svipinn, mér sýnist hún svifa um gólfið. Nú skil ég hvers vegna hún fór I fin föt og var svona lengi að greiða sér i kvöld. Mér finnst mamma svo falleg núna. Bara að ég ætti bros hennar ein.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.