Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 27

Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 27
ar okkar hafa alltaf verið vinafólk. Hún setti kaffibollann harkalega niður. Bara aðhún gæti borið upp vanda sinn við þennan ágætis mann. Það yrði svo gott að trúa einhverjum fyrir öllu saman, segja frá andvökunóttunum, þegar hún var að hugsa um hvernig það væri að vera gift Róbert. Eina slika nótt ákvað hún að koma sér eitthvað áfram í lífinu og fór að stunda nám. Ótal sinnum hafði hún ýtt vandamálinu til hliðar, en vissi, að þetta gat ekki haldið svona áfram. Auðvitað likaði henni vel við Róbert og neitaði alls ekki að henni fannst þægilegt að láta hann sækja sig á nýja, fina bilnum. Þá var ekkert athugavert við að láta dengja yfir sig blómum og kon- fekti, eða sitja i beztu sætum i leikhúsinu. En þó fannst henni þetta ekki vera það sem hún vildi. Róbert var glæsilegur og rausnarlegur, en hann var stundum hreint og beint hundleiðinlegur. Það var gallinn. Foreldrar hennar voru afskaplega ánægðirmeð Róbert, þau gátu ekki hugs- að sér betri eiginmann handa dótturinni, en þennan son Grants skipakóngs og þau létu aldrei undir höfuð leggjast að minna hana á, hvað Róbert væri traustur og hvað hún yrði hamingjusöm. Almáttugur, eins og hún efaðist nokkuð um það. Nei, það var ekki það, sem skap- aði efann. En Róbert viidi aldrei taka þátt i neinu nýju eða æsandi. Hana langaði til að fara i draugalestina, þegar Tivoli kom til Bakkabæjar, en slikt var óhugsandi fyrir hann. Eitthvert sinn, er þau voru samankomin hjá kunningjum úti i sveit, datt einhverjum i hug að fara að tina sveppi i tunglsljósinu. En Róbert hafði bara brosað að þessu eins og hverjum öðrum barnaskap. Þau gætu fengið kvef i næturlofinu og auk þess væri miklu þægi- legra að tina sveppi i dagsbirtu. Þessi eilifa umhyggja hans var beinlin- is niðurdrepandi. Janicke stundi og hrærði i kaffinu. — Þú verður hrukkótt fyrir aldur fram, ef þú hugsar svona stift, sagði Pétur. Hún hló og hristi höfuðið. Hvernig gat staðið á þvi að henni leið svona vel með manni, sem hún hafði ekki þekkt nema tæpan hálftima? Þau hittust daginn eftir og næstu daga og alltaf fengu þau sér kaffi meðan þau biðu eftir lestinni. Einn daginn sagðist Pétur vera stjórnandi litils leikhóps við skólann i Bakkabæ og nú stóð sýning fyrir dyrum. — Gætir þú ekki komið? spurði hann ákafur. — Krakkarnir eru svo indæl. Tekjurnar af sýningunni eiga að renna til bókasafns barnaheimilisins i Bakkabæ. Foreldralaus börn. Janicke fékk sting i hjartað. Annars var dálitið einkennilegt, að heyra fullorðinn mann tala svona um börn. 27 J

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.