Heimilistíminn - 31.10.1974, Page 25
Heilmikið gerist fyrstu sex mánuðina eftir
fæðingu barns, bæði fyrir barninu og
foreldrunum. Hér er sagt frá nokkru af því.
5. 6.
mánuður mánuður
4.
mánuður
BARNIÐ vex. Það vex upp úr öllum pínu-
litlu treyjunum og buxunum, sem það not-
aði i vöggunni og reyndar upp úr vöggunni
lika. Það er gott að koma i raunverulegt
rúm, þar sem nóg pláss er til að sprikla af
hjartans lyst og svo er hægt að gægjast út
á milli rimlanna og halda i þá. Nú fer
barnið að þarfnast félagsskapar, þekkir
fólkið I kring um sig og brosir stóru, tann-
lausu brosi, þegar það heyrir kunnar
raddir og hljóð. Svefnþörfin minnkar enn,
flest börn á þessum aldri láta sér nægja
að sofa vel fyrir hádegi og svolitið eftir
hádegið.
Um þetta leyti fer mjólkurmáltiðunum
að fækka og j.matur” kemur i staðinn.
Byrjað er á mauki úr grænmeti og ávöxt-
um og flestar mæður gefa góðan kvöld-
mat til að barnið sofi betur um nóttina.
Það er lika um þetta leyti, sem barnið
fer að „geta” svo mikið, að óhöpp vilja
eiga sér stað. Barnið er alltaf að æfa sig
og skyndilega einn daginn veltur það yfir
á magann eða nær I hlut, sem talinn var
utan seilingar.
Nú þurfa foreldrarnir að læra að skipta
milli sin ábyrgðinni á barninu. Hann þarf
aö læra, að konan þarf á frikvöldi eða fri-
siðdegi aö halda, þar sem hún i fyrsta sinn
i marga mánuði þarf að mega hugsa um
eitthvað annað en barnið. Hún þarf að
læra að skipta sér ekki of mikið af þegar
pabbi er að baða barnið eða gefa þvi að
boröa. Hann lærir það bezt af sjálfum sér
og það er lika gott fyrir hann að öðlast
nánara samband við barnið.
Nú er barnið ekki lengur ópersónulegur,
hvitur böggull, þegar farið er eitthvað
með það. Persónul^ikinn er furðulega
mótaður. Barnið hefur sina eigin skoðun á
mat, leikföngum og þægilegum eða
óþægilegum hlutum i lifinu og tilverunni.
Og þegar eitthvað er öðruvisi en barnið
vill, bregst það gjarnan við með reiði-
öskrum. Sagt er að mörg börn á þessum
aldri séu I slæmu jafnvægi andlega, vegna
þess að þau vilja gera svo mikið, en geta
það ekki allt. Umfram allt vill barnið nú
hafa félagsskap, þegar það er vakandi.
Frá 5 mánaða aldri má barnið drekka
venjulega mjólk, án þess að hún sé soðin
áður. Maturinn verður æ likari mat hinna
fullorðnu, þarf aðeins að vera meira
hrærðureða brytjaður og minna kryddað-
ur, en mikilvægt er að barnið sé vanið á
sem fjölbreyttastan mat frá byrjun.
Nú geta foreldrarnir farið að kikja inn i
leikfangaverzlanir. Orvalið er mikið og
þaö þarf að einbeita sér til að finna réttu
leikföngin. Það er gaman að sjá barn
kynna sér leikföng og komast að þvi hvað
er skemmtilegast. Yfirleitt eru börn
hrifnust af þvi sem má bita i og hamast
með og er auk þess fallegt aðhorfa á.
NÚ GETUR barnið setið upp, að minnsta
kosti með púða við bakið eða hönd sem
styður við. Nú opnast alveg nýtt sjónar-
horn úr barnavagninum og heima miðast
allar hreyfingartilraunir við að komast
áfram, sum börn geta nú mjakað sér
áfram og jafnvel skriðið. Mikið er rausað,
stundum eru hljóðin lág og bliðleg, en sé
barnið óánægt, fer það ekki framhjá
neinum, þvi þá er ákveðni i ruglinu. Það
er gaman að hossast, þegar pabbi eða
mamma halda utan um mann, það er
hægt að fara i feluleik og svo er maður
alltaf hlægjandi.
Sex mánaða barn er ákaflega upptekið
af sjálfu sér. Það skoöar endalaust á sér
hendur og fætur. Nú má fara að eiga von á
fyrstu tönninni, en venjulega kemur hún
um 7-8 mánaða aldurinn. Lengi áður er
gómurinn rauður og aumur og barnið bit-
ur mikið i hlutina. Barnið slefar oft mikið
I sambandi við tanntökuna og það getur
leitt af sér erfiðar hægðir og sárindi á
afturendanum.
Nú mega foreldranir fara að vænta þess
að friðsamar máltiðir verði sjaldgæfar.
Nú vill barnið fá að borða sjálft og slikt
fer venjulega fram með miklum gusu-
gangi, jafntyfir foreldra og umhverfi sem
barnið sjálft. Þá er oft erfitt að varðveita
þolinmæðina. Ekkert dugar að skamm-
ast, barnið gerir sitt bezt og á endanum
lærir það lika að borða sjálft.
25
I.
i