Heimilistíminn - 31.10.1974, Side 29
Sigurður Draumland:
Roðagull
Snjóar Súlnafjalla
bleikrauöir af morgunsól
minna augaö
á segulmyndir af minningum
um hina björtu engla á veginum.
Hugljúfur litblær
himins og jaröar
eyöa skuggamyndum þess Jehóva
sem paufar i mannshjartanu
eins og lilli-lltill Kölski
meöan vottar hans þykjast þvo glugga.
Og paufi á giuggum
lltur fjölmennan söfnuö vonanna
sitja I kirkju morgunsins
þótt nú sé haust
en sjálfur er hann I fölskum hjúpi.
Fölrauöur bjarminn mun aldrei slokkna
þvi aö kveikur hans á rót I guödómi
en ckki auöshyggju veraldar
sem tinir eineyringa og tleyringa
upp af götunni. —
Snjóar Súlnafjalla!
Bjartur hreinleiki þeirra
dregur að sér helgan litblæ
og hugi alla.
Þannig verða þeir stefnuvottar
að vatnandi mannheimi
þó að kýrnar hafi vængi
yfir grasgaröinum.
Dagurinn liöur
og nóttin kemur snemma.
Roöavangar fjallanna veröa fölbláir
eins og sorgin á Sturlungaöld
og hverfa inn I myrkrið
i leit aö næstu morgunsól.
Sá, sem hefur á röngu aö standa og
lætur undan, er vitur, cn sá, sem hefur
á réttu aö standa og lætur samt undan,
hlýtur að vera kvæntur.
Mér finnst karlmenn eiga að vera eins
og karlmenn, sterkir og barnalegir.
Ef ekki væru til hundar, færi sumt fólk
aldrei i gönguferðir.
Hvað sem veöriö er slæmt er það alltaf
bctra en ekkert veöur
Ornitolog er manneskja sem hlustar á
fugla gegn um kiki.
Astfanginn maður hagar sér alitaf eins
og hann hafi fundiö upp ástina.
Engin kona lifir nógu lengi til at ríyna
allar þær uppskriftir, sem hún klippir
út úr blöðum.
Maður getur sagt konunni sinni allt,
hún er þétt sem sigti!
Enginn er eins einmana og kona, sem
kemur i veizlu á réttum tima.
Kona teygir sig ósjálfrátt I stól, þegar
siminn hringir.
Sá, sem sér hlutina cins og þcir ættu aö
vera, er hamingjusamari en sá, sem
sér þá eins og þeir eru.
4
■ fagr
4
Svartsýnismaður fagnar alltaf slæm-
um fréttum.
Miklu flciri myndu iöka útifþróttir, ef
hægt væri að iðka þær innan dyra.
\
29
I