Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 16
3. september Þú átt betur heima á sviði lista en verzlunar og viðskipta. Þú ert náttúru- unnandi og villt helzt búa i sveit og liður ekki alls kostar vel, ef þú átt að dveljast i borg einhvern tima. Þér finnst borgarlif nútimans skopstæling á hamingjulifi. Þú hefur sterka réttlætiskennd og vilt fyrir hvern mun hjálpa þeim, sem verr eru settir en þú. Það höfðar til þin að aðstoða þróunarlöndin i heiminum. Þar sem þú hefur innra lif, sem fáir skilja, eða geta túlkað, er liklegt, að þú leitir þér starfs innan kirkjunnar og helgir lif þitt þvi. Þar muntu geta hjálpað eins mörgum og þú framast getur. Margir fæddir i þessu merki verða prestar, trúboðar, prédikar- ar eða kennarar. Þú ert sannfærður um að það dularfulla og yfirriáttúrlega sé mun eðlilegra en flestir haida. Þess vegna geturðu vel hugsað þér að gera alvarlegar rannsóknir á þessu sviði og ef til vill nærðu merkileg- um árangri. Ef til vill græðist þér fé, þar sem þú ert ekki svo gaiinn i viðskiptum, þótt þér leiðist fjármál, En mestur hluti tekna þinna mun þó renna til þeirra sem þú telur þurfandi, i þessum rangláta heimi, sem hann er að þinum dómi. 16 4. september Þú ert rausnarlegur og úthverfur að eðlisfari og þú ert alltaf reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Þú ert sannur vinur vina þinna og hafirðu einhverntima gefið orð þitt fyrir einhverju málefni, er hægt að reiða sig á þig, hvað sem gerist. Stjörnurnar hafa gefið þér margar gjafir og þú ert svo fjölhæfur, að þú átt erfitt með að vita, hvað þú raunverulega vilt. En þegar þú loks hefur tekið ákvörðun, breytist hún ekki. Þú hefur góða hæfileika til viðskipta og áhuga á tölfræði. Ef til vill telurðu henta þér að gerast verkfræðingur af einhverju tagi. Þú vinnur mjög nákvæmlega að öll- um smáatriðum og skalt gæta þess að lenda ekki i starfi, þar sem þú átt aðeins að sjá um einstök atriði og verðir siðan þar. Hæfileikar þinir eru mun meiri en það og krefjast stærra sviðs. Ef þú kemst að raun um, að líf þitt verður vanavinna, þá leitaðu þér að öðru starfi og það sem fyrst. Þótt þú hafir mikla andlega orku, ertu ekki jafn likamlega sterkur og þú heldur. Það væri skynsamlegt af þér að gera ráð fyrir að heilsan gæti bilað skyndilega, einmitt þegar þú þarft mest á orku þinniaðhalda. Konur fæddar þennan dag, eru undir miklum áhrifum um- hverfisins og þurfa að eiga þægilegt lif heima fyrir og hafa góða vinnu til að liða vel. Ef ekki, geta þær ekki lagt allt af mörkum. 5. september Stjörnurnar hafa útbúið þig með undar- lega samsetningu af hugsjónum og raun- sæi. En þér gengur aðeins vel, ef það er þitt eigið fyrirtæki, sem þú átt að hugsa um, þar sem þú ert alit of einrænn til að geta starfað með öðrum. Þig dreymir mikla drauma um vegleg verkefni og lið- ur aðeins vel, þegar þú vinnur að ein- hverju viðtæku. En þú ert kerfisbundinn og nákvæmur i öllu, sem þú gerir og hefur frábært minni, einnig á smáatriði. Þú ert alhliða og getur starfað að mörgum ólik- um verkefnum i einu og lokið öllum með prýði. Persónuleiki þinn er einnig marghliða og þú hefur áhuga á ljóðum og handgerð- um listmunum. Þú hefur hæfileika og gætir sem bezt orðið listamaður, en senni- lega kýst þú heldur að hafa það að tóm- stundastarfi. Sumir heillast af leiksvið- inu. Þegar þú þarft að dæma og meta annað fólk, hefurðu eitthvert sjötta skilningar- vit, sem getur komið þér til góða og þér skjátlast sjaldan. Þetta gerir þig sérlega hæfan til að velja starfsfólk, þar sem þú finnur alltaf réttan mann i rétta stöðu. Jafnframt ihugar þú aMt, sem fram fer umhverfis þig. Láttu aldrei þá sem þú elskar hal'a áhrif á ákvarðanir þinar. Þú ert tilfinninganæmur að eðlisfari og finn- ur fljótt að þú ert ástriðufullur. Þér liður bezt ef þú giftir þig ungur, en vertu viss um að makinn skilji þennan flókna per- sónuleika þinn.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.