Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 26
Ságan
Snjókorn
í glerkúlu
ÞENNAN daginn kom Janicke á brautar-
stö&ina tiu minútum áður en lestin átti að
fara. Eins og venjulega úði þar og grúði af
fólki, sem var að flýta sér heim, með
ýmsum lestum. Það varð að olnboga sig
áfram til að fá sæti og Janicke var orðin
hreinasti sérfræbingur i þvi eftir nokk-
urra ára þjálfun.
Skyndilega stóð hún augliti til auglitis
við gamla skólasystur sina, sem ók
barnavagni og stærra barn hékk i kápunni
hennar. Það var langt siðan þær höfðu
sézt og þær spjölluðu saman, þar til Jan-
icke mundi eftir klukkunni. Hálf minúta
eftir, hún varð að flýta sér, kvaddi og
hljóp eftir pallinum. Hún miðaði á næstu
dyr á lestinni, en um leið og hún steig upp
á þrepið, var hún gripin sterkum höndum
aftanfrá og sett niður á brautarpallinn
aftur.
— Hvað á þetta að þýða? hrópaði hún
æst. — Hvernig vogið þér yður....?
— Verið róleg, svaraði djúp rödd. —
Lestin var komin á hreyfingu. Þaðer eng-
in ástæða til að fremja sjálfsmorð á svona
fögrum degi.
— Della, hélt Janicke áfram. — Þetta
var lestin min.
— Hún er það ekki lengur.
Lestin var nú komin á hraða ferð. —
Fjandinn sjálfur, tautaði Janicke og sneri
sér að „bjargvætti” sinum. En hún hélt að
hún mundi hálsbrotna við að lita framan i
hann. — Liklega ætti ég að þakka yður,
sagði hún treglega.
— Ekkert að þakka svaraði sá hávaxni
og brosti niður til hennar. — En fólk hefur
týnt lifinu við að fara svona óvarlega að.
Kannski ætti ég að biðjast afsökunar á
hvað ég var harðhentur. Það er vist ekk-
ert annað að gera en biða eftir næstu lest.
Janicke virti hann fyrir sér i laumi.
Þetta var myndarlegur ungur maður og
virtist hreinn og beinn. Það var heimsku-
legt að reiðast við hann, en henni lá á að
komast heim til sin sem fyrst. Hún var i
námi og varð að lesa eins og hún mögu-
lega gat.
— Komdu og fáðu þér kaffibolla með
mér, sagði hann allt i einu. — Við förum
með sömu lest og það er ennþá hálftimi
eftir. Sjáðu til, ég hef tekið eftir þér áður.
Hún leit rannsakandi á hann. Það gat
ekki verið neitt athugavert við að drekka
með honum kaffi. — Takk, ég þigg það
gjarnan, svaraði hún. — Það var ekkert
gaman að bíða hér. Þau gengu inn i kaffi-
teriuna og á meðan hugsaði hún um, hvað
Róbert mundi segja við þessu. Henni
gramdist það.
— Ég heiti Pétur Brandt, sagði ungi
maðurinn um leið og hann kom með
bakka með kaffi og kleinuhringjum að
borðinu. — Allt sem ég veit um þig er að
þú tekur strætisvagn áfram upp að
Bakkahólum, þegar þú ferð úr lestinni, en
ég tek vagn niður i Bakkabæ i gagnstæða
átt.
Hún hló. — Það er fallegt þar, svo frið-
sælt og rólegt. Annars heiti ég Janicke
Stray og hef alltaf átt heima uppi á
Bakkahólum.
— Og ég alltaf i Bakkabæ með foreldr-
um minum, i gömlu, skrýtnu húsi. Siðan
ég varð fullorðinn hef ég farið til borgar-
innar daglega og það eru orðnir nokkuð
margir timar samanlagt. Ég vona, að þú
farir ekki að hlæja, þegar ég segi þér, að
ég er yfirmaður i stórri leikfangadeild.
Mér likar það nefnilega vel. Mér þykir
vænt um börn og að sjá þau i búðinni
minni. Ég reyni eftir beztu getu að hjálpa
frænkum og frændum að velja skynsam-
leg leikföng og það er gaman að krökkun-
um, þegar þau koma með aurana úr
sparibaukunum sinum. Einhvern tima
vonast ég til að geta opnað mina eigin
verzlun, þá þarf ég ekki að spyrja um
leyfi til að selja hlutina nokkrum krónum
ódýrari, ef einhver á ekki alveg nóg fyrir
þeim. En þú, Janicke, hvað gerir þú?
— Ég, sagði hún og saup á kaffinu. —
Ég sit á skrifstofu i stóru tryggingafélagi
og pikka á ritvél allan daginn. Það er ekki
beint draumastarf, og ég er ekki sérlega
dugleg, en þaðkemur kannski með timan-
um. En Róbert segir, að þetta sé gott
starf. Hún þagnaði og roðnaði, engin á-
stæða til að sitja hér og segja- allt um
sjálfa sig.
— Róbert. Pétur leit á hönd hennar.
Þar var enginn hringur.
— Ertu trúlofuð?
— Nei, en það haida allir það. Við
Róbert höfum þekkzt svo lengi og foreldr-
Allir voru svo vissir um að hún og Róbert myndu gifta sig
einhvern daginn, að þeim datt ekki í hug að spyrja að því. En
hún var alls ekkert viss um að hana langaði yfirleitt nokkuð
til að giftast — að minnst kosti ekki Róbert.
26