Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 22
gan
Tommy hét hann, var fimm ára gamall
og ómótstæðilegur. Hann var með stór,
flauelsbrún augu og beint fallegt nef. Hár-
ið liðaðist óreglulega um ennið. Nú kom
hann hlaupandi til hennar, tók i hönd
hennar og vildi sýna henni kofann handan
við maíblómabreiðuna i brekkunni.
Andrés stóð eftir við hliðið og horfði bros-
andi á eftir þeim. Lena var að hugsa um
aö hann virtist eitthvað svo óstyrkur — og
hafði smitað hana — áður en þau hittu
Tommy.
Hún hafði aðeins þekkt Andrés i' tvo
mánuði og vika nægði til að hún gerði sér
grein fyrir að hún var ástfangin af honum
uppfyrirbæði eyru. Sjólfur hafði hann lit-
iö látið i ljósi, hvorki með orðum né
tilfinningum — þangað til i gær, að hann
spurði, hvort hún vildi ekki heilsa upp á
son hans. Hún tók það sem óbeint bónorð
og varðyfirmáta hamingjusöm. Fram til
þessa hafði hún ekki vitað margt annað
um drenginn en að hann var fimm ára og
hét Tommy, að móðir hans lést skömmu
eftir að hafa komið honum i heiminn, en
nú var Andrés búinn að segja henni
meira.
— Tommy er allt mitt lif, sagði hann. —
En tiann er á margan hátt vandræðabarn.
Hann er óvenju tilfinninganæmur og við-
kvæmur. Auðvitað man hann ekki eftir
móður sinni, en samt býst ég við, að hann
hafi saknað hennar. Ég gæti gert hvað
sem er fyrir þennan dreng..
Hún hafði hugsað, að þetta væru stór
orð. En nú, þegar Tommy dró hana með
sér, skildi hún Andrés alls ekki. Þetta var
ósköp venjulegt barn, kannski svolitið
ómótstæðilegri en önnur, glaður, opinskár
og fullur trúnaðartrausts. Ef hann væri
eins viðkvæmur og tilfinninganæmur og
Andrés hafði sagt, hefði hann tæplega
komið svona þjótandi til hennar og veriö
svona fullur ákafa að sýna henni sinn eig-
in litla heim.
22
Lenu geðjast vel að
Tommy. Hann
var fimm ára og
hress strákur.
En hvernig var eig
inlega faðir hans
— maðurinn, sem
henni þótti svo
vænt um?
Var hann aðeins að
leita að nýrri
móður handa syni
sínum?
Hiin vissi margt um börn. Frá fimmtán
ára aldri hafði hún starfað sem barn-
fóstra — þar til námslöngunin kom aftur
oghún fór i menntaskólann. Hún átti lika
tvö lítil systkini, tvö óvenju fyrirferða-
mikil viðundur, að henni hafði fundist
fram að þessu. En samanbonn við
Tommy bar hann sigur úr býtum.
— Hér er inngangurinn, skilurðu, sagði
Tommy og ýtti til hliðar rauðbrúnu ullar-
teppi, sem var þakið á kofanum. — Viltu
koma inn? Ég á marga fjársjóði þarna
inni, gullsteina, dauðan fugl og margt,
margt fleira.
Það fór hrollur um hana við tilhugsun-
ina um dauðan fugl, svo brosti hún og
hugsaði með sér, að maður yrði að þola
ýmislegt fyrir ástina. Hvað var það eigin-
lega, sem Andrés hafði svona miklar
áhyggjur af í sambandi við drenginn?
Hún skreið inn og settist á plankann,
sem átti að vers sófinn i húsinu. — Hefur
pabbi hjálpað þér að byggja þennan kofa?
spurði hún.
— Pabbi? Nei hann leikur sér aldrei við
mig. Stór strákur sem á heima i húsinu
þarna fyrir handan — hann benti með litl-
um, óhreinum fingri. — Hann hjálpaði
mér. En ég gerði það mesta.
Lena leit á hann. Hún fór að velta fyrir
sér, hvort Andrés og Tommy þekktust
yfirleitt mikið.
Hvað hafði Andrés sagt fleira? Jú, að
drengurinn ætti enga leikfélaga. Húsin *
hverfinu voru gömul og þar bjó mest-
megnis roskið fólk. Huna af barnfóstrum
hafði sé um hann. Lá þannig i þvi, að
Andrés hugsaði sér nú að fá einhverja,
sem liklegt var að yrði til frambúðar?
Einhver sem kunni lagið‘á börnum, auk
þess að vilja giftast honum?
Hún var utan við sig af þessum hugsun-
um og Tommy horfði óþolinmóður á hana-
— Áttu fleiri leikfélaga, Tommy? flýtti
hún sér að spyrja. — Ég á við fleiri sem
hjálpuðu þér með kofann?
— Pési, svaraði hann. — Hann heitir
eiginlega Pétur og mamma hans vill ekki
að við segjum Pési. En hann litur út eins
og Pési skilurðu. Lena kinkaði kolli
skildi það nákvæmlega.
— En hann verður ekki fimm ára fýrr
en næst. Hann er svo litill, hann getur
næstum ekki leikið sér, Að minnsta kosti
ekki almennilega. Att þú börn?
Lena hristi höfuðið.— En ég á litla syst-
ur, sagði hún. —-Hún er lika fimm ára.
— Stelpa, sagði Tommy með fyrirlitn-
ingu. — Mér finnast steipur leiðinlegar-
F'ullorðnar konur lika. Eins og þess'
rauðhærða, sem kom með pabba heim-
Hún vildi ekki skoða kofann minn af Þv'