Heimilistíminn - 31.10.1974, Qupperneq 38
o Snillingurinn
og síðan samþykkti keisarinn, að það yæri
nógu gott fyrir Balzac.
Balzac varð feitur og tannlaus og herfi-
lega ófriður gamall maður, en fólk vildi
alltaf skemmta sér með honum og vinir
hans voru margir hverjir frægir rit-
höfundar.
Staðreyndin var sú, að Balzac var hlý-
legur maður og góðvildin sjálf. Hann var
alltaf i góðu skapi og þótt allir skemmtu
sér viö ósannindi hans, var hann farinn að
trúa sjálfur öllum sögum slnum og var
afsakaður. Og þótt hann hefði af öllum
peninga, lét hann þá jafnskjótt af hendi
aftur við næsta mann.
En llkami hans gat ekki enzt lengi með
slikri of-vinnu og þviliku of-áti. Sjónin
bilaði og hann fór að eiga erfitt um
andardrátt, enda afmyndaður af fitu.
Hann eltist snemma og hafði I rauninni
verið gamall lengi, þegar hann lézt,
aöeins 51 árs að aldri. í 17 ár hafði hann
tilbeðið pólska greifafrú, Eve Hanska og
loks þegar ljóst var, aö líf hans var á
enda, samþykkti hún að giftast honum.
En hann lifði aðeins fáa mánuði eftir það.
— Aðeins Bianchon getur bjargað mér
núna, muldraði hann skömmu áður en
hann dó. Bianchon var læknir I mörgum
bóka hans. Heimur bókanna og hinn
raunverulegi heimur voru orðnir Balzac
einn heimur.
Balzac þótti ekki nógu merkur maður til
að rikið kostaði útför hans, en fáir
merkismenn vildu missa af henni.
— Hann var heiðursmaður, sagði
presturinn við Victor Hugo um leið og
Balzac var lagður til hinztu hvildar. —
Heiðursmaður? Maðurinn, sem skrifað
hafði „Hinn mannlega gleðileik” sjötiu
bindi og með 2000 persónum? Var hann
bara heiðursmaður?
— Nei, hann var það ekki. svaraði
Hugo. — Hann var snillingur.
@ Snjókorn
sinu, gæti hún kannski gert enn meira
fyrir munaðarlaus börn.
Þá varð þögn i salnum. Hávaxin mann-
vera i austurlenzkum klæðum birtist á
sviðinu og Janicke þekkti þar Pétur. Þá
kom hópur barna, öll kiædd i búninga frá
ýmsum löndum heims. Þau stilltu sér upp
i kring um Pétur og mændu á hann. Siðan
sungu þau og gerðu það vel. Djúp rödd
Péturs heyrðist sem undirleikur atriðið á
enda.
Janicke fylltist einhverri sælutilfinn-
ingu, sem hún hafði aldrei áður fundið til.
Hugsa sér að til skyldi vera fólk eins og
Pétur. Fólk, sem hugsaði um aðra og
hjálpaði þeim, sem þörfnuðust hjálpar.
Pétur og Emilla kona hans eru skilin
að borði og sæng og hann þarf að
greiða henni háan lifeyri mánaðar-
lega. Hann langar til að vita, hvenær
hann geti átt von á að losna við þessa
þungu byrði og fer þvi til spákonu og
biður hana að finna svarið.
— Við skulum nú sjá, segir hún. —
Ég ætla að byrja á þvi að lesa dánartil-
kynningarnar næstu árin. 1976? Nei,
1977? Nei, Jú, hér það 1979.
— Hvað stendur þar? spyr Pétur
ákafur.
— Það stendur 23. nóvember 1979 og
undirskriftin er Ekkjufrú Emilia
Jónsdóttir.
Þegar sýningunni var lokið, stóð Jan-
icke fyrir utan og rétt á eftir kom Pétur
hlaupandi út. Hann skimaði i allar áttir og
andlitið varð allt að breiðu brosi, þegar
hann sá hana. Hann hafði ekki einu sinni
gefið sér tima til að heinsa alla málning-
una af andlitinu.
— Janicke, það var gaman að þú
komst.
— Þetta var fallegt, Pétur. Börnin voru
svo ánægð.
Hann lagði handlegginn um herðar
henni. — Heldurðu að þessi Róbert hafi
nokkuð á móti þvi að þú komir niður á
krána og fáir þér matarbita með mér?
— Róbert ræður ekki yfir mér og hann
veit það. Við höfum þekkzt sfðan við vor-
um I vöggu og verðum alltaf góðir vinir,
en...
Pétur þrýsti henni að sér andartak.
— Þú ætlar þá ekki að giftast honum?
— Nei, aldrei, svaraði hún alvarleg. —
Hann skilur mig alls ekki nóg til þess.
— Það er skrýtið, 'Janicke, en mér
finnst við hafa þekkzt í óratima.
— Mér finnst það eiginlega lika, svar-
aöi hún fljótmælt. Siðan sagði hún honum
frá ákvörðuninni. Honum fannst hug-
myndin góð og þrýsti henni enn fastar að
sér.
Snjónum var nú farið að kyngja niður
og Pétur gapti móti flygsunum og reyndi
að gripa þær.
— Ég skal gefa þér snjókorn, sagði
hann. — Indæl litil snjókorn i glerkúlu til
minningar um þetta kvöld.
— Reyndu nú að sjá ljósu hliöarnar.
Eftir 14 tlma ertu komin aftur I rúmið.
— Nei, þetta kemurmér ekkert við, ég
var bara að horfa á.
— Hvaðer hún Sigga eiginlega gömul?
— Ég veit það ekki, en siðast þegar
hún átti afmæli, leið yfir tvo gesti
vegna hitans frá kertunum á tertunni.
— Elskan þú mátt ekki reiðast þó
maturinn sé pfnulitiö brenndur I dag,
sagði nýgifta frúin við eiginmanninn.
— Nú, kviknaði I dósabirgðunum hjá
kaupmanninum?
38