Heimilistíminn - 31.10.1974, Side 23

Heimilistíminn - 31.10.1974, Side 23
iIeiðinni Ætlar á skinnbát yfir Atlanshafið — til að sanna, að Irar hafi verið fyrstir yfir hafið til Ameríku. 1 meira en ár hefur írinn Bill Beattie unnið að þvi að smiða sér skinnbát eftir gömlum teikningum, og er ætlun hans að róa bátnum yfir hafið til Ameriku, i þvi skyni sanna, að aðrir hafi komið þangað fyrstir manna — áður en bæði Leifur heppni og Kolumbus komu þangað. Fjár- skortur olli þvi, að Bill varð að aflýsa ferðinni i ár, en hann vonast til að geta farið á næsta ári. Báturinn er tilbúinn. Þetta er 45 feta bátur með trégrind og klæddur utan með nautshúð. Það eina sem vantar eru 1500 sterlingspund. — Við ætlum að sanna, að írar hafi verið fyrstir til að nota sjóleiðina til Ameriku yfir norðurhluta Atlantshafs, segir Beattie. Það var um 600 fyrir Krist, einum 400 árum áður en .vikingarnir fundu leiðina. Kanadisk unnusta Beatties hefur hjálpað honum við bátssmiðina, en hún heitir Rosemary Fletcher. Þau hafa reiknað út að ferðalagið taki þrjá mánuði og ekki hafa þau verið i vandræðum með að fá áhöfn á bátinn, en hún er átta manns. Vandamálin hafa einungis verið fjármál. Norkst fyrirtæki hefur lagt til ósköpin öll af þurrkuðum fiski, en aðal- fæöa áhafnarinnar verður fiskur og hunang. Þá hefur irskt fyrirtæki lofað að gefa mannskapnum gamla irska búninga, eins og gert er ráð fyrir aö forfeðurnir hafi notað. Leið Beatties átti að liggja um Island og Grænland til Boston. Til að forðast að lenda 1 is, varð báturinn að vera kominn suður fyrir Nýfundnaland fyrir október- mánuð, en þá voru peningarnir búnir og hætta varð við ferðina. Árið i ár hefur annars veriö heldur óhagstætt þeim, sem hafa ætlað sér að sanna, að Kólumbus hafi ekki verið fyrstur til Amerisku. 1 janúar komust menn að raun um, aö Vinlandskortið góða, sem hefur verið einasta sönnun þess, að vikingar voru fyrstir, er falsað. Taliö var aö svissneskur munkur hefði gert þaö á fimmtándu öld, en nú er nokkurn veginn vist, aö það er fölsun siðan um 1920. Anars hafa Walesmenn lengi haldið þvi fram, að þeir, eða Madoc prins frá Norður-Wales hafi verið fyrstur manna til Ameriku. Hann ferðaðist mikið með vikingum og þegar hann fór dag nokkurn vestur á bóginn og kom ekki aftur, var talið vist, að hann hefði farið til Ameríku. Þessi saga fékk byr undir báða vængi, þegar velskur prestur varð strandaglópur i Ameriku á 17. öld. Seminol-Indiánar tóku hann höndum og ætluðu að taka hann af lifi. Þar sem hann stóö bundinn við staur og beið dauða sins, tók hann að þylja bænir sinar — á velsku. Þá þögnuðu trumburnar, bálið var slökkt og Indiána- höfðinginn kom og baöst afsökunar — á velsku. Saga þessi er enn i góðu gildi og á öllum öldum hefur fólk þótzt heyra sögusagnir um velska Indiána. Það merkilega við svona sögur er, að þær eru hvorki hægt að sanna né afsanna. En Bill Beattie er tilbúinn með bátin sinn og biður þess aö fá staðfestingu á sinni skoðun næsta sumar. 23

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.