Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 33
r
r Gunhild 1 f1 t I
Hesting: / K 'o' ítur i n n
o L B osti ck n
bara grænni pylsu. Bastian gleymdi alveg að
hann sat á hættulegum stað og lest gat komið á
hverri stundu. í hvert sinn, sem dýrið tók
skref, taldi það
— 54-57- púff -63 sagði það
— Góðan daginn, stoppaðu aðeins, sagði
Bastian, þvi nú var dýrið beint framan við
nefið á honum.
— Uss, sagði það — 66-69-72.
— Hvert ert þú? spurði Bastian.
— Mælilirfa númer 1746 B, deild 16 i F-hópi,
sagði lirfan. Svo hélt hún beint áfram eftir tein-
inum -75-78-81- púff -84-87, taldi hún.
— Það hljómar skemmtilega, sagði Bastian.
— Það er það ekki, svaraði lifran -90-93-96
púff -99-
— 100, hrópaði Bastian glaður, þvi hann
kunni ekki þrisvar sinnum töfluna,
— Nei, nei, hættu Stoppaðu! Ekki! hrópaði
lifran i örvæntingu. Hún stóð upp á afturfætur-
na og barði út i loftið með öllum fram-
hlutanum. — Þú truflaðir mig! Hræðilegt!
kveinaði hún — Hvað á ég að gera? Ég man
ekki hvert ég var kominn. Hvar var ég, þegar
ég sagði hvað og hvað sagði ég, þegar ég var
hvar og hvað á ég að segja hér
— Reyndu að segja 100, sagði Bastian vin-
gjarnlega. — Þú varst nefnilega aö enda viö að
segja 99.
— Ertu viss um að það hafi verið 99, sem ég
sagði? spurði lirfan niðurdregin og tortryggin.
— Já, alveg viss, svaraði Bastian.
— Gott, sagði lirfan og hélt áfram, — 102 —
105 — 108 — púff!
En i sama bili heyrði Bastian hljóðið langt i
burtu: Brrr.....lrrrr...brrrr....
Eldsnöggt sló hann til lirfunnar, svo hún
flaug niður af teininum. Og það var á siðustu
stundu. Bastian rétt náði að rúlla sér niður
brattann og þá kom lestin. — tJff en sá hávaði.
Svo var lestin horfin. Bastian reis ruglaður á
fætur og leitaði að lirfunni. Hún hafði lent alveg
neðst i brekkunni. Bastian stökk þangað. —
Þarna varstu heppinn, ég bjargaði þér frá að
verða undir lest! hrópaði hann.
En mælilirfan reis upp á afturlappirnar og
hrópaði á móti: — Bófi,glæpon! Hvað á svona
flakkari að koma og eyðileggja fyrir mér vinn-
una? Ég sem var einmitt kominn að 108 og nú
er allt ónýtt.Oj bara, segi ég. Oj bara!
— Ég er enginn flakkari, sagði Bastian. — Ég
er Sebastian Mendelsohn Tjaikowsky og svo
bjargaði ég lifi þinu.
— Ég veit ekkert um það, sagði lirfan. — Ég
er mælilirfa 1746 B, deild 16 i F-hópi og ég er i
vinnu. Nú verð ég að byrja upp á nýtt. Svo
skreið hún að simastaur i grendinni og byrjaði
að mæla hann neðanfrá: — 3 — 6 — 9 — 12 —
púff—15 —18 — 21 — sagði hún.
bastian hristi höfuðið og fór leiðar sinnar. —
Það var það sama með froskinn, hugsaði hann.
Hann var lika vanþakklátur. Skyldu öll dýr
vera svona? Hann var að hugsa um það, meðan
han gekk meðfram járnbrautinni til að finna
stað, þar sem hann kæmist yfir.
Loks kom hann að mýri. Úti i mýrinni stóðu
nokkrir storkar. Bastian varð hissa. Hann
hafði aldrei séð raunverulegan stork áður. Þeir
33