Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 31
Skipalestin Föndurhornið Eigum við að búa til skipalest? Það er ekki svo erfitt. Fyrst fáum við okkur dá- •itið spjald af bylgjupappa og málum það Ijósblátt og notum til þess vatnsliti eða Hörpusilki. Þetta er hið bláa haf, sem við setjum svo skipin á, jafnóðum og þau eru fullsmiðuð. — Ef við byrjum t.d. á skipinu Olgu, þá er efnið furu-borð, svona 15 cm á lengd og 2 cm á þykkt. Breiddin er um 5 t/5cm. Stcfnið er sagað og bolurinn siðan slipaöur með sandpappfr. Skipstjórna'r- klefinn, brúin, er gerður úr hæfilega stór- um kubb og siglutrén úr blómapinnum, já.viö gætum lika notað 2blýanta, ef ekki yill betur. — Skorsteininn mætti saga úr gomlu sópskafti eða þá úr spýtu, sem við nofum tálgað sivala. Við borum dálitið möur i strompinn og rekum nagla á kaf niður i holuna. Siglutrén þarf að festa i oolur á þilfarinu með griplimi. Siðan mál- um við skipið og lökkum það með cellu- 'oselakki. Næsta skip búum við til alveg á sama •'ótt, nema hvað það er aðeins stærra, lengdin kannski 18 1/2 cm og breiddin 6 om. Skorsteinarnir á því eru tveir. Siglu- trén eru um 9 cm á hæð. Fánann festum við á skutinn og látum hann hallast upp og aftur, eins og titt er á skipum. Þriðja skipið er svipað, nema hvað yfir- bygging er stærri og skorsteinninn aftar. 2- — Einnig málum við skipin dálitið mis- munandi. Reiðinn eða böndin, sem sjást á myndunum, eru úr hörtvinna, fest með teiknibólum eða smánöglum. Þá kemur næst fiskiskipið Hanna. Það er búið til úr kubb, sem er 12 cm á lengd og 3 1/2 á breidd. Þykktin er svona 1 1/2 cm. Neðri hluti stýrishússins er kubbur 1x3x3 cm, en efri hluti 1 1/2x2x3 cm. Þá limum við saman og neglum svo stýris- húsið fast neðan frá. Siglutréð er 11 cm á hæð og á það festum við „bómu” með segli. Samskeytin milli siglutrés og bómu eru úr teimur skrúflykkjum. Fyrst skrúf- um við aðra þeirra fassta neðarlega I sigl una,enhina i enda rárinnar. Siðan opnum viðaðra þeirra með beygjutöng, krækjum lykkjunum saman og lokum aftur þeirri lykkju, sem við opnuðum. Yfirbyggingu að framan mætti hafa á þennan hátt, sem sést á myndinni, en auðvitað gætum við einnig haft stefnið öðruvisi, ef okkur sýrj- ist svo. Vikingaskipið gerum við úr kubb eða borðstúf, sem er 13 l/2x3xl 1/2 cm að stærð, ásamtnokkrum minni bútum i skut og haus. Tvö eyru búum við til úr kross- viði og limum þau á hausinn. —Siglutréð er um 13-14 cm hátt. Seglið er úr kartoni, málað gult með rauðum röndum. Það eru 6 skildir á hvorri hlið, þá klippum við einnig úr kartoni og málum. Þeir eru negldir á með blásaumi, sem er 1/2" langur. Við málum vikingaskipið með skærum litum, einkum þurfum við að reyna að hafa hausinn sem illilegastan. '■ L___________________________________________________________ 15Vi 3T

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.