Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 33
© Hans Peterson: Magnús í hættu var þunnur pappi og greinilega gat á gólfinu undir honum.Bæði hann og Patti höfðu stigið á jaðra pappans, og máttu vera heppnir að hafa ekki dottið niður i gatið. Ef þeir hefðu gert það, hefðu þeir áreiðanlega æpt upp yfir sig og þá hefði allt komizt upp. Magnús yfirgaf Jack og lyfti pappanum var- lega upp. Þarna var sivalt rör, sem lá beint niður. Það var dimmt, en Magnús greindi þó hefilspæni niðri, svo ekki var mjög langt niður i hotninn. En allt útlit var fyrir að þetta rör lægi n*ður i annað stæra. — Er vatn þarna? hvislaði Patti skelfingu ^ostinn. — Eða kannski eitthvert dýr? — Nei. Magnús hristi höfuðið. — Það er alveg þurrt, en gættu að þér..„ í sömu andrá tók Jack að gelta. Hann var ekki að hafa fyrir þvi að hvisla. Hann gelti eins °g hann ætlaði að rifa niður veggina. Það berg- *uálaði i öllum kjallaranum og Patti æpti upp og tók fyrir eyrun. Magnús varð svo hræddur, að hnén skuldu undir honum og hann varð að setjast niður. Þá heyrðust raddir frammi og einhver kom hlaupandi og þreif i handfangið. Magnús gat tæplega hugsað. Hann greip i Patta og lét hann siga niður i rörið á gólfinu. ^utti lokaði bara augunum og vissi greinilega ekki, hvað gerðist. Siðan dró Magnús Jack til Sln> en nú var hann hættur að gelta, og lét hann hka siga niður. Loks stökk hann sjálfur niður i gatið. Holan var svo djúp, að Magnús gat staðið nPpréttur. En það var koldimmt þarna. Hann þfeifaði fyrir sér og fann, að gatið var raun- verulega endinn á stóru röri, sem lá undir gólfið. Hann hugsaði sig um andartak, en greip Svo i hönd Patta og lagði af stað eftir rörinu — hurt frá mönnunum. _ Hvar erum við? hvislaði Patti, sem hafði aveiðanlega ekki opnað augun ennþá. — í röri, svaraði Magnús gramur. — Ef þú gætir lært að hafa augun opin, gengi allt miklu betur. —Það var að minnsta kosti ekki mér að kenna að hundurinn gelti, svaraði Patti. — En svona er að eiga hund. Þá verða alltaf vandræði, skal ég segja þér. Erum við i röri? hélt hann áfram undrandi. — Hvaða rör er það, Magnús? — Það veit ég ekki. Það liggur undir húsið, svaraði Magnús. — Er það kannski rör, sem litur út eins og hellir og sem við sáum þarna úti á túninu, þegar við gengum i þokunni og ætluðum út að bátnum, sem kom ekki, en annar bátur var þar i staðinn? Patti þagnaði til að ná andanum eftir þessa löngu spurningu, en Magnús nam staðar. — Það hlýtur að vera, sagði hann. — Auðvitað er það rör. Þeir sem voru að vinna i þvi, sögðu að það lægi alveg upp að húsunum hérna. — Ég vissi það strax, sagði Patti. — Að það væri þetta rör. Ég er með vasaljós. Hann rótaði i vösunum og allt i einu fann Magnús, að Patti stakka vasaljósi i hönd hans. — Ég hef alltaf vasaljós á mér, útskýrði Patti — Ég fékk það nefnilega i afmælisgjöf og það var i vor. Magnús flýtti sér að kveikja. Ljósið var dauft, en það bætti mikið úr skák. Nú sáu þeir, , hvar þeir áttu að stiga niður, svo þeir dyttu ekki um eitthvað i myrkrinu og þeir þurftu ekki lengur að þreifa sig áfram meðfram veggjun- um. Að visu var óhugnanlegt myrkur fram- undan, þvi að það var alveg koldimmt i rörinu. En það birti, þegar þeir komu nær. Það var dauðaþögn þarna niðri. öðru hverju heyrðust veikar drunur, og Magnús taldi að það væru bilarnir á götunni fyrir ofan þá. Hann velti fyrir sér, hvað fólkið þarna uppi segði, ef það vissi um rörið undir götunni og Magnús og 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.