Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 14
29. ágúst. Allt stórkostlegt og furðulegt i tilver- unni heillar þig. Kimnigáfa þin ætti að geta leitt þig farsællega framhjá mörgum gildrum i lifinu. Þú hefur sagt sjálfum þér, að ef þú hlærð, þá hlær heimurinn með þér. Þetta getur komið sérlega vel að gagni, ef þú hefur atvinnu af að skrifa eða ert leikari. Þar sem þú hefur „frétta- nef” geturðu orðið fyrirtaks blaðamaður eða fréttaritari. Þú hefur ómettandi áhuga á öllu dularfullu og dulrænu, og er þvi eðlilegt að þig langi til að takast á hendur ferð til Austurlanda og grúska i vissum hlutum þar. Þar sem þú kemst að raun um að hugboð þitt er sérlega sterkt, og þú þarft sjaldan að breyta fyrstu skoð- un þinni á hlutum og fólki, sérðu fljótt, að fólk fætt i merki vogarinnar, sporðdrek- ans eða bogmannsins hentar þér bezt sem maki, og eru beztu vinir þinir i lifinu. Þú ert tilfinninganæmur og lætur þær auð- veldlega i ljós. Þótt liklegt sé, að þú krefj- ist mikils af þeim, sem þú elskar, ertu reiðubúinn að leggja jafn mikið af mörk- um. Konur fæddar þennan dag eru góðar eiginkonurog mæður, þar sem þær eru að eðlisfari gefnar fyrir hvers konar heimilisánægju. 28. ágúst. Þú hefur til að bera vott af snilligáfu, tilhneigingu, sem þarf að finna sinn rétta farveg i lifi þinu, svo hægt sé að þroska hana á sem bestan hátt. Þú hefur mikinn viljastyrk og trúir á hæfileika þina. Þú getur lokið hverju verki sem þú byrjar á, á besta hátt, þar sem þú lætur aidrei kylfu ráða kasti, en gerir alltstigaf stigi og af mikilli nákvæmni. Bókmenntir, leiklist og tónlist eru svið, þar sem allt stendur þér opið. Veldu þér leið, meðan þú ert ungur og haltu þig fast á henni. Þótt lifið verði þér ekki auðvelt, missirðu aldrei móðinn. Þótt hlutunum seinki og öðru hverju hrökkvi allt i baklás, berstu óhikað áfram, þar sem þú vilt ná takmarkinu eins fljótt og hægt er. Bjart- sýni þin og þolinmæði er þér til mikillar hjálpar. Þar sem þú elskar bækur og hef- ur áhuga á visindum og kannt að meta andlega verðleika, er eðlilegt fyrir þig að stunda einhvers konar rannsóknir og grúsk og þú vilt alltaf hafa allar upp- lýsingar réttar, áður en þú notar þér þær. Þú lest mikið og safnar þér sennilega miklu af bókum um ævina. Þú hefur gam- an af að ferðast og vilt sjá allan heiminn, svo þú getir borið saman menningu og lifnaðarhætti hinna ýmsu þjóða. Farðu varlega i ástum og rómantik. Þig þyrstir i ást, en verður aldrei fullkomlega hamingjusamur nema þú giftist mann- eskju, sem hefur áhuga á sömu hlutum og þú. 14 30. ágúst. Þú ert glaðlyndur að eðlisfari og tekur lifinu eins og það kemur fyrir og reynir að gera sem mest úr þvi. En undir glaðlegu yfirborðinu eralvarleg sál og þú ert ekki i neinum vafa um, hvað það er sem þú vilt og hvers vegna. Þú ert fús til að leggja út i stórt verkefni og sýslar oft við hluti, sem aðrir halda að þú ráðir ekki við. Þú ert hugaður, fordómalaus og framfara- sinnaður. Vegna þessa muntu komast fljótt áfram i lifinu. En hvort þú heldur þigá tindinum, erundir þvikomið, hversu vel þú vinnur að þvi. Stjörnurnar hafa gefið þér það skap- lyndi, sem gerir það að verkum, að þér kemur vel saman^ við hvers konar fólk, sem þú hittir. Þrátt fyrir striðni þina i tima og ótima, halda vinir þinir fast við þig, þar sem þeir vita, að þú vilt ekki særa eða skaða neinn viljandi. Þú ert tryggur vinur og verður góður og skilningsrikur maki og foreldri. Stundum ertu strangur og ósveigjanlegur, en það er yfirleitt öll- um fyrir beztu. Ef þér finnst hert að þér, geturðu verið eitilharður og það er erfitt að hafa þig of- an af áætlunum þinum um hvað þú viljir. Ef einhver segir nei, langar þig til að segja já, bara til að vera á öndverðum meiði. Fyrir þér er það þannig, að gott rifrildi lifgar upp á tilveruna. Ef til vill óskarðu aðeins eins: að þér leiðist aldrei.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.