Heimilistíminn - 31.10.1974, Side 28
— Mér fyndist gaman að sjá þig þar,
hélthann áfram — en vinur þinn kærir sig
kannski ekkert um það. Geturðu ekki
bara tekið hann með?
Janicke likaði ekki orðfærið „vinur
þinn’. Hún vildi helzt að Pétur héldi hana
alfrjálsa. En hvers vegna? Ja, að minnsta
kosti var hún alls ekki bundin Róbert.
— Heyrðu, sagði hún skyndilega. — Ég
á fullan kassa af barnabókum heima.
Eigum við ekki að taka lestina fyrr núna,
svo þú getir komið með heim og sótt þær?
Mér skilst að þú komir oft á barnaheimil-
ið.
Pétur var ekki mikið á móti þessu og
þau flýttu sér af stað.
Foreldrar hennar tóku vel á móti Pétri,
þegar þau vissu erindi hans. Það varð
mikill fögnuður, þegar móðir Janicke
uppgötvaði, að hún hafði verið i skóla með
frænku hans. En þegar Pétur var farinn,
sagði móðirin: — Farðu varlega svo þú
særir ekki Róbert, vina mín.
— En mamma, ég er ekki trúlofuð
Róbert, hann hefur alls ekki beðið min.
— Það kemur. Móðirin brosti. — Þú
veizt að honum þykir mjög vænt um þig.
— Vænt um'. hrópaði Janicke reið.—Ef
ég giftist einhverjum, þá á hann að elska
mig og ég hann.
— Það kemur lika, sagði móðirin sann-
færandi. — Ástin vex smátt og smátt.
— Smátt og smátt, iussaði Janicke. —
Við höfum þekkzt siðan við vorum i
vöggu. Ætti það kannski ekki að nægja?
— Þú ert þó ekki að imynda þér, að þú
sért ástfangin af þessum Pétri Brandt?
Móðirin virtist gröm.
— Ég imynda mér ekkert, sagði Jan-
icke og roðnaði. — Það er heldur ekki
nauðsynlegt að vera ástfanginn er það?
— Farðu að minnsta kosti varlega.
Þegar ég var ung, var Brandt-f jölskyldan
satt að segja talin eitthvað skrytin.
— Hvað áttu við með „skrýtin”?
— Ja, ekkert sérstakt. En þau voru eitt-
hvað öðruvísi, að minnsta kosti kærðu þau
sig kollótt um hvað fólk sagði um þau.
Janicke brosti. Veslings mamma. Hún
var svo upptekin af finu vinunum sinum
og öllu sem var „passandi”. Hún var fast-
gróin i gömlum siðum.
Móðirin lét dæluna ganga, en Janicke
hlustaði aðeins með öðru eyranu, þvi hún
var með hugann við annað. Móðirin sagði
einhver ósköp um, hvað það væri öruggt
að þekkja fjölskyldu piltsins, sem maður
ætlaði að giftast og að vita, að hún væri
sæmilega stödd fjárhagsiega. Auk þess
yrði dóttirin að muna, að hún var einka-
barn og að foreldrarnir vildu vita hana i
öruggri höfn.
Á föstudagskvöldiö leit Róbert inn. Jan-
icke var nýbúin að þvo sér um hárið og sat
á gólfinu við arininn með bækur á við og
dreif I kring um sig. Foreldrar hennar
voru ekki heima.
— Komdu inn, hrópaði hún til dyranna,
og ýtti til hliðar dálitlu af bókum, svo
hann kæmist fyrir.
— En Janicke þó. Þú getur ekki setið
svona i keng á gólfinu og lesið. Hann
beygði sig niður og færði bókastaflana enn
betur til, sfðan rétti hann henni höndina
og gerði sig liklegan til að hjálpa henni
upp f stól.
— Takk, sagði hún, — en mér finnst
betra að vera á gólfinu.
— En það er dragsúgur þar, þú gætir
fengið kvef.
Hún dæsti. — Þú ert nú meiri kveifin,
Róbert. Þú ert liklega búinn að gleyma
þvi að ég er ung og hraust. Hann yppti
öxlum og lét fallast niður i hægindastól. —
Ég á miða á „Aidu” á morgun. Getum við
ekki farið og borðað einhvers staðar fyrir
sýninguna. Ég sæki þig.
Janicke dró djúpt andann. Nú varð hún
að valda Róbert vonbrigðum i fyrsta sinn
á ævinni. — Mér þykir það leitt sagði hún,
— en ég er upptekin á morgun.
— Upptekin. Hann varð svo skrýtinn á
svipinn, að hana langaði mest til að
hlægja. — Upptekin, segirðu. Og má ég
spyrja, hvað það er sem er mikilvægara
en að fara út með mér?
— Já, þú mátt spyrja. Ég fer með
strætisvagninum út i Bakkabæ og þar
ætla ég að horfa á leiksýningu, sem skóla-
börnin þar setja upp.
Hann sveiflaði handleggjunum. — Það
er áreiðanlega ekkert fyrir þig og áreið-
anlega ekki of seint að segja að þú getir
ekki komið. Ég fékk góð sæti i óperunni.
— En ég vil ekki segja, að ég geti ekki
komið og þér skjátlast, þegar þú segir, að
þetta sé ekkert fyrir mig. Þú veizt, að mér
þykir vænt um börn og ágóðinn af sýning-
unni rennur til kaupa á bókum handa
barnaheimilinu.
— Gott málefni, áð sjálfsögðu, sagði
hann og dró upp peningaveskið. — Sjáðu
til, þú getur fengið peninga til-að gefa
þeim, en ég sé enga ástæðu til að þú farir
þangað....
Janicke gramdist meira og meira,
hversu öruggur hann var með sig.
— Eigðu peningana þina sjálfur. Ég er
búin að lofa góðum vini minum að koma.
— Ertu viss um að þetta sé almennileg
manneskja? Hvað heitir hún? Það var
helzt á honum að heyra, ab Janicke væri
eign hans, og reiðin spratt upp i henni. —
Hann heitir Pétur Brandt og ég kynntist
honum á brautarpallinum um daginn, svo
þú vitir það.
— Á brautarpallinum! Róbert missti
næstum málið. —- Þú ert þó ekki að segja
mér, að þú látir karlmenn kynnast þér á
brautarpallinum. Nei, þú ferð ekki með
svoleiðis mönnum eitt einasta skref. Slikt
skai taka enda áður en við giftum okkur.
Nú var komið að henni að verða hissa.
— Þú hefur engan rétt til að segja svona
hluti. Við erum alls ekki trúlofuð og mun-
um aldrei giftast. Að minnsta kosti ekki
hvort öðru. Það er ekki einu sinni vist að
ég gifti mig nokkurn tima. Það þarf alveg
sérstakan karlmann til að ég fórni frelsi
minu hans vegna og það er alveg áreiðan-
legt.
Róbert varð áhyggjufullur. — En ég
hélt.... ég á við.... ég hef alltaf haldið....
— Já, og það hafa vist allir aðrir gert
lika, en það hefur bara gleymzt að spyrja
mig. Ég giftist engum af skynsemi. Ef ég
gifti mig, verður það manni, sem þarfnast
min og sem ég elska....
Hún þagnaði snögglega og Róbert leit út
eins og litill drengur, sem hefur verið
skammaður. öll reiði hennar hvarf á and-
artaki og hún mjakaði sér eftir gólfinu, að
stólnum til hans og tók um báðar hendur
hans. — Sjáðu nú til Róbert. Hugsaðu þig
um. Við erum góðir vinir og ég vona að við
verðum það alltaf. En það er alls ekki það
sama og að elska hvort annað. Við höfum
þekkzt frá þvi við vorum smábörn og auð-
vitað þykir okkur vænt hvoru um annað,
en það er ekki nóg. Vertu nú sanngjarn og
horfstu i augu við staðreyndirnar. Hún
brosti uppörvandi.
Hægt og rólega kveikti hann sér I
sigarettu og andaði reyknum djúpt að sér.
— Ef til vill hefurðu rétt fyrir þér, Jan-
icke, sagði hann eftir dágóða stund. — Ef
til vill er ég lika fæddur piparsveinn. En
mér... mér þykir vænt um þig, það skaltu
vita og ég er svo vanur þér, vanur að vera
með þér. Þú mátt ekki kasta mér frá þér.
— Ég var að segja, að vonandi verðum
við alltaf vinir. Hún brosti til hans, svolft-
ið ihugandi á svip.
— Taktu þessa peninga, vina min og
gefðu munaðarlausu börnunum þá. Hann
tróð bunka af seðlum i hönd henni og rauk
siðan til dyranna. Aldrei hafði Janicke
kunnað jafn vel að meta Róbert og á þess-
ari stundu. Henni fannst hún næstum geta
grátið.
Það var kalt og hráslagalegt á laugar-
dagskvöldinu og byrjað að snjóa, þegar
Janicke kom til skólans og settist langt
frammi i sal. Litla sviðið var fallega
skreytt með greinum og gerviblómum i
öllum regnbogans litum.
Meðal áhorfenda voru margar fjöl-
skyldur i sinum beztu fötum.... og þarna
voru börnin á heimilinu, en án fjöl-
skyldna. Janicke fór að hugsa um ham-
ingjusamlega æsku sina. Hún hafði verið
umkringd öllum sinum ættingjum og var
það raunar enn og þó að stundum hvini i,
þótti öllum i fjölskyldunni innilega vænt
hverju um annað, og öryggi var ætið rikj-
andi.
Þá tók hún skyndilega ákvörðun. Hún
ætlaði að segja upp vinnunni á trygginga-
skrifstofunni. Hvorki hún sjálf né fyrir-
tækið myndu tapa neinu á þvi. Pétur hafði
sagt henni hversu erfitt væri að fá hjálp á
barnaheimilinu. Hún skyldi hafa sam-
band við forstöðukonuna strax á morgun
og athuga, hvort hún gæti ekki orðið að
liði. Siðar, þegar hún hefði svo lokið námi
Framhald á bls. 118
28