Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 19
Stundu siðar heyrðu þeir brak og bresti i greinum og kjarri og frammi á bakkanum komu þeir auga á nornina Hún var löng og kræklótt eins og gamalt tré og var klædd síðum svörtum kjól, sem hún fór úr, áður en hún stökk i vatnið. Galdrastafinn sinn hafði hún vandlega bundinn við langa, Ijóta nefið á sér. Þegar hún hafði synt dálitið út i vatnið, kom Nikkus skyndilega upp á yfirborðið og þá varð handagangur i öskjunni þvi þau slógust svo gusurnar gengu i allar áttir. Hoiota hljóðaði og hrein svo bergmálaði i öllum fjöllum i grenndinni, en Nikkus var sterkari. Honum tókst að þrifa galdrastafinn af nefi hennar og hún synti alveg uppgefin að landi. Þegar hún var komin upp á bakkann, lyfti nykurinn galdrastafnum yfir henni og hrópaði: — Ljóta norn, breyztu i tré. og aldrei framar ég þig sé. Og þá stóð þarna tré, hátt og kræklótt, alveg eins og nornin hafði verið. Handleggir og fætur urðu að greinum og hárið að barrnálum. Nefið varð að einkar stórri grein. Tréð sveiflaði öllum greinun- um til að sýna, hvað það var i’eitt. En þá gerðist það gleðilegasta af öllu saman. Nikkus sveiflaði galdrastafn- um yfh* bangsa og hrópaði: — Burtu með þig, bangsi minn og bjóddu prinsessunni inn! Þarna stóö þá Engill prinsessa ljóslifandi. Hún brosti ánægð og fleygði sér I fang Leifs prins. Þá minnti Nikkus Leif á loforð hans og peinsinn rétti nykrinum bórónuna sina brosandi. Nikkus setti hana á höfuð sér °g hvarf siðan i djúpið með Núklum gusugangi. HÍ^GIÐ Takk fyrir kvöldið. É)g vona að cg mcgi bjóða þcr út, þegar cg er biíinn að safna :t0 þiisund krónuin altur. — Flýttu þcr, elskan.Við náum einmitt knattspyrnuleiknum. — Dclla og vitleysa, maður. Auðvitað eru ekki til mannætur á tuttugustu öld. HVAÐ VEIZTU 1. Hvað er Coca-Cola gamall drykk- ur? 2. Hvaða menntun hefur Fidel Castro? 3. Hvað cr hæsta, virka eldfjall í heimi? 4. Eftir hvern er „Heimeyjarfólkið”? 5. Ilvaða haí er það þriðja stærsta i heimi? fi. Hvað heitir frægasti heimspeking- ur Dana? (látinn) 7. Hvað hét striðsguð Kómverja? —S. Hvað voru margar stjörnur á fyrsta fána Bandarikjanna? !). Hvað hét fyrsti forseti Bangla- dcsh? 10. Hver fann upp fallhlifina? Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bls. 39. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.