Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 35

Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 35
r inu. Henni fannst hann skelfing einmanalegur. Kannske hafði hann áður fyrr farið á dansleikinn á Comobella með konunni sinni og Janet fór að hugsa um, hvernig hún hefði litið út. Hvergi var mynd af henni. Hún vissi ekki að Luke hafði brennt allar myndir í einu af reiðiköstunum, sem voru í ættinni. Hann var bitur yfir því hlutskipti, sem örlögin höfðu ætlað honum. En hann hafði alltaf síðan séð eftir því og eina minningin, sem hann átti um konu sína var í hjarta hans og hún mundi blikna með tímanum og þá ætti hann ekkert. — Ég var farinn að halda, að þið gætuð ekki slitið ykkur frá málningarpenslunum, sagði hann, þegar hann opnaði bíldyrnar. — Halló, Luke. Janet sneri upp á sig og heilsaði honum, um leið og hann settist við hliðina á Ray. Neil ók hratt. Hann nam aðeins einu sinni staðar og þá til að kveikja sér í pípu. Þau voru öll í veizlu- skapi og samræðurnar voru sérlega líflegar, eink- um í aftursætinu. Ray virtist vera í sólskinsskapi og hann og f rændi hans kepptust við að segja heimsku- legar sögur. Ferðin tók stuttan tíma og eftirvænting Janetar jókst, þegar þau komu á áfangastað og sáu raðir bíla og heyrðu óminn af hlátri og tónlist. Mary og Mac voru rétt nýkomin og sáu bílinn f rá Burnettia nálgastog biðu fyrir utan. Mary var í síð- um, grænum kjól og hafði stórfallegan keip um axlirnar. Að utanverðu var hlaðan eins og aðrar hlöður. Þakið var eins og silfur í tunglsljósinu og timbur- veggirnir voru dökkir og leyndardómsf ullir. En inni fyrir voru litir og Ijósadýrð. Janet var vísað inn í litið herbergi, sem reyndist vera kvennasnyrting. Þar voru speglar, fötur með vatni og bunkar af handklæðum. Hún fór úr kápunni og greiddi sér og gekk síðan fram með Mary. Luke blístraði þegar hann sá Janet og fólk sneri sér við til að horfa á hana. Hún kafroðnaði. — Þegiðu! hvislaði hún. — Hvernig heldurðu, að ég geti þagað þegar þú lítur svona út? spurði hann kíminn. — Þú ert gull- falleg. Neil, láttu þig hverfa, þá ertu góður strákur. Neil var að hugsa um hvers vegna hann hafði ekki sagt Janet að hún væri f alleg í kvöld og hann óskaði þess, að hann gæti sagt það eins og Luke. Hann svaraði bara þurrlega, að hann hefði alls ekki i hyggju að hverfa og eins og til að sanna það, greip hann um handlegg Janetar og leiddi hana til Camp- bellhjónanna. Frú Campbell brosti þegar hún sá Janet og sagði hlægjandi, að það liti út fyrir að hún nyti lífsins í Ástralíu, því hún liti stórkostlega vel út. Síðan fékk Janettækifæri til að líta í kringum sig. Þessi hlaða mundi áreiðanlega rúmá sex venjuleg- ar. Hún var bæði löng, breið og há. Bjálkarnir í loft- inu voru vafðir fánum og blöðrur voru í hundraða- tali uppi undir þakinu. Veggirnir voru skreyttir trjágreinum og víða stóðu stærðar ker með skraut- legum blómum. Meðfram öllum veggjum voru borð þar sem lagt var upp f yrir átta manns við hvert og kerti og blóm aðauki. (innri endanum var pallur og þar var hljómsveitin. — Hún flaug hingað frá Sidney, hvislaði Neil. — Nokkurn tíma séð svona lagað í miðri eyði- mörk? spurði Luke hlægjandi við hlið hennar. — Aha. Ég sé, að þú ert með Stonhamdemantana. — Nei, sagði Janet sem svar við fyrri spurning- unni og — Já við þeirri síðari. Hún greip höndinni upp að hálsinum og vonaði að enginn tæki eftir, að hún var alltaf að því. Hún var svo hrædd um að missa af sér festina og það var líka svo gaman að koma við hana. — Þetta er stórkostlegt, sagði hún og starði stór- um augum á allt, sem hún sá. — Já, það er erfitt að trúa sínum eigin augum, sagði Luke og kleip hana í handlegginn. Hún sneri sér hlægjandi að honum. — Leiðinlegt, að ég skuli ekki geta pantað fyrsta dansinn. Svo tók hann eftir einhverju. — Hæ, sérðu það sem ég sé? Hann leit þangað sem Ray stóð og talaði við unga stúlku. Janet og Neil litu þangað líka. Stúlkan var sérstaklega lagleg, dökkhærð og grönn og það var eitthvað sérstakt við brosið, sem hún sendi yngri Stonham-bróðurnum. — Antoinette! sagði Neil undrandi. — Hún er falleg, sagði Janet. — Þekkir þú hana? Hann kinkaði kolli. — Þau bjuggu skammt frá okk- ur, en svo fluttu foreldrar hennar til Queensland... — Ég heyrði að hún væri hér í heimsókn, greip Luke fram í. — Hún hlýtur að haf a verið hérna í nokkrar vikur, því ég hef grun um að Ray hafi farið í bæinn til að hitta einhvernsagði Janet. Þeir litu báðir á hana. — Hvernig grunaði þig það? Neil hrukkaði ennið, hann hafði alls ekki grunað að Ray hitti Antoinette eða nokkra aðra stúlku. Þeir voru ekki slíkir trúnaðarvinir sem áður. — Það tók svo langan tíma f yrir hann að leggja af stað, útskýrði eiginkonan. — Þegar han fer til Lukes, nennir hann ekki að raka sig eða hafa skyrtuskipti, en þegar hann fer í bæinn upp á síðkastið, tekur það hann ótrúlega langan tíma og eftir hrúgunni að dæma, sem hann 35

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.