Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 15
31. ágúst. t>ú ert sterkur og ákveðinn persónuleiki með góða dómgreind og mikla heilbrigða skynsemi. Þar sem þú hefur lika prýðilegt viðskiptavit, er liklegt, að aðrir komi til þin og biðji um góð ráð. Að likindum byrjarðu snemma að safna þér fé og lofar öðrum að njóta góðs af auði þinum. En vinnan þarf að hafa annað takmark en aðeins peninga til að veita þér ánægju. Hún þarf að vera þér ögrun á vissan hátt til að þér lfði vel. Þú ert greindur og góðum gáfum búinn, og ef þú þroskar raunverulega hæfileika þina, muntu bera höfuð og herðar yfir samtiðarfólk þitt. Kærirðu þig hins vegar kollóttan, skaltu ekki verða hissa, þótt þér takist ekki að ná takmarki þinu. Ef metnaður þinn er nægur og þú ert fús til að vinna hörðum höndum, eru miklar lik- ur á að þér takist að ná takmarki þinu. Það skiptir engu hvar i stétt þú stendur, og við hvernig aðstæður þú ert fæddur, þú munt standa upp úr vegna vilja þins og hæfileika. Mögulegt er að hjónabandið opni þér leið til vegs og virðingar. Ef þú ert hamingjusamlega giftur, liður þér betur og ert færari um að stunda starf þitt af krafti. Þú ert ástrikur og lætur tilfinningar þinar auðveldlega i ljós. Liklega veistu strax hverjum þú vilt giftast, þegar þú hittir viðkomandi. En það er lika mögu- leiki á að það verði fljótfærnislegt ástar- skot. 1. september Þú hefur mikla lifsorku og sterkan vilja. Þú veizt hvers þú óskar af lifinu og ætlar þér að fá það. Þú hefur eðlislæga leiðtogahæfileika og veitist auðvelt að vinna stór verkefni og ljúka þeim með sóma. Þú finnur þér alltaf fyrsta flokks samstarfsfólk. Þegar i ljós kemur, að þú starfar vel og hagur er að þvi, munu aðrir njóta ágóðans með þér svo og viðurkenn- ingarinnar. Hugmyndir þinar eru frum- legar og þú gerir aldrei neitt á venjulegan hátt, ef þú finnur aðra og skemmtilegri aðferð. Ef til vill verðurðu brautryðjandi nýrrar liststefnu eða bókmenntahreyfing- ar. Þar sem þú verður án efa langlifur, er liklegt að þú lifir það að sjá starf þitt bera tilætlaðan árangur. Þú ert mjög ástúðleg- ur i eðli þinu og stundum veitist þér erfitt að halda kynorku þinni i skefjum. Mjög miklar likur eru á að þú sért alltaf yfir þig ástfanginn, en sjaldan lengi af sömu manneskjunni. En þegar þú loks finnur þann eða þá réttu, hættirðu þessu brölti og sezt i helgan stein i hjónabandi. Þú leggur þitt bezta af mörkum til starfs, sem krefst þess að þú hittir margt fólk og ræðir við það. Þú ert aðlaðandi i fasi og heillar fólk auðveldlega. Þú ættir að reyna fyrir þér sem blaðamaður, sölu- maður eða auglýsingamaður. 2. september Þú átt auðvelt með að falla inn i hvaða hóp sem er og hefur réttu skrýtlurnar allt- af á takteinum. í samkvæmislifinu ertu eftirsóttur gestur, og ef þú ert beðinn að taka til máls, virðist þú alltaf vera vand- lega undirbúinn. Þótt þú sért glaðlyndur persónuleiki, ertu skarpskyggn og jafnvel slægur og veizt hvernig þú átt að ná góð- um samningum og njóta þess bezta af hverju sem er. Að likindum áttu jafn auðvelt með að tjá þig i skrifum, sem töluðu máli og þar fær kimnigáfan frjálsa útrás, þar sem þú getur reitt hvert málefni fram með súkkulaðiglassúr og fengið fólk til að hlægja að auki. Þú ert einn þeirra, sem skrifar svo stórkostleg bréf, að fólk sem fær þau, les þau aftur og aftur. Þú ættir að skrifa dagbók. Sumir fæddir þennan dag verða frábærir blaðamenn, auglýsinga- sérfræðingar eða ráðgjafar i opinberum samskiptum, þar sem þeir vita, hvernig þeir eiga að sannfæra aðra. Þar sem þér likar vel að ferðast, er lik- legt, að þú leggir að baki stóran hluta heimsins á ævinni. Þú hefur lika hæfileika til að safna peningum og ert aldrei félaus. Stundum veiztu meira að segja ekki, hvað þú átt að gera við allt það fé, sem þú hefur á milli handanna. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.